Tölvumál - 01.12.1988, Síða 27
íslenskt starf
Nýlega var stofnaður hérlendis vinnuhóour um viðskiptagagnaskipti
milli tölva. Þetta er opinn hópur sem ætlað er að vinna undirbúnings-
starf á breiðum grundvelli. Verkefni hans er að heimfæra allt ofantalið
upp á ísland, og gera þannig tillögur um hagnýtingu viðskiptagagna-
skipta milli tölva hér á landi.
Eins og fyrr segir er þetta opinn vinnuhópur á breiðum grundvelli,
og eru allir hugsanlegir hagsmunaaðilar hér með hvattir til að hafa
samband við greinarhöfund varðandi þátttöku í starfinu.
Ég vil ljúka þessu með að minna á það sem Bandaríkjamaður sagði hér
um árið: "If you’re not in EDI within two years, you’re dead".
Þorvarður Kári Ólafsson, tölvunarfrœðingur, er starfsmaður
UT-staðlaráðs frá 1. ágúst 1988. Hann hefur aðsetur hjá
Reiknistofnun Háskóla íslands, sími 694754.
AF ÚTGÁFU ÍSLENSKRA STAÐLA í UPPLÝSINGATÆKNI
ÍST/ISO 8859-1 tók gildi 1. desember s.l. Staðallinn skilgreinir alþjóð-
legt 8-bita táknróf í einu bæti, til notkunar í hinum vestræna heimi.
Upprunalega kom þessi staðall frá samtökum evrópskra tölvuframleiðenda
(ECMA) og bar heitið ECMA 94-1. Árið 1987 var hann samþykktur
sem alþjóðastaðall. Sama ár tók gildi Evrópustaðallinn ENV 41503,
sem viðurkennir eingöngu ISO 4873, ISO 8859-1 og ISO 6937-2 fyrir
tölvusamskipti innan V-Evrópu. ISO 4873 er 7-bita ASCII, og inniheldur
eingöngu enska stafrófið, alls 82 tákn. í ÍST/ISO 8859-1 hafa öll
tákn eitt sæti, alls 191 tákn, en í ISO 6937-2 hafa t.d. broddstafir
tvö sæti, og telur hann alls 328 tákn. Ef engar séríslenskar hindranir
koma í ljós, má búast við að bæði ENV 41503 og ISO 6937-2 verði
fljótlega gerðir að íslenskum stöðlum. ISO 4873 er of þröngur til
notkunar hérlendis.
26 frumvörp að Evrópustöðlum í upplýsingatækni hafa nú verið birt til
gagnrýni í Lögbirtingablaðinu. Auglýsingar birtust 4. og 23. nóvember.
Flestum þessara frumvarpa er ætlað að staðfesta ISO-staðla um forrit-
unarmál, OSI-Iíkanið, viðskiptagagnastök, samskiptasnið textaskjala,
persónu-, samrása- og viðskiptakort, disklinga og geisladiska. Þar að
auki hefur frumvarp að samræmingarskjali og nokkur forstaðlafrumvörp
verið auglýst. Er þar um að ræða leiðarstaðla í tölvusamskiptum (funct-
ional standards). -þkó.
TÖLVUMÁL 27