Tölvumál - 01.12.1988, Side 22

Tölvumál - 01.12.1988, Side 22
og ekki getað eða viljað slíta sig aftur frá vinnumarkaðnum til að ljúka náminu. Burtséð frá þessu blasir hins vegar við frekar uggvænleg þróun aðsóknar í tölvunarfræði. Eins og sést á mynd 3 hefur aðsókn í tölvunarfræði dregist verulega saman síðustu árin. Ýmsar ástæður geta legið hér að baki. Tölvunarfræði getur hafa verið tískufag á árunum 1981 - 1985. Einnig geta tekjumöguleikar hafa freistað margra, en síðustu árin hafa þessir tekjumöguleikar ekki verið taldir eins glæstir og þess vegna getað dregið úr aðsókn. Mjög mikið vinnuálag þessara starfsmanna hefur verið staðreynd og gæti það einnig haft neikvæð áhrif á eftirspurn í þessa grein. Eins getur verið að um tímabundið ástand sé að ræða. Ýmsar skýringar geta því verið á þessari þróun en haldi þessi þróun áfram getur svo farið að á einhverju tíma- skeiði komi upp skortur á vinnuafli í þessari grein. Það er kannski ekki líklegt í náinni framtíð sérstaklega ekki eins og ástandið í þjóð- félaginu er í dag, en íslenskt þjóðfélag hefur hingað til alltaf lyft sér aftur úr þeim öldudal sem það hefur ratað í og vonandi gerist það einnig nú. Blasi góðærið við okkur einu sinni enn og þensla á vinnu- markaðnum verði staðreynd, þá er einnig nauðsynlegt að til staðar sé fólk með rétta menntun og þekkingu til að takast á við ný og aukin verkefni. í dag eru um 160 nemendur við nám í tölvunarfræði i Háskóla íslands og rúmlega 20 nemendur í tölvunarfræði erlendis. í Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands eru um 100 nemendur og um 40 nemendur stunda sambærilegt nám erlendis. Næstu ár má því reikna með að markaðurinn hafi úr nægu vinnuafli að spila en þess ber að geta að núna eru að koma á markaðinn þeir stóru árgangar sem hófu nám í Háskóla íslands. Hvernig ástandið verður eftir t.d. 5, 10 eða 15 ár er hins vegar erfiðara að spá um og fer eftir hver þróun þjóðfélags- ins verður. Hugbúnaðariðnaður á íslandi er ung grein, en mjög mikilvæg fyrir þróun þjóðfélagsins á tímum tækni og hraða. Eins og fyrr sagði þurfa hugbúnaðarhús að búa yfir fjölbreyttri þekkingu. Markaðsþekking innan íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja er af skornum skammti, en það er reyndar ekkert einsdæmi hjá íslenskum fyrirtækjum. í þeirri miklu samkeppni sem ríkir á þessum markaði er þessi þekking mikilvæg og íslensk hugbúnaðarfyrirtæki þurfa því að bæta þar úr. Þekking íslenskra forritara er hins vegar almennt talin góð í dag og fyllilega sambærileg við það sem gerist erlendis. Mikilvægt er að sú staða haldist og því verður að hlúa vel að menntun þessa hóps og styrkja tengsl menntastofnana og atvinnulífs svo hugbúnaðariðnaður á íslandi geti haldið áfram að vaxa og dafna. 22 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.