Vísir - 28.04.1962, Blaðsíða 15
Laugardagurinn 28. apríl 1962
V ’ 51R
7Í5
ŒC/Í. SAINT-LAURENT
KAROLIN
(CAROLINE CHÉRIE)
21
afskipta- og sinnuleysis húsbónd
ans, varð hann fyrir svörum.
— Þú gætir valið hentugra
augnablik til þess að láta í ljós
óánægju þína, eins og ástatt
er fyrir fjölskyldu þinni. í stað
þess að láta þér háð um munn
fara ættirðu að reyna að létta
undir með foreldrum þínum með
að vera í góðu skapi.
— Eins og ástatt er fyrir
fjölskyldu minnni, endurtók
Karólína svo reið, að hana
undraði sjálfa, en hverjum er
um að kenna nema yður? Er
það ég eða þér, sem lofuðuð að
útvega föður mínum stöðu við
hirðina? Við bíðum enn eftir að
það loforð verði efnt.
Greifinn skipti litum og svar-
aði þurrlega:
— Eigi ég nokkurn tíma að
geta fengið að vera f friði og
ró, verð ég að draga mig í hlé'
og ganga í klaustur. Hvergi j
nema í klaustrum eru menn
lausir við eril og áhyggjur þessa
heims. þ>að er sjálfsagt vegna
dvalar þinnar þar, að þú veizt
ekki um áhyggjur manna og erf
iðleika á þessum seinustu og
verstu tímum. En ég hefði get-
að útvegað föður þínum stöðu,
ef konungurinn væri ekki raun-
verulega fangi, eins og sakir
standa.
En Karólína hafði engan á-
huga fyrir stjórnmálum. Ann-
ars gerðu þær de Tourville
kennslukona og Louise allt sem
þær gátu til að erta hana, en
Karólína var afbrýðisöm vegna
fallegu kjólanna hennar Louise
og vegna þess, að Henri naut
meira frelsis en hún.
Annars hafði hann oft frá
ýmsu skemmtilegu að segja,
einkum er hann hafði verið á
baðströndinni í Saint-Louis-ey,
en frásagnir hans fóru í taug-
arnar á Karólínu. Dag nokkurn
hafði de Beujolais sem var bar-
ónsson, læðzt aftan að honum
og hrundið honum í sjóinn, og
Henri skömmu síðar fengið
tækifæri til þess að gera hon-
um sama grikk. En barónsson-
urinn var klæddur baðkápu,
sem flæktist um höfuð honum,
og var hann nærri meðvitund-
arlaus, er Henri og baðmeistar-
inn björguðu honum. Henri i
sagði frá þessu sem spaugilegu
atviki, en Karólína lét sér fátt
um finnast.
Brátt fannst henni, að sér
væri þarna ofaukið — hún væri
höfð út undan í öllu, móður
hennar þætti ekkert vænt um
sig, aðeins Louise og Henri.
Henni fannst de Tourville allt
af vera að brugga eitthvert sam-
særi gegn sér og Henri var
henni ekki eins góður og eftir-
látur og fyrr. Hvaða tilgang
hafði þetta líf, fyrst allir brugð-
ust henni, fyrst Gaston, svo In-
ez og loks fjölskylda hennar?
Beizkja hennar fór dagversn-
andi og dag nokkurn ákvað hún
að fara ekki á fætur. Það var
hinn 15. ágúst. Öll fjölskyldan
ætlaði að hlýða messu í Tuilie-
res, þar sem biðja átti fyrir
konunginum. Þegar hún var
krafin svars við þeirri spurningu
hvers vegna hún vildi ekki
fara á fætu.r, þá svaraði hún,
að hún færi ekki úr rúminu
nema hún fengi einn af kjólum
Louise. Markgreifafrúin skipaði
dóttur sinni að fara á fætur.
Hún neitaði. Eftir nokkrar ár-
angurslausar tilraunir rauk hún
út og læsti dyrunum á eftir sér.
Nokkrum mínútum síðar
heyrði Karólína, að fjölskyldan
ók í brott, og litlu síðar að bar-
ið var varlega að dyrum. Það
var Jeanne, gamla vinnukonan.
Hún leit stöðugt á Karólínu
sem barn. Nú stóð hún þarna
við dyrnar og rausaði um, að
hún bakaði foreldrunum sorg
með framkomu sinni og seinna
mundi enginn vilja giftast
henni, vegna framkomu hennar.
Karólínu var efst í huga að
svara illu og segja, að það væri
tilgangslaust að tala við sig
eins og smákrakka, — það yrði
að leita dýpra eftir ástæðunum
fyrir framkomu hennar. Og
þegar Jeanne var farin barði
hún án afláts á hurðina, þar til
Jeanne kom aftur. Karólína bað
hana i'áð'ópna dyrnar, en hún
kvaðst ekki geta það, vegna
þess að kennslukonan hefði far-
ið með lykilinn.
Við þetta varð Karólína æf
af reiði. Hún þreif litla freigátu,
sem Henri hafði gefið henni, og
henti henni í gólfið svo hún
brotnaði. Svo brast hún í grát
og hugsaði um Henri, sem setið
hafði kvöld eftir kvöld við að
telgja til freigátuna ...
Hún leit í kringum sig,
smeygði sér í kjól sinn, greip
sjal sitt og litlu pyngjuna sína,
og horfði út um gluggann, sem
vissi að bakgarði, sem var gró-
inn illgresi. Hún klifraði upp f
gluggakistuna og stökk niður og
meiddi sig ekkert, en kjóll
hennar rifnaði. Ekki skeytti hún
um það, lyfti upp pilsunum og
hljóp út á götuna um smáhlið,
sem var ætluð sendlum.
Hálfri klukkustundu síðar
1 steig hún út úr vagni fyrir fram-
an hús Berthiers-fjölskyldunnar.
j Aðeins þar var skjóls að vænta.
| Hár hennar var úfið og hún var
! rjóð í kinnum af hugaræsingu
; og titraði frá hvirfli til ilja, er
j hún gekk inn í garðinn. Hún sá
• garðyrkjumanninn þar að störf-
um, en hún forðaðist hann og
fór inn. En enginn virtist vera
| heima. Henni flaug þá í hug, að
fjölskyldan væri ekki komin úr
kirkju, og settist niður í borð-
salnum, en hún var vart sezt
fyrr en skugga bar á í dyra-
; gættinni.
— Ert það þú, Karólína? Ég
var úti í garðinum og sá unga
‘ stúlku hlaupa í áttina til húss-
ins. Ég hélt að jpað væri systir
mín og að eitthvað hefði komið
fyrir.
— Komdu sæll, Öeorges, —
ég kem öllum á óvænt... ég j
veit varla hvernig ég get gert!
grein fyrir því... |
Hún hallaði sér fram á borðið
hágrátandi.
Svo hvíslaði hún:
— Kannske er ekkert að út-
skýra. Ég er bara svo óham-
ingjusöm. Allt er svo hræðilegt!
i
Georges horfði undrandi á
hana. Andartak stóð hann alveg
hreyfingarlaus og það var eins
Nágranni yðar var í baði, þér
vilduð ekki taka á móti þessum
pakka fyrir hann.
'••V.V.VAV.V.W.V.V.V.ViV.V.V.V.’.V/.V.V.V.ViV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VVV.VAV.V.
T
A
R
z
A
N
THESJ PIV0TE7 IN
Tl/AE TO WA.K7 OFF
THE OTHER'S
SNAFHNS JAWS'.
Hlébarðarnir króuðu Tarzan inni | með dýrslegri kænsku. Tarzan sá I Hann kastaði hnífnum af öllu i Hljóp síðan fkút og varðist árás
aðeins eipn möguleika. afli í bringu annars hlébarðans. • hins.
Barnasagan
— • —
KALLI
09 hofsían
Þegar hafsían og KRÁK skullu
á sjóinn, hristust og skulfu þeir,
sem voru um borð. Tommi, Mangi
og Sifter prófessor ákváðu að rann
saka skemmdirnar, sem orðið
höfðu við fallið. „Það er tæknilega
ómögulegt að meðhöndla ‘skip á j
þennan hátt“, hrópaði Mangi reið-
ur. „Getið þér ekki skilið að þetta
skip er ekki útbúið til þess að
hrapa ofan úr himninum?" „Jú, jú,
jú, jú“, greip prófessorinn fram í
fyrir honum. „Það ;r engin ástæða
til að gera sér áhyggjur út af skip-
inu, því að uppfinning mín < r
miklu mikilvægari. Mikið er undir
þvi komið að tilraunir minar heppn
ist.“ Hann beygði sig yfir tæki sín,
i varð hálf-ergilegur. „Eitthvað
hefur farið vitlaust“, tautaði hann,
eða hef ég reiknað skakkt? Nei,
hér er ein ieiðsla laus....“ „Hvernig
getið þið staðið þarna og rifist um
aliskyns tæknileg atriði, þegar við
vitum ekkert hvað orðið hefur um
Kaila og Stebba frænda,“ skrækti
Tommi litii óþolinmóður. „Kannske
liggja þeir nú undir skipinu og
eru að kafna.“ En 5 rauninni lágu
Kalli og Stebbi ekki undir KRÁK,
heldur ofan á hafsíunni, sem nú
skaut upp með þeim.
og hann áræddi ekki að hreyfa
sig úr sporum eða ganga til
hennar, en það gerði hann þó
von bráðar eftir að hafa tekið
konfektöskju, sem stóð þar á
borði, og bauð henni úr öskj-
unni.
Hún fékk sér konfektmola og
borðaði hann eins og viðutan.
Georges settist hjá henni og
brosti dálítið.
— Ég hef alltaf heyrt, að
silkiklútar og sætindi séu allra
meina bót, þegar ungar stúlkur
eru leiðar.
Hún horfði á hann reiðilega.
— Ég veit, að þú fyrirlítur
mig. Vertu ekki að reyna að
hugga mig.
Hann horfði á hana undrandi
og feimnislega.
— En ég var nú einmitt að
reyna það — sætindin eru frá
Ítalíu — við erum nýbúin að
fá þau.
— I'talíu, ó, veiztu hvað mig
langar þangað?
— Af hverju til Ítalíu?
—Til Ítalíu — eða einhvers
annars lands, bara burt, eitt-
hvað langt, langt í burtu.
— Ég er búin að fá mig full-
sadda...
— Á hverju?
— Á lífinu. Maður er nú ekki
ungur nema einu sinni, Georges.
Hvers vegna er ég — ég ein —
svona óhamingjusöm?
— Ertu nú viss um, að þú
sért óhamingjusöm? Eða að aðr-
ir séu hamingjusamir? Margir
mundu vera hamingjusamir í
þínum sporum.
Hún beit á vör sér og þagði.
Hann hélt áfram:
— Mér dettur ekki í hug að
tala við þig eins og barn, mig
langar aðeins til þess að fá þig
til þess að bæla niður allt á-
byrgðarleysi, — fá þig til þess
að skilja hve margir eru óham-
ingjusamir í Frakklandi, og ekki
að ástæðulausu, en svo er þvi
ekki varið um þig. Margir eru
kúgaðir og að bugast. Láttu þér
ekki detta í hug, að konum beri
ekki að hugsa um þessi mál.
Hér þarf einmitt til, að gáfaðar
og menntaðar konur beiti áhrif-
um sínum við karlþjóðina, að
hún heyi baráttu fyrir betra
heimi...
— þetta er eins og upphaf
í heilli siðferðisprédikun, — ég
vissi ekki að þú gætir verið
svona mælskur.
Georges varð hörkulegur á
svip. Hann stóð upp.
— Tilgangui" micr. var aðeins
að hrekja á flötta rj'aprar hugs-
anir þínar, létta af þér byrði