Tölvumál - 01.12.1988, Síða 25

Tölvumál - 01.12.1988, Síða 25
Mótaðilar Engin gagnaskipti eiga sér stað án mótaðila. Því fleiri sem þeir eru, þeim mun hagkvæmara. Skilyrði fyrir því er reyndar að allir noti svipaðar aðferðir. Þrátt fyrir staðla verður að fara í gegnum ákveðin atriði með hverjum aðila, og negla þau niður í "samningi um viðskipta- gagnaskipti milli tölva". (sjá einnig: lögfræðileg hlið). öryggismál Menn hafa eðlilega áhyggjur af öryggishliðinni, þar með talin leynd upplýsinganna. Skrifaðar hafa verið fjölmargar bækur um þessi mál, en vil ég bara nefna fáein atriði sem skipta mestu máli við viðskipta- gagnaskipti. Eitt er að nota ber pakkaform, Það auðveldar sendand- anum að afmarka að hvaða gögnum móttakandinn hefur aðgang. Annað er að nota lvkilorð og/eða viðeigandi brenglunaraðferðir. allt eftir verð- mæti sendinganna. Við fjármálafærslur ber að nota margar aðferðir samtímis. Lögfræðilega hliðin Hér koma upp spurningar eins og hvenær og hversu bindandi er pöntun sem send er frá tölvu til tölvu, hvað þarf til að endurskoðendur viður- kenni reikninga og önnur bókhaldsgögn sem aldrei eru í pappírsformi, o.fl. Það er algjört frumskilyrði að fyrirtæki sem láta tölvur sínar skiptast á viðkiptagögnum, geri ítarlegan samning um hvaða reglur skuli gilda um þessi samskipti. Menn geta auðveldað sér gerð slíkra samninga, með því að vinna margir saman að grunn/rammasamningi. Breytt verklag Þegar pappírsflæði breytist í rafeindaflæði gagna, hlýtur innri starfsemi fyrirtækja að breytast verulega. Til að dæmið gangi upp þurfa að koma til markvissar verklagsbreytingar. Óvenju margir starfsmenn verða fyrir áhrifum af hinni nýju tækni. T.d. þarf viðkomandi yfirmaður að "skrifa undir skjöl" á gjörbreyttan hátt, þ.e.a.s. með hjálp tölvunnar. Hvað á að senda Það getur verið gott að vita hvers konar gögn maður ætlar sér að senda. Flest fyrirtæki byrja á því að senda pantanir og/eða reikninga milli tölvanna. Auk þess koma til greina skjöl eins og tollskvrslur. pantanasoár. fiármagnsflutningar. (greiðsla reikninga eða bankafærslur), og hvers kyns upplýsingar um flutnings/afgreiðslustöðu. TÖLVUMÁL 25

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.