Vísir - 28.04.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 28.04.1962, Blaðsíða 2
2 Laugardagurinn 28. apríl 1962 VÍSIR §§nLí)j5;<|g yny Í7J-J 1 > UZQS-' Arósar 5/æw* fí'ijólK^ purZ- i rnó-r OfúHek- jcur {>k.iv' io ? -r u n ar- í a, f, Leiðrétting í þættinum Párað í flýti í gær var það haft eftir flugmanni flugvélarinnar sem hlekktist á á Reykjavíkurflugvelli um dag- inn, að hann hefði kallað upp flugturninn eftir óhappið og sagt honum að benzín flæddi út úr vélinni. Hefði þó liðið stundarfjórðungur þar til slökkvilið vallarins kom á vett- vang. Flugmaðurinn, Magnús Sverr- isson hefur nú snúið sér aftur til blaðsins og beðið um að þetta sé leiðrétt. Segir hann að Arnór Hjálmarsson yfirflugumferðar- stjóri hafi skýrt sér frá því að aðeins hafi liðið tvær mínútur frá því að óhappið skeði, og þar til slökkviliðið var komið á vett- vangi. Er honum tjáð að þetta komi fram á segulbandsupptöku í flugturninum. Flugmaðurinn vill því, þó hann hafi ekki sjálfur heyrt segul- bandstökuna leiðrétta þennan misskilning og telur að mis- skilningur hafi komið fram vegna þess hve mikið honum varð um óhappið og allt flóandi í benzíni. ► Frá fyrra laugardegi höfðu sex konur í kvennadeild geðveikra- hælisins í Bridgend, Cardiff lát- ist úr bólunni. Krossgátuverðlaunin það er nú hálfur mánuður síðan síðasta verðlaunakross- gáta Vísis kom í blaðinu. Stafar þetta af páskahelginni, þá eru blöðin ekki gefin út vegna fría í prentsmiðjunum og ekki var hægt að koma krossgátunni fyr- it í síðasta blaði vegna auglýs- ingaflóðsins. Var það ráð því tekið að fresta verðlaunaveitingu þar til nú eða í eina viku. Blaðinu bár- ust 304 ráðningar og voru þær flestar réttar. Þegar dregið var um verðlaunin kom upp nafn Jóhönnu Gunnarsdóttur, Grett- isgötu 2A og er hún beðin um að vitja verðlaunanna, 500 kr á ritstjórnarskrifstofu Vísis á mánudaginn. | Ráðning síðustu gátu birtist í blaðinu og ennfremur ný kross- gáta, sem hinn áhugasami hópur krossgátuunnenda getur nú far- ið að glíma við eftir hálfsmán- aðar bið. Ráðningar merktar „verðlaunakrossgáta sendist annaðhvort í afgreiðsluna í Ing- ólfsstræti eða ritstjórnina á Laugavegi 178. Hungursneyð Framh. af 8. síðu. framkomu valdhafanna í Peking slðan þeir komust til valda. ★ Eitt versta einkenni hungurs- neyðarinnar £ Kína er það, hve manngildi þar I landi hefur hrapað. Þegar kommúnistar komust til valda hrósuðu þeir sér mjög af þvl í byrjun, að þeir hefðu uppreett betl og vændi I borgunum. Nú er á- standið í þessum efnum orðið verra en það hefur nokkru sinni verið. í öllum kfnverskum borg- um eru strætin morandi af betl- urum og vændiskonum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.