Vísir - 10.05.1962, Síða 16
VISIR
Ný ódæðis-
verk í Oran
Ekkert virðist ætla að geta '
stöðvað hin æðisgengnu hryðju I
verk OAS-manna í Oran.
Þau hófust að nýju í morgun .
snemma og fyrir kl. 10,30 eftir
fslenzkum tíma höfðu þeir drep
ið 11 Múhammeðstrúarmenn,
þar af 7 konur. Ennfremur særð
ust 3 Múhammeðstrúarmcnn.
Flest hryðjuverkin voru unn- 1
in í miðhluta borgarinnar. Hann i
hefur nú verið umkringdur ör- (
yggisliði.
Fréttir
í stuttu máli
► Ben Khedda forsætisráðherra al-
sírsku útlagastjórnarinnar flutti út-
varpsræðu í gær og bað landa sína
enn að gæta stillingar — kvað þá
þegar hafa unnið sér aðdáun og
virðingu með öllum þjóðum fyrir
sjálfsaga sinn, þolinmæði og still-
ingu.
► Alls voru vegnir í Alsír f gær 47
menn, þar af 28 í Algeirsborg. Allir
nema 4 voru Múhameðstrúarmenn.
Líkan af hinni nýju slökkvistöð séð frá Reykjanesbraut. Stöðin er teiknuð af Einari Sveinssyni og Sigurjóni Sveinssyni.
Jón Sigurðsson,
slökkviliðsstjóri.
Kennedy ræðir
Berlín og Laos
Kcnnedy forseti sagði á fundi
með fréttamönnum í gær, að Banda
ríkjastjórn væri staðráðin í að Ieita
samkomulags um Berlín með við-
ræðum við sovétstjómina, þrátt fyr
ir bölsýni Adenauers kanslara
Vestur-Þýzkalands og óvissu um
árangurinn.
Kennedy kvað Adenauer ekki
hafa hafnað hugmyndinni um al-
þjóðaeftirlit með samgöngum við
Berlín, heldur aðeins einstökum til-
lögum varðandi slfkt eftirlit.
Forsetinn ræddi einnig ástand og
horfur í Laos og kvað hann það
von sína, að vopnahléð kæmist á
aftur, en það væri greinilegt, að
það hefði verið rofið með töku
bæjarins Tam Tha fyrir nokkrum
dögum. Það voru kommúnistar,
sem hertóku þennan bæ, en hann
er norðarlega f landinu og hernaðar
lega mikilvægur.
verður reist i
« e
Á þriðjudaginn samþykkti
borgarráð uppdrætti að nýrri
slökkvistöð í Reykjavík og
og verður nú hafizt handa um
að ljúka vinnuteikningum af
henni og sfðan að hefja bygg-
ingu hennar eins fljótt og auð
ið er.
Nýja slökkvistöðin verður
við Reykjanesstöðina norðan
í Öskjuhliðinni á svæðinu
milli skrifstofa Loftleiða og
Shell-benzínstöðvarinnar. —
Birtist hér líkan af hinni fyr-
irhuguðu stöð, sem var iagt
fram með teikningum á borg-
arráðsfundum.
Vísir hafði tal af slökkviliðsstjóra,
Jóni Sigurðssyni f gær vegna þess-
arar mikilvægu ákvörðunar og lét
hann í ljósi mikla ánægju vegna
þessa. Sérstaklega var hann ánægð
ur með staðarvalið, sem hann sagði
miklu heppilegra en hinn staðinn,
sem komið hefur til greina, á lóð
gömlu slökkvistöðvarinnar. „Hér
er miklu rýmra um okkur og um-
ferð í hin ýmsu bæjarhverfi greið-
ari. Það sem veldur okkur mest-
um erfiðleikum núna er hin mikla
umferð á Hverfisgötunni, sem tef-
ur allar ferðir okkar í austurhluta
bæjarins. En frá þessum nýja stað
er greiðfært í allar áttir eftir
Reykjanesvegi, Hringbraut, Löngu-
hlíð og Bústaðavegi."
í hinni nýju slökkvistöð er gert
Bæjarstjórnarkosningar
/ Englandi og Wales
Mikilvæg vísbending um sfjórnmálahorfur í Breflandi
í dag fara fram bæjar- og sveitar
stjórnarkosningar í Englandi og
Wales. Mesta athygli vekur, að
Frjálslyndi flokkurinn reynir nú af
alefli, að treysta aðstöðu sína, og
teflir fram fleiri frambjóðendum en
nokkurn tfma fyrr, en ef flokknum
yrði verulega ágengt S þessum
kosningum mundi það bæta að mun
aðstöðu hans í aukakosningum og
næstu almennu þingkosningum.
Frambjóðendur flokksins nú eru
helmingi fleiri en f næstu bæjar-
og sveitarstjómarkosningum á und
an.
Kosningar fara fram í borgum
og í bæjum og úti á landi.
Kosnir verða alls í dag 4239
bæjarstjórnarfulltrúar og eru
frambjóðendur alls yfir 10.000.
Aldrei hafa fleiri frambjóðendur
verið £ kjöri studdir af stjórnmála-
flokkum en nú, en að vanda eru
líka margir óháðir frambjóðendur.
Kosið var í allmörgum kjördæm-
um s.L mánudag, Opinberlega
liggja ekki fyrir skýrslur um úr-
slit þeirra, en sagt er að jafnaðar-
menn hafi unnið 33 sæti. Hinir
flokkarnir hafa engar upplýsingar
gefið um fylgi sitt til þessa.
Úrslitanna er beðið með mikilli
óþreyju um allt Bretland og búizt
við mikilli kosningaþátttöku.
Með kosningaúrslitum er og
fylgzt af meiri áhuga en vanalega
erlendis, ekki sízt vegna þess, að
Frjálslyndi flokkurinn hefur unnið
mikið á I seinni tíð, einkum þótti
sigur hans í Orpington mikilvægur
(þar fór fram aukakosningar til
þings).
Allmjög er víða á Bretlandi r "
um þann möguleika, að Fr, .
Framhald a
ráð fyrir einnar hæðar byggingu
sem snýr út að Reykjanesbraut og
getur hún geymt fjóra dælubíla og
fjóra minni blla, þ.e. sjúkrabíla. í
aðalbyggingu sem er tveggja hæða
og kjallari er varðstofa, æfingasal-
ur og skrifstofur. Loks kemur bak-
bygging, þar sem eru þvottahús
fyrir bílana, viðgerðarverkstæði,
slönguhreinsun og slöngugeymslur
og þar verður.12 metra turn, sem
verður ætlaður til stigaæfinga.
Aðstaðan verður öll önnur en i
gömlu slökkvistöðinni, sagði Jón
Sigurðsson, en þar hefur verið svo
þröngt að við höfum þurft að
geyma tvo bíla úti í bæ, og þegar
nýr dælubíll bætist við í næsta
mánuði þurfum við að geyma þrjá
úti í bæ. Gamla slökkvistöðin er
50 ára á þessu ári, og því kominn
tími til að fá nýja. Fjármagn til
hinnar nýju stöðvar er tryggt, því
að ágóði af Húsatryggingum bæj-
arins rennur til hennar, enda mun
ekkert stuðla að jafn góðum bruna-
vörnum eins og góð nýtízkuleg
slökkvistöð.
Fegurðarsamkepp
nin á laugardag
Fegurðarsamkeppnin 1962
fer fram í Austurbæjarbíói
nk. laugardag og lýkur með
krýningarhátíð um kvöldið í
Næturklúbbnum. Sex stúlkur
koma fram og keppa um tiltil
inn. Ungfrú Island 1962 en
einnig verður valin Ungfrú
Reykjavík árið 1962. Sigríður
Geirsdóttir krýnir fegurðar-
drottningamar.
Myndir af þessum tíu stúlkum
hafa birzt i Vikunni að undanförnu,
og hafa lesendur og dómnefnd nú
valið þær sex til úrslitanna, sem
fram fara í bíóinu. Þar koma stúlk-
urnar bæði fram í kjólum og sund-
fötum sömu gerðar, af hinni svo-
nefndu Canterstegund, en verk-
smiðjan Dúkur framleiðir hana, og
er það nýjasta baðfatatízkan í dag.
Auk sjálfrar fegurðarsamkeppn-
innar verður margt til skemmtun-
ar i Austurbæjarbíói, og má þar
einkum nefna glæsilegar tízkusýn-
ingar karla og kvenna, en þær ann-
ast Tízkuskólinn í Reykjavík fyrir
herradeild P.Ó. og Bernhard Lax-
dal. Karl Guðmundsson mun
skemmta með gamanþætti, Guð-
mundur Jónsson, óperusöngvari,
með léttum lögum, Sigrfður Geirs,
fegurðardrottning með dægurlögum
og hljómsveit Jóns Páls aðstoðar
ásamt Elly Vilhjálms.
Verðlaunin, sem stúlkurnar
keppa urn, eru þessi: 1. verðlaun:
Ferð á Miss International á Langa-
sandi og þátttaka í kepppninni að
'ri. 2. verðlaun: Þátttaka í Miss
iverse keppninni nú í júlimánuði.
erðlaun: Þátttaka í Miss Europe
..eppninni í Beyruth að ári. 4. verð-
laun: Þátttaka í Miss World keppn-
inni í London í nóv. n.k. 5. verð-
laun: Vandað gullúr frá Magnúsi
Baldvinssyni.
Að lokinni skemmtuninni í Aust-
urbæjarbíói kl. 7, sem verður að-
eins ein að þe^su sinni, hefst krýn-
ingarhátíð kl. 9 með dansleik og
tízkusýningum að Glaumbæ og Næt
urklúbbnum, og skemmtir þar m.
a. hljómsveit Jóns Páls með að-
stoð Elly Vilhjálms til kl. 2 eftir
miðnætti.
Gera má ráð fyrir mikilli aðsókn
að skemmtunum þessum, og hafa
ráðstafanir því verið gerðar til þess,
Framh á 5 síðu
Ræðismaóur í
Álaborg látinn
Ræðismaður íslands í Aalborg,
hr. Póvl K. I. Christensen, andað-
ist 2. þ.m. 61 árs að aldri. Bana-
mein hans var hjartaslag, er gerð-
ur var á honum uppskurður við
botnlangabólgu. Jarðarför hans
fór fram 5. þ.m.
Povl Christensen hafði gegnt
ræðismannsstörfum fyrir ísland i
Aalborg síðan árið 1957.
X