Vísir - 10.05.1962, Síða 4

Vísir - 10.05.1962, Síða 4
VISIR Fimmtudagur 10. maí 1962 HEIMSOKN AÐ HABÆ Hábær að Skólavörðustíg 45. Hábær við Skólavörðustig hefur ekki á sér snið veitinga- húss, enda þótt þar séu veiting- ar framreiddar fyrir gesti, held- ur eiga höfuðeinkenni hans að vera þau sömu og fiestra heim- ila, að þar kunni komumaður vel við sig og njóti sín eins og í heimahúsi. Þannig fórust Kristjáni Sig- urðssyni veitingamanni orð við blaðamann Vísis í fyrradag. — Ert þú Reykvíkingur, Kristján? — Nei, ég er Djúpmaður eins og fleira gott fólk. Ég er fædd- ur að Bæjum á Snæfjallaströnd. Þaðan voru líka draugarnir, sem Þórbergur skrifar um. Það eru mögnuðustu seinni tíma draug- ar sem sögur fara af. — Er langt síðan að þú lærð- ir matreiðslu? — Fyrstu kynni mín af mat- reiðslu þ. e. a. s. fyrir utan mat- inn sem aðrir matreiddu í mig, var á ísafirði 1941. Ég var þá hálfgerður krakki að aldri. Námskeiðið stóð aðeins stuttan læra, aðeins að kunna og geta. Það kom með æfingunni eins og allt annað. Svo fór ég utan til að læra og þjálfa mig betur, og þegar ég kom heim aftur var þetta orðið að fagi. — Hvert sigldirðu til að læra og hvenær? — Ég fór strax í stríðslok. Við fórum tveir saman árið 1945 og vorum þeir fyrstu sem sigldu eftir stríðið til að læra matreiðslu og kynna okkur veit- ingahússrekstur. Við fórum til Svíþjóðar, þar var ég í 6 mán- uði og vann á Grand Hotel í Stokkhólmi, en að því búnu fór ég til Sviss, en félagi minn varð eftir i Svíþjóð — Hvert fórstu í Sviss? — Til Lausanne. Það er fræg ferðamannaborg við Genfar- vatnið. Sviss er eitt af mestu ferðamannalöndum heims og hótelmenning að sama skapi. Ég var þar í skóla sem hótel- eigendur reka, en á milli er maður látinn vinna á hótelum borgarinnar. tíma, en það gaf mér kjark ti) þess að ráða mig sem matsvein á togara strax sama árið. Þetta var upphafið að matreiðsluferli mínum. — Varst þú einn í hópi þeirra sem sigldu til Englands í stríð- inu? — Jú, stundum kom það fyrir á meðan ég var skipskokkur, en ég var ekki lengi á sjónum og tók að vinna á veitingahúsum í Reykjavík, oftast undir hand- arjaðri Sigurðar Gröndals þjóns. — Lærðirðu matreiðslufagið undir handleiðslu hans? — í þá daga var þetta ekki fag. Maður þurfti ekkert að — Líkaði þér vel hjá Sviss- urum? — Það var raunar erfitt. Svisslendingar eru mjög kröfu- harðir yfirboðarar, harðir f horn að taka og krefjast mikillar vinnu af manni. Að þvo upp og hreinsa gólf eru fyrstu verkin sem maður verður að gera, en síðan vinna vandasama.i störf. Allt þetta verður maður að ganga í gegnum og ekki tjáir að mögla. Enda þótt Svisslendingar séu harðjaxlar við fyrstu kynni, eru þeir raungóðir og vinir vina sinna. Mér líkaði mæta vel við þá eftir að ég tók að kynnast þeim. Á undanförnum árum hef ég oft komið til Sviss og mér finnst hótelmenning þeirra, sem annars hefur alltaf verið talin frábær, ekki standa núna á jafn háu stigi og fyrst eftir striðsár- in. Orsakirnar liggja, að ég held, fyrst og fremst £ því að Svisslendingar hafa orðið að fá mjög mikið af erlendu vinnu- afli, m. a. ítali svo skiptir hundruðum þúsunda. Margir þeirra hafa farið inn í fram- leiðslustörf veitingahúsanna, matreiðslu og þjónustustörf, en standa í þeim efnum mikið að baki Svisslendingum sjálfum. Mér finnst allt einhvern veginn vera orðið lausara í reipum en áður. — En eftir að þú komst heim aftur, hvað tók þá við? • — Fyrst og fremst það að fá réttindi í faginu. Það var auð- sótt mál eftir þá reynslu og skólun sem ég hafði hlotið bæði heima og erlendis. Þegar réttindin voru fengin langaði mig að spreyta mig á einhverju sjálfstæðu verkefni. En það var ekki svo auðvelt í þá daga. Möguleikarnir fáir fyr- ir hendi. Það eina sem til greina kom af sjálfstæðum verkefnum, var að taka að mér Ritz-hótelið á Reykjavikurflugvelli. Það var til húsa í bragga, enda frá upp- hafi vonlaust fyrirtæki. EftTr eitt ár var saga þess öll. — Fórstu þá til Akureyrar? — Já, ég var -ráðinn hótel- stjóri við Hótel KEA og vann þar frá 1949 til 1953. Mér líkaði vel við samstarfsmenn mína þar og eins yfirboðara. En að þess- um tíma liðnum langaði mig að breyta eitthvað til og hvíla mig frá faginu, sem ég var þá búinn að vinna á einhvern hátt að á annan tug ára, ýmist sem nem- andi, starfsmaður eða yfirboð- ari. Næstu 9 árin vann ég að ýms- um störfum hér í Reykjavík, en er nú seztur að á Hábæ og kom- inn í mitt gamla starf á nýjan leik. — Já, hvað segirðu mér um Kristján Sigurðsson. Hábæ? Hvað vakir fyrir þér með honum? — Ég hafði þegar í upphafi alveg sérstakt í huga með Há- bæ. Ég hafði fyrst og fremst hugsað mér að hann líktist meira heimahúsi heldur en veit- ingastað. Hafði hugsað mér að þar gæti fólk komið saman og verið saman £ ró og næði, án þess að vera truflað af hátölur- um, gjallarhornum eða hljóð- færaslætti. Hábær er ekki hugs- aður sem dansstaður, það er meir en nóg af þeim i Reykja- vík. Hinsvegar hefur mér alltaf fundizt að hér skorti stað, þangað sem fólk gæti flúið til með smáveizlur og samkvæmi. í stað þess að fólk þyrfti að bjóða gestum heim til sín og snúið öllu við og sett á annan endann, gæti það boðið gestutn sínum í Hábæ, þar sem húsráð- endur þyrftu engar áhyggjur að hafa af matargerð eða undir- búningi, og samt sem áður væru þeir eins og heima hjá sér, al- gerlega út af fyrir sig og í full- kominni ró. — Heldurðu að þetta hafi tekizt? — Ég vona það. Þetta hefirr allt saman kostað mig mikla fyrirhöfn, tíma og peninga, m. a. vegna þess að gjörbreyta þurfti allri innréttingu hússins. Húsið er að vísu í það minnsta fyrir slíka starfsemi og þó ekki. Einmitt vegna þess að það er ekki stórt verður það heimilis- legra og notalegra. Stór salar- kynni eru alltaf hættuleg i þess um efnum. Mér hefur líka fund- izt að flestir viðskiptavina minna séu hæstánægðir. — Hvað geturðu tekið á móti mörgum gestum? — Það eru möguleikar á því að taka á móti tveim hópum samtímis: Á efri hæðinni er unnt að veita viðtöku 16 mahna hóp, en 38 á neðri hæðinni. — Vínveitingar? — Ekki ennþá, en þær koma. Hábær er talinn meðal fyrsta flokks veitingahúsa í bænum og þar með þeirra ,sem rétt eiga til vínsölu. Matsnefnd veitinga- Framh á 10 síðu Hallbjörn Þórarinsson vegum Hábæjar. matreiðslumaður við matborð, sem hann hefur gengið frá í heimahúsi

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.