Vísir - 28.04.1962, Blaðsíða 7
Laugardagurinn 28. apríl 1962
ra
Vikan 29. april til 5. maí.
Hrúturinn, frá 21. marz til 20.
apríl: Nýtt Tungl í öðru húsi
bendir til mikilvægra ákvarð-
ana varðandi fjármálin og fast-
eignir. í öllu falli muntu finna
þörf til að auka tekjur þínar og
bæta ástand eigna þinna. Þú
ættir því að framfylgja fjár-
málahliðinni eins vel og þér er
framast unnt, því nú hefurðu
vindinn með þér.
Nautið, 21. apríl til 21. maí:
1 vikunni feilur nýtt Tungl í
fæðingarmerki þitt þannig að
þú munt finna að flestir munu
taka fullt tillit til umsagnar
þinnar um hlutina og þú verður
raunverulega í sviðsljósinu.
Þrátt fyrir að vikan ætti að geta
verið hin ánægjulegasta er hætt
við að þú lendir í einhverjum
deilum við maka þinn eða fé-
laga.
Tvíburarnir, 22. maí til 21.
júnf: Þú ættir að nota vikuna
til að taka lífinu með ró og
leitast við að hvíla þig á kvöld-
in. Samt sem áður mun þér
bjóðast prýðis tækifæri til að
ljúka ýmsu því sem þú hefur
þegar byrjað á, en hætt er við
að þú lentir í deilum á vinnu-
stað í sambandi við ýms fram-
kvæmdaatriði þessu varðandi.
Krabbinn, 22. júní til 23. júlí:
Vikan ætti að geta boðið þér
upp á prýðis tækifæri til að
kynnast nýjum vinum og kunn-
ingjum, og vikan ætti að geta
liðið í gleði og hamingju. Hins
vegar hættir þér til að vera of
örlátur við ástvinina og ég vildi
ráðleggja þér að athuga þig vel
áður en þú afhendir þeim skot-
silfrið.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst:
Nýtt Tungl nú gefur til kynna
að í aðsigi sé mánaðartímabil
þar sem örlagarík spenna getur
ríkt varðandi atvinnu þína, og
þetta timabil getur reynzt þér
nokkuð örlagaríkt. Þér er því
sérstaklega ráðlegt að slá ekki
slöku við á vinnustað og þú
ættir að leita eftir viðurenn-
ingu yfirmanna þinna.
Meyjan, 24. ágúst til 23. sept-
ember: Afstöðurnar sýna að á
næstunni bjóðast þér tækifæri
til að víkka sjóndeildarhring
þinn á sviði þekkingar og færni.
Ekki er ólíklegt að þú eigir ein-
hverntíma í vikunni í einhverj-
um heimspekilegum og trúarleg-
um viðræðum við náungann og
er það vel, að þú hressir upp
á æðri þekkingu þína.
Vogin, 24. sept. til 23. okt.:
Þú ættir að endurskoða afstöðu
þína í málefnum varðandi sam-1
eiginlegan fjárhag, félaga þinna j
eða maka. Það er ýmislegt,'
sem þú þyrftir að lagfæra og 1
vera liprari og rýmilegri í samn
ingum. Þér væri einnig ráðlegt
að vera varkár varðandi heils-
una í vikunni.
Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.:
Næstu vikurnar verðurðu að
gera upp við þig ýmislegt milli
þín og félaga eða maka. Eklci
er ólíklegt að þú verðir að
vinna einhverskonar sjálfboða-
vinnu með félögum þínum. Þú
ættir að leitast við að endur-
skipuleggja hlutina á vinnustað,
því þar má nú ýmislegt betur
fara.
Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. 1
desember: Nýtt Tung! í sjötta
húsi sólkorts þíns bendir til
mikilvægra atburða og breyt-
inga hjá þér á vinnustað næstu
fjórar vikurnar. Málefni varð-
andi það skildulið þitt, sem þú
hefur á framfæri þínu eru nú
undir sérstakri áherzlu og hætt
er við að þú verðir að gera
ýmsar tilfæringar í því sam-
bandi.
Steingeitin, 22. des. til 20.
jan.: Afstöðurnar nú benda til
þess að sú vika sem nú fer í
hönd og raunar þar næstu þrjár
vikur að nokkru leyti, verði sér-
staklega skemmtilegt tímabil og
að þér bjóðist gnægð tækifæra
til að stunda skemmtanir og
annað það, sem hjarta þitt þráir.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19.
febr.: Á næstunni er ýmislegt,
sem þú þarft að taka til athug-
unar varðandi heimili þitt og
hús. Þú ættir nú að leitast við
að leggja hornstein að meiri
hagsæld og betra fyrirkomulagi
og þægindum í heimahúsum
heldur en hefur verið nú um
nokkurt skeið.
Fiskarnir, 20. febr. til 20.
marz: Ekki er ólíklegt að þú
munhy verða tilneyddur að
skipta um skoðanir á ýmsu, sem
þú áleizt harðsoðinn sannleiks-
kjarna. Þetta ber þó alls ekki að
óttast, því allt horfir það til
betri vegar. Komandi vikur
munu að öllum líkum, snúast að
nokkru leyti um nágrannana og'
nákomna ættingja.
■~l S'
jr & _ __________
Ij—|" |—J U—| |—J
■==—==»
r/. y////m.Z'7///////^m y"//////"mz"//Æ
J3k
Sigur Dundee?
Full Mirren?
Dagurinn í dag er örlagarikur
dagVir fyrir Dundee og St. Mirren,
liðin sem heimsóttu okkur í fyrra-
sumar.
Dundee keppir nú við liðið St.
Johnstone 6. neðst f deildinni og
er talið líklegt að vinir okkar vinni
hér sigur, enda þótt á heimavelli
St. Johnstone sé. Vinni þeir hafa
þeir þar með unnið deildakeppnina
f ár og keppa fyrir Skotland að ári
í hinni eftirsóttu og arðvænlegu
Bikarkeppni Evrópu. Rangers
keppa á heimavelli við hið ágæta
lið Kilmarnock, nú f 5. sæti í deild-
inni. Vinni Rangers og Dundee
tapar, hefur Rangers vinninginn
vegna góðrar markatölu.
Af St. Mirren og botninum er
það að segja að þeir keppa heima
við Dunfermline, eitt bezta skozka
liðið (4. sæti) og munu eflaust eiga
í vök að verjast. Tapi St. Mirren,
munu þeir leika að ári í 2. deild
og þar að auki, ef Rangers vinnur
ekki deildina, munu þeir ekki fá
að leika f Evrópubikarkeppni bik-
armeistara, sem þó hefði verið
nokkur huggun fyrir Iiðið.
Aðrir leikir í dag sem hafa áhrif
á botnsætin:
Airdrie — Partic Thistle.
Falkirk — Third Lanark.
Airdrie er f 3. neðsta sæti með
23 stig, sömu stigatölu og St.
Mirren. Falkirk er með 24 stig.
Yngstu hondknutf-
Seiksmennirnir á
þriðjuduginn
Vormót yngstu handknattleiks-
mannanna, 4. flokks, hefur verið
ákveðið þ. 3. maí. n. k. og fer það
fram að Hálogalandi kl. 8.15.
Þátttökutilkynningar eiga að ber-
ast fyrir þriðjudag til Hjörleifs
Þórðarsonar, formanns handknatt-
leiksdeildar Víkings, Bergstaða-
stræti 71.
Ingólfur er
uuðvitoð með
Það var missögn í blaðinu 1 gær
að Pétur Bjamason úr Víking væri
með í „pressunni“ á morgun.
Hann verður ekki á landinu, mun
verða farinn til útlanda þar sem
hann sækir þjálfaranámskeið.
I liðinu er að sjálfsögðu hinn
vinsæli handknattleiksmaður Fram,
Ingólfur Óskarsson, sem var einn
markhæsti maðurinn f 1. deild.
Margir töldu að hér ætti að tefla
Ingólfi fram sem „Ieynivopni“ í
leiknum, en það er ekki allskostar
rétt, því það var einskær misskiln-
ir.gur, sem olli því að nafn hans
féll niður, við héidum að hann væri
í landsliðinu.
Leikurimi fer fram að Háloga-
landi kl. 8.15 annað kvöld.
Um helgina fara fram tvö
skíðamót í nágrenni Reykjavík-
ur. Bæði fara mótin fram í
Hamragili við hinn glæsilega
skíðaskála ÍR.
Hið fyrra fer fram í dag og
verður keppt í svigi, öllum flokk
um.
Síðasta mótið er á morgun kl.
2 e. h. Er það Steinþórsmótið
svonefnda, sem haldið er til
minningar um Steinþór heitinn
Sigurðsson, Menntaskólakenn-
ara, sem var einn af brautryðj-
endum íþróttarinnar hér á landi.
Bílferðir upp eftir eru frá BSR
í Lækjargötu.
a morgun
Keppendur:
Ásgeir Eyjólfsson Á, Bjarni
Einarsson Á, Sigurður R. Guð-
jónsson Á, Stefán Kristjánsson
Á, Þórður Jónsson Á, þorgeir
Ólafsson Á, Ásgeir Christiansen
Vík., Ág. Friðriksson Vík., Björn
Olafsson Vík., Magnús Jónsson
Vík., Óli J. Ólason Vík., Ásgeir
Úlfarsson KR, Bogi Nilsson KR,
Davíð Guðmundsson KR, Hilm-
ar Steingrímsson KR, Hinrik
Hermannss. KR, Marteinn Guð-
jónsson KR, Guðni Sigfússon
ÍR, Haraldur Pálsson ÍR, Sig-
urður Einarsson ÍR, Steinþór
Jakobsson ÍR, Valdimar Örnólfs
son ÍR, Þorbergur Eysteinsson
ÍR
Myrkraverk að
Hálogalandi
í gærkvöldi áttu fram að fara
leikir iR og KFR gegn banda-
rískum úrvalsliðum af Keflavík-
urflugvelli og var margt manna
komið til að horfa á skemmti-
legar viðureignir.
Er keppnin var nýhafin fóru
öll ljós af Hálogalandshverfinu
og íþróttahúsinu þar með. Varð
að aflýsa keppninni að sinni þar
eð rafveitumenn tjáðu mönnum
að rafmagnsbilunin mundi vara
a.m.k. í 2-3 tíma.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvenær keppnin fer fram að
nýju.
Er Dundee lék við St. Mirren
á miðvikudaginn var Stan Cullis
frá enska knattspymuliðinu
Úlfunum meðal áhorfenda og cr
haft fyrir satt að hann hafi kom
ið gagngert til að „stúdera“ þá
Ian Ure og George Hamilton, en
báðir.þessir leikmenn eru kunn-
ir hér á landi eftir heimsókn
Dundee í fyrravor.
Framköllun
Kopieiing
Ljósmynda-
Esja verðurhótel á stanga-
veiSimótinu í vor
LÆKJARTORGI
Bíla og
Búvélasalan
Sáml 23136
Þriða alþjóðastangveiðimótið
hér á landi fer fram á þessu vori
dagana 30. maí til 3. júní við
Vestmannaeyjar að venju, og
verður strandferðaskipið Esja
Ieigt til fararinnar úr Reykjavík
og gist í skipinu meðan á mótinu
stendur. Hafa 40 útlendingar
þegar tilkynnt þátttöku en
verða væntanlega um 55, og
verður langmest þátttaka frá út-
Iöndum til þessa.
Á mótinu í fyrra gat ekki
orðið af þátttöku útlendinga
vegna verkfalls, en þá komu
hingað kvikmyndatökumenn og
blaðamenn, sem hafa kynnt mót
ið og aðstæður hér vel út um
heim, auk þess sem þátttakend-1
ur hér á fyrsta mótinu hafa
orðið mjög hrifnir og ánægðari
en á mótum víðast annarsstaðar,
bæði sökum þess, að hér veiðast
fleiri fiáktegundir (18) þyngri
fiskar og meira magn en annárs
staðar. í fyrra kom kvikmynda-
tökumaður frá Pathé-News og
tók kvikmynd, sem sýnd hafði
verið víða erlendis og verður
sýnd hér í Tóna-bíó i byrjun
maí. Og blaðakona, sem kom í
fyrra frá Sport Illustrated, einu
víðlesnasta sportblaði Bretlands,
skrifaði mjög lofsamlega í blað
sitt um mótið.
Sem fyr segir, verður Esja nú
hótel þátttakenda meðan á mót-
inu stendur. Lagt verður af stað
frá Reykjavík á miðnætti 29.
maí og komið til baka á hádegi
á Sjómannadaginn 3. júní. 1 skip
inu verður viðurgemingur allur
sem bezt verður á kosið og bar-
inn opinn sem í millilandasigl-
ingum væri, annað þýðir ekki að
bjóða útlendingum en að þeir
geti fengið sér drykk að dags-
verki loknu, en víst er um það,
að þeir koma ekki hingað til
að drekka sig fulla, og vonast
er til, að íslenzkir þátttakendur
misnoti sér heldur ekki þessi
þægindi. Alls komast 144 með
á skipinu, og mun um 40 rúm
vera laus fyrir íslendinga. Út-
lendu þátttakendurnir eru yfir-
leitt rosknir menn, flestir úr
stéttum lækna, lögfræðinga og
kaupsýslumanna, samvalið og
gott fó!k.
Framhald á jls 5.