Tölvumál - 01.12.1988, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.12.1988, Blaðsíða 15
Einmenningstölvur björt framtíð Ráðstefna um bjarta framtíð einmenningstölva var haldin að Hótel Loftleiðum, föstudaginn 9. desember síðastliðinn og hófst hún klukkan 13.20. í setningarræðunni voru ráðstefnugestir hvattir til að horfa fram á við og gleyma áhyggjum dagsins því framtíð einmenningstölva væri vissulega björt. Ráðstefna var ein fjölmennasta ráðstefna ársins og sóttu hana um 140 manns. í erindi Hauks Oddssonar, forstöðumanns rafreiknisviðs Iðnaðarbankans komfram að þeir hafa aflað mikillar reynslu og þekkingar á einmenningstölvum, en bankinn er að hanna eigið afgreiðslukerfi, byggt á einmenningstölvum og staðametum. Vakti hann athygli á því hversu langt netbúnaður hefur þróast en er þó að sumu leyti einnig stutt á veg kominn. Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá TölvuMyndum, lagði áherslu á að grafík væri oftast önnur gerð framsetningar á gagnagmnni og sýndi dæmi um verkeíni sem Tölvumyndir hafa unnið. Einnig lagði hann áherslu á skiptingu hugbúnaðar í framsetningarhluta og gagnagrunnshluta. Jóhann Þór Magnússon, verkfræðingur hjá Rafhönnun flutti fróðlegt erindi um stöðu einmenningstölvunnar í stýrikerfum. Taldi hann líklegt að hlutur hennar myndi aukast á næstu ámm, en hann er þegar orðinn nokkur. Stýrivélarnar sjálfar munu þó að öllum líkindum verða sérsmíð áfram. Augu margra opnuðust íyrir því hvað þekkingarkerfi em, í stórfróðlegu erindi Páls TÖLVUMÁL 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.