Vísir - 28.04.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 28.04.1962, Blaðsíða 3
Laugardagurinn 28. apríl 1962 VISIR 3 / i i|ií: w ' Tízka karla og kvenna Þegar kaupmannasamtökin héldu nýlega árshátíð á veitinga staðnum Lido var efnt þar til tízkusýningar, sem vakti mikla athygli. Var sýnd þar bæði kven- og karlmannafatatízkan. Kvenfötin sýndi tízkuverzlunin Guðrún á Rauðarárstig en karl- mannafötin Herradeild P. & Ó. í Pösthússtræti. Sumt af kvenfatnaðinum, sem þama var sýndur var alveg ný- kominn til landsins. Höfðu föt- in verið tekin upp sama daginn sem sýningin var haldin. Það er nú orðið all aigcngt hérlendis, að nýjasta lcvenfata- tizkan sé sýnd þannig. Hitt er óvenjulegra að sýning sé hald- in á karlmannafötum og ber það þess vott hve áhugi karl- manna fyrir þvi að halda sér til fer vaxandi. Mun þess gæta sér- staklega ' meðal ungra manna, að þeir fylgjast vel með því sem gerist í þessum efnum á megin- landinu. Myndsjám birtir í dag nokkr- ar myndir sem I. M. ljósmynd- ari Vfsis tók í Lido, á þessari tízkusýningu. Guðrún Þorsteinsdóttir sýnir Jjósbláa ullartweed-kápu. Að aftan er stór opin klauf. Kápan, sem er mjög kvenleg, er hollenzk. — Hatturinn er úr hattabúð Soffíu Pálmadóttur. Öm Hauksson sýnir unglinga peysu og buxur í gráum lit. Peysan er með Ieðurbrydd- ingar á vösum og hálsmáli. Prjónn gengur f gegnum flibbann en það er nú mjög í tízku hjá ungum mönnum. Þráinn Kristjánsson sýnir dökkbrúnan enskan Terylenc- frakka frá Weatherlux í London og ljós sumarföt og þýzkan hatt af nýjustu gerð með Iítil börð í sama lit og frakkinn. Bjami Ámason sýnir jakka- peysu. Bak og ermar eru úr grófprjónaðri ull, apaskinns- boðungar. Húfan er þýzk, af mjög nýstárlegri gerð, sem er mikið í tízku á meginlandinu. Sigrún Ragnarsdóttir sýnir svissneska, ljósbláa Terylene regnkápu, sem er hægt að þvo og þarf ekki að straua. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.