Vísir - 26.04.1962, Qupperneq 13
> '■ ! -
r ímmtiíctagiirinn 2b. april iyt>2.
VIStR
13
Maðurinn frá Holmenkollen
— ísland hefur eitthvert
undarlegt og ómótstæðilegt að-
dráttarafl. Ef maður kynnist
því og fólkinu sem á því býr,
þá getur maður ekkí slitið sig
lausan. Ég er búinn að koma
hingað fimm sinnum og í sjötta
skiptið núna. Ég myndi helzt
viija eiga hér heima.
Þannig fórust ungum Norð-
manni, Mats Wibe Lund, orð í
viðtali við Vísi, en hann er
fréttaritari Vísis í Osló og hef-
ur sent blaðinu fréttir og grein-
ar bæði frá heimalandi sínu og
eins frá Þýzkalandi, þar sem
hann hefur dvalizt að undan-
förnu.
Mats Wibe Lund er barnung-
ur maður. Hann kom hingað
fyrst 1954 og vann þá við forn-
minjauppgröft í Skálholti. En
þá tók hann ástfóstri við ís-
land og telur sig ekki geta slit-
ið sig úr tengslum við það fram
ar. Hann er Ijósmyndari að at-
vinnu ,en hefur auk þer.s mikla.
blaðamennskuhæfileika og hef-
ur skrifað fjölda greina í blöð
og tímarit. Sérgrein hans er:
ísland, og um land okkar og
þjóð fjalla allar hans greinar.
— Mývetningar segja, segir
Mats Wibe Lund — að ég hafi
tekið ástfóstri við ísland, og
sér í lagi við Myvatnssveit,
vegna þess að ég hafi dottið
niður í hver í Námaskarði. Það
er talsverður sannleikur í þessu
þó skrítið sé og ótrúlegt. Ég lá
í margar vikur á eftir, fyrst á
sjúkrahúsi og síðan á heimili
norður í Mývatnssveit. Sú dvöl
varð til þess að ég kynntist ís-
lendingum fyrir alvöru og síðan
hef ég metið þá. Það er gott að
vera hjá ykkur og mér þykir
vænt um hverina, þó ég vilji
helzt ekki detta í þá framar.
— Hverra erinda ert þú hér
að þessu sinni?
— Eins og endranær að viða
að mér efni um ísland og Is-
lendinga. Ég hef lofað ýmsum
blöðum og fréttaaðilum efni
héðan, þ.á.m. Politiken og
Bull’s fréttaþjönustunni í Dan-
mörku, Handels- og Sjöfarts-
ridende í Gautaborg og fjölda
dagblaða, vikublaða og tímarita
í Noregi.
— Þetta er í sjötta skipti,
sem þú kemur til íslands?
— Ég kom fyrst 1954, næst
1956, en síðan 1959 og á hverju
ári úr því. Hef dvalið hér leng-
ur eða skemur f hvert skipti, en
aldrei komið að vetrarlagi fyrr
en nú.
— Hvernig líkar þér við Vet-
ur konung hinn fslenzka?
— Mæta vel. Mér hafði ekki
komið til hugar áður að svona
gott vetrarveður gæti verið til
á íslandi. Ég vissi heldur ekki
að ísland væri svona fallegt í
vetrarham eins og raun ber
vitni. Ég þarf að komast hérna
á skíði til að kanna ísland sem
skíðaland.
— Þú ert náttúrlega góður
skíðamaður. Sú íþrótt er Norð-
mönnum í blóð borin.
— Ég er ekki neinn keppnis-
maður. En mér þykir gaman á
skiðum ,enda alinn upp við þá
íþrótt, því heimili mitt er á
Holmenkollen við Osló, þar sem
Mats Vibe-Lund
kunnustu skíðamót á Norður-
löndum eru jafnan haldin.
Vestur-íslenzk almanök
Áður hefur verið skýrt frá rim-
tölum, og almanökum, prentuðum
til siðustu aldamóta, í þættinum
um gamlar bækur og bókamenn.
Áður en skilizt verður við mál
þetta að fullu skal vikið að hlut-
deild frænda vorra - Vestur-ís-
iendinga — í útgáfu almana-'a, en
þeir voru síður en svo eftirbát-
ar okkur hér heima. Einkum stóð
þessi útgáfa þeirra með miklu fjön
fyrir og um aldamótin síðustu.
enda þótt hún hafi nú lognazt út
af að fullu að því er ég bezt veit.
Að því er Ragnar H. Ragnars.
söngstjóri á ísafirði og mikiil'sér-
fræðingur í vestur-íslenzku bóki-
og blaðaprenti, hefur tjáð mér, kom
fyrsta almanak þar vestra út í
Lundi á Nýja íslandi árið 1879, var
32 síður að stærð og flutti ýmsar
greinar, m.a. um landnám Vesfur-
íslendinga. Útgefendur voru Jó-
hann Briem og Bergvin Jónss.m.
Þetta almanak kom aðeins út i eht
ár og telur Ragnar það vera eitia
fágætustu bók prentaða vestan
hafs.
Næst kemur út Almanak Lög-
bergs árin 1888 og 1889. Prentuð í
Winnipeg, 20 sfður að stærð hvort
árið.
Merkast' allra vestur-íslenzku
almanakanna var Almanak Ólafs
Thorgeirssonar, það hóf göngu sina
1895 og kom óslitið út til 1954 að
það hætti fyrir fullt og allt. t því
er m.a. gagnmerk heimild úm land-
námssögu íslendinga í Vesturheirni.
Áuk fjölmargra annarra fræðandi
greina, sem það flutti, svo og einn-
ig nokkurt skemmtilestrarefni.
Skömmu fyrir aldamótin íóf S.
B. Benedictsson útgáfu á almanaki
þar vestra, sem kom út árlega 6
fyrstu árin, en síðan eitt 30 árum
seinna, eða 1934 og þar með lag5i
það upp laupana.
Loks má geta lítils tímarits sem
kom út í Vesturheimi árin 1897 tii
1898. Jafnframt þvi að vera ai-
manak átti það að leiðbeina u n
verkleg málefni og var útgefan"’
þess Stefán B. Jónsson, einn af
tæknibrautryðjendum okkar íslend
inga. Þetta rit heitir „Stjaman"
Úr því að farið hefur verið inn I
á þá braut, að skrifa um Vestur-1
íslenzk almanök þykir hlíða að
geta síðasta almanaksins sem ég
veit til að þar hafi komið út, enda
þótt það hafi ekki verið gefið út.
fyrr en eftir aldamótin. Það hét
„íslenzkir mánaðardagar" og var :
útgefandi þeirra síra Rögnvaldur
Pétursson. Þeir komu út í 12 ár |
samfleytt eða frá 1916 — 28 og var |
í löngu og mjóu broti, eitt blað
fyrir hvern mánuð. Á þessum blöð-
um voru auk dagatalsins, ýmist
ljóð íslenzkra öndvegisskálda, á-!
samt myndum af þeim, eða — og I
raunar flest árin — ævisögur |
merkra íslendinga með myndum af ,
þeim. Tvö almanökin voru heiguð
æviminningum Vestur-íslendinga.
Lítið hefur sést af þessu dagatali 1
hérlendis.
Þá er upptalið það sem ég veit
um rimbækur og almanök fram til
síðustu aldamóta, en úr því kem • i
ur fram þvíiíkt ógrynni af daga-
tölum í ýmissi mynd að legio ma
teljast. Þ. J.
Til þess að bera ísland saman
við Noreg sem skíðaland notaði
ég tækifærið að fara til Akur-
hugsað mér að fara til Akur-
eyrar um páskana og vera þar
á skíðalandsmótinu. Það var
mjög gaman.
— Þú hefur gert mikið að
því að kynna island í heima-
iandi þínu?
— Ég hef skrifað samtals um
70 greinar, sem birzt hafa i
ýmsum blöðum og ritum, en
auk þess liggja nokkrar greinar
hjá ritstjórum ýmissa blaða og
biða birtingar.
— Hefurðu nokkuð unnið að
islenzkri landkynningu í öðrum
löndum fram til þessa?
— Lítils háttar í Þýzkalandi,
en þar hef ég dvalið undanfarin
tvö ár við ijósmyndanám. Ég
hef rabbað um ísland, haldið
smátölur og sýnt litskugga-
myndir á fundum þýzkra stúd-
enta við Kölnarháskóla. Að-
sókn hefur verið mjög góð sem
bendir til hins mikla áhuga sem
Þjóðverjar hafa á Islandi.
Ég hef einnig unnið að glugga
útstillingum í landkynningar-
skyni fyrir Ferðaskrifstofu rík-
isins og Flugfélag íslands í Köln
og loks var ég beðinn að hafa
með höndum nokkurs konar
íslenzka dagskrá með hvers
konar upplýsingum um Island,
ferðalög hingað og íslenzku
þjóðina í brezka hermannaút-
varpið £ Köln.
— Er nokkuð fleira framund-
an á þessu sviði?
— Félag Islandsvina í Köln,
Deutsch-islandische Gesellschaft
en það er öflugur félagsskapur
undir forystu Max Adenauers
borgarstjóra, sonar ríkiskanzl-
arans þýzka, ætlar að efna til
veglegrar og mikillar íslands-
sýningar £ Þýzkalandi á hausti
komanda. Ég hef verið beðinn
um aðstoð við þessa sýningu,
Iæt henni myndir £ té og hef
lofað að ganga frá sérstökum
þætti um Mývatnssveit £ frá-
sögn og myndum.
— Hefur þú kynnzt Adenau-
er borgarstjóra?
— Já, ég hef kynnzt honum
nersónulega. Hann er mikill og
einlægur fslandsvinur og hefur
auk þess manna bezt aðstöðu
til að beita áhrifum sfnum.
— Þú segist kunna vel við
þig hér.
— Geypilega vel. Ég held lika
að það sé yfirleitt raunin með
alla Norðmenn, sem dvalið hafa
á íslandi og kynnzt þvi til nokk
urrar hlftar. Þeim finnst undan-
tekningarlitið að þeir eigi hér
heima.
— Hvað finnst þér skemmti-
iegast við íslendinga?
— Auðvitað stúlkurnar. Hvað
annað?
— Eru þær nokkru betri hér
en heima hjá þér í Noregi?
— Norskar stúlkur eru reynd
ar ágætar, en ég held að þær
íslenzku séu þó betri. Þær hafa
suma kosti fram yfir þær
norsku, meira og hættulegra
blik í auga, kunna betur að laga
tízkuna eftir sér, í stað þess að
þær norsku laga sig eftir tízk-
unni. Þær eru enn eðlilegri í
framgöngu og bros þeirra hýr-
legra. Og krakkarnir á íslandi!
Þeir eru ógleymanlegir. —
Skemmtilegustu börn í víðri
veröld.
— Finnst þér Reykjavík hafa
tekið nokkrum breytingum síð-
ustu árin?
— Vissulega. I einu tilliti þó
mest, en það er hvað þessi höf-
uðborg ykkar hefur á skömm-
um tíma eignazt marga bráð-
failega og dásamlega skemmti-
staði. Engin borg af áþekkri
stærð, sem ég þekki til, kemur
þar til samanburðar. Osló, þótt
stærri sé, á ekki þvflíka
skemmtistaði.
— Segðu mér að siðustu
hvað þér þykir miður fara eða
siæmt í fari íslendingsins?
— Góði bezti, við skulum
ekki tala um gallana. Það er
nóg til af geðvondu fólki, sem
hefur allt á hornum sér og þarf
að nöldra og kvarta, þótt ég sé
ekki í þeirra hópi. Ég er lifs-
gíaður og hamingjusamur og sé
fegurð í öllu, og sérstaklega á
þessu fallega landi ykkar —
íslandi. Þ. J.
Áskriftarsími Vísis
er 11660