Vísir - 28.04.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 28.04.1962, Blaðsíða 4
4 V SIR Laugardagurinn 28. apríl 1962 y Málar öðru hverju — fyrir sjálfan sig Einar Markan söngvari hefir opnað sína fyrstu málverkasýn- ingu. Hún er í Myndasalnum að Týsgötu 1, og þegar við skrupp- um þar inn að skoða á dögun- um, bar vel í veiði, að Einar var sjálfur staddur þar, og við tókum hann auðvitað tali á augabragði. — Er það fyrst á fullorðins- árum, að ég ekki segi efri árum, að þú tekur upp á þvf að mála? — Hvað svo sem þvf líður að ég mála myndir, þá er víst um það, að mér hefir aldrei dottið í hug að fara að halda á þeim sýningu fyrir allan bæinn. Hann Kristján hérna vinur minn, sem hefir nýlega opnað þennan sal, kom auga á nokkr- ar nýlegar myndir hjá mér og lét mig ekki í friði fyrr en ég var búinn að afhenda honum nóg á veggina til hanga þar nokkra daga, ef einhver vildi, lfta á þær. Hitt er svo sem satt, að ég fór að mála fyrir löngu af þeirri einföldu ástæðu, að ég fann þörf fyrir það — fyrir sjálfan mig. En ég hef aldrei málað lengi í senn, alltaf hætt, þegar ég fór að finna til þreytu. Svo hafa liðið langir tímar milli þess, sem ég snerti á pensli. Hef ekki getað gengið að þessu eins og hverju dagsverki. En myndir mfnar hafa tekið breyt- ingum eftir hin löngu hlé. Ann- ars finnst mér eiginlega ó- mögulegt að vera að tala um mínar eigin myndir. — Þú hefir svo sem ekki ver- ið við eina fjölina felldur í list- um, hefur þar að auki ort f ijóð- um og lögum og gefið hvort- tveggja út. — Víst hef ég borið það við. Ég var víst tíu ára, þegar ég tók mig og samdi lag við vísu eftir Egil, „Það mælti mín móð- ir“. Seinna fann ég að ekki féll nógu vel saman ijóð og lag og þá samdi ég sjálfur texta við lagið — á dönsku. Þó var það víst ekki af neinni sérstakri Danaást. Mörg lög hafa orðið til síðan, meira að segja heil ópera, en hún hefir aldrei komizt lengra en á pappírinn. Nokkur lög hef ég gefið út, og einhverj- ar af þeim nótum eru víst enn 1 fáanlegar, en flest lögin eru enn aðeins í handriti. Svo tók ég upp á því fyrir meira en 20 árum að gefa út ljóðabók, nefndi hana „Ég verð að syngja“. Hún rauk út, seldist upp á skömmum tíma, kostaði 10 krónur. Og eftir stuttan tfma voru mér boðnar 500 krónur fyrir eintak. Þetta var þá bara orðinn svona fágætur gripur. Aðra bók gaf ég út 1946, „Ljóð- heimar“ heitir hún og fæst vfst enn. Hún er víst ekki eins mikið ,,raritet“, enda kom hún út í stærra upplagi. — Allir vita um sönglistina og ykkur systkini, og fleiri hafa víst fengizt við músík af þínu skyldfólki. En hafa einhverjir frændur þínir orðið myndlistar- menn? Einar Markan. — Það hafa nú fremur verið frænkur mínar en frændur. Systurdóttir mín Helga Weiss- happel hefir þegar sýnt málverk sfn opinberlega og fengið lof bæði hér heima og erlendis. Önnur frænka, sem varð ágætis málari, en er nú löngu dáin, var Sigríður Sæmundsen, sem til eru myndir eftir hér og þar, m. a. f Minjasafni Reykjavíkur. Hún fór ung til Dánmerkur og lifði þar lengst af sfðan, lærði myndlist og reyndist mikil hæfi- Ieikakona á þvf siði. Hún hélt hús fyrir bróður sinn, sem var búsettur lengi í Höfn, Sigurður hét hann, auknefndur „séntil- maður“, af því að hann var ætíð svo ffnn f tauinu. Einu sinni kom hann til íslands og hélt til heima, ég var þá smástrákur og hafði feikilega gaman af að horfa á karlinn, þegar hann sat fyrir framan spegilinn og var að fína sig til, hlaða á sig djásn- um. Hann vildi vera glæsi- menni og átti til að hafa fata- skipti oft á dag eins og brezkur lord. Hann afgreiddi í búð og það var frægt, að hann setti upp hvfta hanska, þegar hann afgreiddi grænsápu eða slíkt. Margir litu upp til hans Og héldu, að allir Jjekktu hann líka f útlandinu. Bóndi einn héðan, sem lenti í Kaupmannahöfn, spurði fyrsta mann sem hann hitti eftir að hann steig á land: „Hvar býr Sigurður Sæmund- sen?“ og varð hissa, að Hafnar- búinn kannaðist ekki strax við hann. — Hvaða málara þótti þér mest til koma á árum þínum erlendis? — Það voru margir ágætir málarar sem voru í fullu fjöri, og nokkrir afburða snillingar. Er þar fyrstan .að^m^na Christian Krohg, sem bar hofuð og herðar yfir sína landa og I listakollega. Hann var fyrsti « málari, sem ég varð hrifinn af. | Allir litu upp til hans, og | kepptust um að sýna honum S virðingu lifandi og látnum. | Stúdentar í Osio fóru blysför I þegar hann var borinn til graf- tó ar. Annar mesti málari Noregs |í var líklega Henrik Sörensen, I hann var alveg stórkostlegur. | Þá má ekki gleyma myndhöggv- aranum Sinding. Þar er mynd eftir hann við innganginn f Glyptotekið í Kaupmannahöfn. Hana ættu allir að sjá, enginn gleymir henni. Annars er það eftirtektarvert, hve listhæfi- leikar skáldskapur og mennta- afrek ganga mikið f ættir í Noregi, og nægir að nefna ætt- irnar Björnson, Ibsen og Grieg, en þær eru flpiri. T. d. Krohg. Per Krohg er' einn af fremstu málurum Noregs, þó að ekki slagi hann víst upp í föður sinn Christian Krohg, en samt er hann prófessor við listaháskól- ann og hefir skreytt veggi í byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York, hálærður maður í listum. — En þú gekkst sem sagt ekki í listaháskólann f Oslo? — Nei. Ég fór utan til að læra að syngja fyrst og fremst, þó að maður gengi svo svo ekki úr vegi fyrir öðrum listum. Ég held nefnilega, að listirnar séu allar náskyldar og grfpi að meira eða minna leyti hver inn í aðra, þó að ýmsir vilji ekki vera þeirrar skoðunar. En það er svo margt sinnið sem skinnið, og þarf eng- inn að búast við þvf, að allir skilji eða skynji listaverk á sama hátt. Annars er það að skilja list annað en að skapa, og bezt gæti ég trúað því, að listamenn skilji verk sín oft miklu ver en áhorfandinn, sem skoðar þau af allri sinni ein- lægni. Sjálfstæðismenn ráða Bolungarvík áfram Frá fréttaritara Vísis, Bolungarvík í gær. Fram hefur komið aðeins einn framboðslisti til sveitarstjómar- kosninga í Bolungarvík — sameig- inlegur listi Sjálfstæðismanna og vinstri manna. Voru það vinstri menn, er buðu Sjálfstæðismönnum kosningasam- vinnu, þannig að Sjálfstæðismenn fengu fjóra af sjö hreppsnefndar- mönnum og eru það sömu hlutföll og verið hafa síðastliðið kjörtíma- bil. Þótti Sjálfstæðismönnum á- stæðulaust að hafna þessu tilboði, þar sem þeim var tryggður áfram- haldandi meirihluti, enda hefur það jafnan verið ríkjandi sjónarmið í Bolungarvík að hefjast þegar handa um að vinna saman í sátt og sam- lyndi að velferðarmálum byggðar- lagsins strax að kosningahríðinni lokinni, hvað sem liðið hefur mis- munandi skoðunum á þjóðmálum. Hinir sjálfkjörnu hreppsnefndar- menn eru: Jónatan Einarsson verzl- unarstjóri, Guðmundur Kristjáns- son bókari, Guðmundur Magnús- son bóndi, Elías H. Guðmundsson símstjóri, Þorkell E. Jónsson bif- reiðarstjóri, Guðmundur B. Jóns- son vélsmíðameistari og Karvel Pálmason verkamaður, allt traustir og góðir menn. Sjálfstæðismenn hafa mörg und- anfarin ár verið í meirihluta f hreppsnefnd og s.l. kjörtímabil hef- ur Jónatan Einarsson verið odd- viti og unnið mikið og giftudrjúgt starf í þágu hreppsfélagsins í góðri samvinnu við sveitarstjórann Þórð Hjaltason. Er samvinnutilboð vinstri manna þar sem þeir bjóða Sjálfstæðis- mönnum meirihluta aðstöðu gleggstur vottur þess trausts, sem Bolvikingar, hvar í fiokki sem þeir standa, bera til forustu Sjálfstæðis- manna í hreppsmálum og alveg sérstök traustyfirlýsing til handa Jónatani Einarssyni oddvita. Finnur. Aðalfundur Sjálfstæð- isféfags Rangæinga Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Rangæinga var haldinn í Hellubíó laugardaginn 21. þ.m. Á fundinum mættu Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Erlendsson, Núpi for maður félagsins setti fundinn. Fund arstjóri var kjörinn Lárus Gísla- son, Miðhúsum og fundarritari Páll Björgvinsson, Efra-Hvoli. Jón Þor- gilsson, Hellu rædtíi um verkefni fundarins, því næst flutti Þorvald- ur Garðar Kristjánsson erindi um skipulagsmál Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Erlendsson, sem verið hefur formaður félagsins rúm 30 ár baðst undan endurkosningu. í stjórn voru kjörnir: Lárus Gísla- son, Miðhúsum, formaður, Grímur Thorarensen, Hellu, Jón Hjörleifs- son, Skarðshlíð, Magnús Sigurðs- son, Eyrarlandi, Páll Björgvinsson, Efra-Hvoli, Sigurður Haukdal, Berg þórshvoli og Sigurjón Sigurðsson, Raftholti. Varastjórn: Eyjólfur Á- gústsson, Hvammi og Magnús Ein- arsson, Kotmúla. Endurskoðendur: Diðrik Sigurðsson, Kanastöðum og Magnús Sigurjónsson, Hvammi. Þá fór fram kosning fulltrúa í Full- trúaráð og Kjördæmisráð. Hinn nýkjörni formaður þakkaði fráfarandi formanni Guðmundi Er- lendssyni gifturíkt starf í þágu Sjálfstæðisfélags Rangæinga, bar formaður síðan fram tillögu ný- kjörinnar stjórnar, þar sem lagt „Sigió''- sild- in komín Reykvíkingum býðst nú ný ís- lenzk vara, sem er komin á markaðinn í fyrsta sinn. Þetta er „Siglo“síld, en það er frámleiðsla hinnar nýju verk- smiðju síldverksmiðja ríkisins, er leggur niður síld. Er síld þessi í fernskonar sósu, vínsósu, dillsósu, ávaxtasósu og lauk- sósu, og dósirnar eru af þrenns- konar stærð. O. Johnson & Kaaber annast heildsölu á síldinni fyrir síldar- verksmiðjurnar. var til að Guðmundur Erlendsson yrði heiðursfélagi Sjálfstæðisfélags Rangæinga. Fundarmenn sam- þykktu tillögu formanns með kröft- ugu lófataki. Ingólfur Jónsson, ráðherra ræddi um stjórnmálaviðhorfið. Ráðherran ræddi ýtarlega um málefni land- búnaðarins. Siðan voru almennar umræður, til máls tóku: Sigurjón Sigurðsson, Sigurður Haukdal, Þórður Loftsson og Guðmundur Er- lendsson. Þökkuðu ræðumenn Ing- ólfi Jónssyni, ráðherra ötula for- ustu í framfaramálum landbúnaðar- ins. Að loknum fundi í Sjálfstæðis- félagi Rangæinga var fundur í Full trúaráði • Sjálfstæðisfélaganna i Rangárvallasýslu. Þar voru kjörn- ir fulltrúar í Kjördæmaráð Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlandskjör- dæmi. Stjórn Fulltrúaráðsins skipa: Sig urður Haukdal, Bergþórshvoli, form. Guðm. Jónsson, Tumastöðum Jón Þorgilsson, Hellu, Lárus Gísla- son, Miðhúsum, Magnús Sigurláks- son, Eyrarlandi. POOVER DVOTT AVÉLIN sýður, skolar, þvær og þurrkar. UÓS OG HITI laugavegi 79

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.