Tölvumál - 01.12.1988, Side 13

Tölvumál - 01.12.1988, Side 13
Bandtæknin mun þróast í átt að þeim aðferðum sem beitt er á myndböndum (Helical Scan) og þannig mun geymslurýmd banda aukastgífurlega. Notkunbanda sem nota þessa aðferð mun aukast 1989. DAT og 8 mm videobönd munu einnig eiga sinn þátt í þessari þróun. Annar búnaður Fax á tölvur hefur átt erfitt uppdráttar vegna hás verðs á myndskönnum. Allt bendir til þess að verð þeirra muni áfram lækka og minnka þann mun sem nú er á verði almennra FAX tækja og tölvuFAX tælg'a. LaserFaxSkannerinn sem er draumur margra mun ekki verða viðráðanelgur á árinu en í Svíþjóð á sér stað þróun sem gæti leitt til slíks tækis fyrir almennan markað 1990. Net- og samtengingar Hugbúnaður netanna mun halda áfram að verða betri og fullkomnari. Með lækkanadiminnisverðum verður ekki óalgengt að sjá vélar með 100 - 200 MB vinnuminni sem miðlara. Þetta mikla vinnuminni verður notað í stað diska til hraðvirkrar miðlunar ágögnum. Diskamirverða þá í hlutverki afritageymslu. Forrit sem vinna á miðlaranum munu koma fram og skilin á milli fjölnotendatölva og nettengdra einmenningstölvukerfa minnka. IBM mun tilkynna um 100 Mb/s tókahring undir lok ársins en sú tilkynning mun ekki hafa afgerandi áhiif á einmenningstölvunotkun á næstu árum. Þær eru einfaldlega ekki enn nógu hraðvirkar til að fullnýta slíkan flutningshraða. Sú þróun sem hefur verið í átt til aukinnar og einfaldari samtengingar á ólíkum tölvum mun halda áfram. Árið 1988 var ár yfirlýsinga í þessu sambandi en árið 1989 verðu ár fr amkvæmdanna. Grafík Litur, þrívið grafik og grafísk notendaskil munu krefjast aukins reikniafls á komandi árum. Ekki er líklegt að núverandi skjátæknl muni þróast mikið enn að þvi er varðar leysni skjáa. fremur er að búast við betri skjáum með skarpari mynd. Tækni til að taka ljósmyndir á disklinga með lj ósmyndavélum mun leiða til einfaldari myndvinnslu í útgáfustarfi, þar sem hægt verður að lesa myndir beint af disklingi inn á tölvumar. Hugbúnaðurinn Hugbúnaðurinn er afl þess sem gera skal með tölvunni. Með lækkandi verði á minni, hraðvirkari segul- og geislageymslumiðlum verður hægt að hafa öflugari forrit. Áherslan verður á forrit sem með einföldum hætti laga sig að notandanum, sem er ánægjuleg þróun. Notendaskilin verða betri með auknu reikniafli og bættri grafík og langir aðlögunartímar notenda að nýjum hugbúnaði munu styttast. Þekkingarkefi munu loks ná flugi vegna þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í þekkingarkerfum fyrir TÖLVUMÁL13

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.