Vísir - 28.04.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 28.04.1962, Blaðsíða 8
8 Otgefandi Blaðaútgaran VISIR Ritstiórar Hersteinn Pðlsson Gunnar G Schram Aðstoðarntstiðri. Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen Ritstjórnarskrifstotur: Laugaveg) 178 Auglýsir.gr og afgreiðsla- 'i.gólfsstræt) 3. Áskrift irgiald er 45 krónur : mánuði í lausasC'u 3 kr. ’int Slmi 11660 (5 linur) Prentsmiðja /isis — Edd a h.f Vinstri glundroði Það er kunnara en frá þurfi að segja, hvað komm- únistar hafa gert miklar tilraunir til að fá aðra flokka til samstarfs við sig vegna kosninganna í næsta mán- uði. Þeir vita manna bezt sjálfir, hvernig fylgið hefir hrunið af þeim og almenningur fyllzt fyrirlitningu á þeim vegná algerrar og skilyrðislausrar þjónkunar við Moskvuvaldið. Kosningar í ýmsum verkalýðsfélögum hafa sýnt almenningi, að alger flótti er brostinn í liðið. En leitin að liðveizlunni hefir ekki borið árang- ur í hlutfalli við erfiðið — eða þörfina. Framsókn gef- ur ekki kost á sér og er það eðlilegt. Hún hefir feng- ið nóg óorð af kommúnistadekri sínu síðustu árin, og mun hin nýja forusta flokksins vilja þurrka af sér rauða litinn, sem hún fékk undir handleiðslu fyrri formanns. Þó fóru kommúnistar ekki alveg bónleiðir til búðar, því að fundizt hafa fáeinir þjóðvarnarmenn, sem hafa reynzt fúsir til að veita þeim lið, sem þeir mega. Tveir þessara manna hafa fengið fimmta og sjötta sæti á lista kommúnista. Sýnir sú staðsetning meðal annars tvennt: Annars vegar fullkomna fyrirlitningu kommúnista á þjóðvarnarmönnum, þar sem þeim er skipað í algerlega vonlaus sæti — raunar váeru þeir einnig vonlausir, þótt þeir hefðu fengið 3. og 4. sæti — en hins vegar lítilþægni sumra manna. Þeim má bjóða allt, að því er virðist. En fleiri hafa leitað liðveizlu en kommúnistar, því að þjóðvarnarforingjar hafa einnig farið víða í leit að nýju blóði til að dæla í deyjandi flokk. Þeim hefir tekizt að finna álíka marga kommúnista til að setja á lista sinn, og kommúnistar hafa tekið frá þeim. Ættu því báðir að geta verið ánægðir, en sannleikurinn er þó sá, að báðir eru óánægðir — enda báðir hræddir og ekki að ástæðulausu. Þessar tilraunir til að koma á laggir vinstri sam- vinnu hafa nefnilega leitt í ljós það, sem alltaf hefir verið haldið fram — vinstri menn eiga ekkert sam- eiginlegt nema nafnið. Eftir þá reynslu, sem þjóðin hefir haft af tveim vinstri stjórnum, óskar enginn eft- ir hinni þriðju, því að vinstri samvinna táknar vinstri GLUNDROÐA. ' Mófmæli stoða ekki Enn er Moskvumálgagnið rekið út á hinn hála ís. í fyrradag segir það í fyrirsögn á forsíðu: „Alheims- mótmæli gegn frekari eitrun andrúmsloftsins (með kjarnorkusprengingum) virt að vettugi“ Þjóðviljinn er sárhneykslaður yfir þessu. Minnugt fólk spyr nú, hvar kommúnistar hafi geymt hneykslan sína og frá- sagnir af „alheimsmótmælum“ þegar Krúsév gortaði af 50 megatonna sprengjunni á síðasta ári. Vill Þjóð- viljinn upplýsa það atriði? VISIR Laugardagurinn 28. apríl 1962 ■'v ' ,v <' . ; . y. >’.: Jörðin í Kína er frjósöm, en hungursneyðin stafar af misheppnuðum áætlunum kommún- ískra valdhafa um innleiðingu sósíalisma. hafa þeir tekið upp á því ný- lega, að „selja fólk“ úr landi, þannig að Kfnverjar sem búsett- ir eru í öðrum löndum geta fengið ættingja sína sem búa í Kína til sín með þvi að greiða einskonar lausnargjald. Hefur þessi aðferð verið líkt við þá aðferð Kastros á Kúbu að sleppa dæmdum mönnum úr landi gegn lausnargjaldi. Kommúnistastjórnin í Peking hefur haldið því opinberlega fram að hungursneyðin stafi ein göngu af slæmu árferði, þurrk- um í sumum héruðum og feikna rigiiingu og flóðum í öðrum. Hver einasti maður í Kína veit þó að þetta er ekkert annað’en yfirvarp. Orsök hinna miklu Ástandið í Kína fer síversn- andi. Þar er nú hungursneyð um allt landið. Fylgir henni ó- öld, því að flokkar ræningja hafa myndazt í mörgum héruð- um og ráðast á opinberar birgðastöðvar, og vinna ýmis spellvirki, knúðir áfram af eymdinni. Vestrænir sérfræðingar í mál efnum Kína, segja að menn á Vesturlöndum geri sér ekki ljóst, hve ástandið í Kína er orðið alvarlegt. Þeir segja að hvenær sem er geti orðið alls- herjar sprenging í landinu. Svo geti farið að kommúnistafiokk- urinn kínverski klofni og bylt- ing brjótist út í landinu. Kín- verski herinn er orðinn mjög ó- ánægður með ástandið, þó gæta valdhafarnir þess jafnan að ala hermennina betur en almenn- ing. En hermönnunum er hins- vegar ljóst, að fjölskyldur þeirra heima fyrir svelta. Vegna þessarar óánægju hersins hefur heraginn verið hertur stórlega og er setuliðunum haldið í inni- lokuðum búðum. Hinn kunni bandaríski stjórn- málamaður Averell Harrimann, sem stjórnar Asíudeild banda- ríska utanríkisráðuneytisins sagði nýlega, að vænta megi stórtíðinda frá Kína. ★ Síðastliðin tvö ár hafa Kín- verjar fengið hjálp frá Kanada, Ástralíu og Frakklandi. Hafa þeir keypt í þessum löndum stórfellt magn eða um 6 mill- jón tonn af korni og er það álit manna, að þessar vestrænu korn sölur hafi bjargað kínversku þjóðinni frá algerum horfelli. Fram að þessu hafa Kínverjar staðgreitt kornið eða fengið lán fyrir því til skamms tíma. En það er nú talið mjög vafasamt að þeir' hafi gjaldeyri til að kaupa meira korn. Kommúnistastjórnin beitir þeim brögðum að neyða Kín- verja sem búsettir eru utan Kína til að safna fé i korngjafir. Þá vindræða er aðeins hin mis- heppnaða stefna valdhafanna í landbúnaðarmálunum. Fyrir nærri fjórum árum gerðu kín- versku kommúnistarnir mikla áætlun um stofnun kommúnu- kerfis í öllum landbúnaðinum. Það átti að verða upphaf af fullkomnu sósíalisku þjóðfélagi, hið stóra stökk fram á við, eins og þeir kölluðu það, sæluríki á jörð. Áætlunin leit vel út á blaði. Kommúnistaforkólfarnir geip- uðu um það að á fáum árum myndi framl. KÍna fara fram úr framleiðslu vestrænna ríkja, en í reyndinni varð þetta ailt öðru- vísi. Kommúnukerfið olli slíkri kreppu í landbúnaðinum, að strax næsta ár gerði matvæla- skorturinn vart við sig, og siðan hefur ástandið farið versnandi stig af stigi, unz alger hungurs- neyð ríkir. ★ Það hefði mátt ætla að hinir kommúnísku bandamenn í Rúss landi kæmu Kínverjum til hjálp- ar, en sú hefur ekki orðið raun- in á. Rússar hafa sjálfir átt við matvælaerfiðleika að strlða og hafa því ekki getað séð af neinu í Kfnverja. Þvert á móti hafa þeir heimtað að Kínverjar stæðu við viðskiptasamninga, sem fólu það í sér að Kínverjar skyldu fá iðnaðarvaming í skiptum fyrir ýmiskonar mat- væli sem Rússar hafi haldið á- fram að heimta frá sveltandi þjóð. Síðan ástandið varð svona hafa viðskipti Rússa og Kín- verja mjnnkað um helming vegna þess að Kínverjar gátu ekki selt þeim eins mikið af matvælum og áður. ★ Eina landið í heiminum sem gæti bjargað Kínverjum út úr erfiðleikunum eru Bandaríkin. Þar stendur landbúnaður á svo háu stigi, að stöðug offram- leiðsla er þar þrátt fyrir til- raunir bandarísku stjórnarinnar til að takmarka framleiðsluna. Enn sem komið er hafa Kín- verjar ekki opinberlega óskað eftir bandarískri aðstoð, en þeir hafa þó verið að leita hófanna hjá einstökum bandarískum út- flutningsfyrirtækjum. 1 þeim viðræðum hefur það komið í ljós, að Kínverjar þurfa 8 mill- jón tonn af bandarísku korni á ári í næstu fimm ár. Viðskiptamálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur neitað bandarísku útflutningsfirma í Seattle um leyfi til að selja hveiti og bygg til kommúníska Kina og Norður-Kóreu. Banda- ríkjamenn eru annars ekki vanir að setja pólitísk skilyrði fyrir efnahagsaðstoð, en með Kína gegnir nokkuð öðru máli eftir Framhald á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.