Tölvumál - 01.12.1988, Page 23

Tölvumál - 01.12.1988, Page 23
Þorvarður Kári Ólafsson: EDI - hvað er nú það? Enn ein óskiljanleg skammstöfun, bóla til að halda lífinu í tölvusér- fræðingum? Grein þessi er tilraun til að varpa ljósi á þetta tiltölu- lega nýja hugtak í tölvu- og viðskiptaheiminum. Orðaval EDI stendur fyrir Electronic Data Interchange, en í hugum flestra er í raun átt við Electronic Business Data Interchange (EBDI) eða Trade Data Interchange (TDI). Ég vel að nefna allt þetta einu nafni: við- skiptagagnaskipti milli tölva. mætti hugsanlega skammstafa VGMT eða VIT. Einfalt mál Hugmyndin er tiltölulega einföld: tölvur eru látnar skiptast á gögnum viðskiptalegs eðlis. Þetta er gert á þann hátt að viðtökutölvan getur túlkað og unnið úr gögnunum, nokkurn veginn án þess að mannshöndin komi þar nærri. Þegar tölvur skiptast þannig á gögnum sem nýta má beint í viðtökutölvunni, er hægt að segja að tölvurnar skiptist á upp- lvsingum. (skv. almennri skilgreiningu upplýsinga, sem er: túlkanleg gögn). Af ýmsum ástæðum eru notaðar pakkasendingar, í stað beinlínu- tenginga. Þessu má ekki rugla saman við t.d. rafeindapóst (electronic mail), en það eru í raun rafeindaskilaboð milli manna (electronic messaging, Message Handling System/MHS), þ.e.a.s. menn skiptast á upplýsingum, að vísu með aðstoð tölva og gagnafjarskipta. Þessu má heldur ekki rugla saman við beinlínutengingu starfsmanns við tölvu annars fyrirtækis. Þar skiptist maðurinn á upplýsingum við tölvuna. En þó flókið í framkvæmd Er þá ekki bara að labba út í búð og kaupa "pakka" fyrir viðskipta- gagnaskipti? Málið er ekki alveg svo einfalt. Jafnvel þó til sé viss búnaður til þessara nota, þarf að huga að fjölmörgum atriðum áður en TÖLVUMÁL 23

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.