Vísir - 11.05.1962, Page 7
Föstudagur 11. maí 1962.
VISIR
Þessi mynd var tekin í vetur af boruninni eftir neyzluvatni við Bulluaugu rétt hjá Grafar-
holti í Mosfellssveit. Þar er búið að bora tvær holur, sem gefa 120 og 70 sekúndulítra og
verið að bora þá þriðju. Til samanburðar má geta þess, að í Gvendarbrunnum fást 700 sek..l
\ -J '. 'y,'
Orð og efndir
Sjálfstæðismenn munu
nú eins og áður gefa út
bláa bók þar sem rifjað
verður upp það sem lof-
að var í byrjun kjör-
tímabilsins og jafnframt
greint frá því, sem á-
kveðið er að fram-
kvæma á næsta kjör-
tímabili. Andstæðingun-
um er illa við þessa bók,
sem vonlegt er, þvi
menn þurfa ekki annað
en líta í hana í lok kjör-
tímabilsins, til þess að
ganga úr skugga um,
hvort loforðin hafi verið
efnd. Og þá getur líka
verið býsna fróðlegt að
ALU
AFABRÓDIR
bera staðreyndirnar
saman við skrif og ann-
an áróður andstæðing-
anna.
Að þessu sinni skal rifjað
upp, hverju Iofað var í bláu
bókinni fyrir 4 árum um
framkvæmdir í vatnsveitu-
málum:
1. Að Reykvíkingum
verði tryggt nægilega
mikið af góðu neyzlu-
vatni.
Á kjörtímabilinu hefur ver-
ið unnið stöðugt að þessu og
stórframkvæmdir gerðar sem
samtals var varið til um 18
millj. kr.
2. Að hraðað verði sem’
mest byggingu dælu-
stöðvar við Gvendar-
brunna, í því skyni að
aukið verði mjög vatns-
rennsli til bæjarins
Dælustöðin var' oyggð og
tekin í notkun í nóvember
1959. Við það jókst vatns-
magn til borgarinnar um 200
lítra á sekúndu, eða nálega
40%.
3. Að dreifikerfi eldri
bæjarhluta verði endur-
bætt, jafnframt því að
kostað verði kapps um
að sjá nýjum bæjarhverf
um fyrir fullnægjandi
leiðslum.
Á kjörtímabilinu 1954—
1958 höfðu vatnsæðarnar ver
ið auknar um 19,7 km. en á
sama tíma voru lagðar nið-
ur vatnsæðar, sem ekki voru
fullnægjandi, tæpir 2 km.
Á því kjörtímabili, sem nú
er að ljúka, hafa verið lagðar
nýjar leiðslur um 16 km. —
Auk þess hafa eldri leiðslur
verið endurnýjaðar og dælu-
stöðvar byggðar innanbæjar.
4. Að hafizt verði handa
um byggingu vatns-
geyma.
Framkvæmdir eru hafnar
við byggingu 10 þús. rúm-
metra vatnsgeymis á Litlu-
Hlíð, og mun sá geymir auka
afkastagetu Vatnsveitunnar
um 17%.
5. Að athugaðir séu
möguleikar á enn frek-
ari öflun neyzluvatns
frá Gvendarbrunnum
eða annars staðar frá,
ef hentugra þætti.
Fram hefur farið víðtæk
vísindaleg rannsókn á þeim
vatnsbólum, sem til greina
koma í borgarlandinu og á-
ætlun gerð um virkjun Bullu-
augna, en sú virkjun mun
auka vatnsmagnið um 500
sekúndulítra, eða 70%, en
það er nægilegt fyrir 50—60
þús. íbúa aukningu á vatns-
veitu svæðinu, sem nær, eins
og kunnugt er, yfir Kópavog
og Seltjarnarnes, auk sjálfr-
ar Reykjavíkur. Þessum fram
kvæmdum verður lokið á
næstu 2—3 árum.
6. Að spornað sé við
óhóflegri vatnseyðslu
svo sem frekast er unnt.
Heildarvatnsnotkun hefur
aukizt gífurlega síðari árin
og ber margt til. íbúum á
vatnsveitusvæðinu hefur
fjölgað mjög mikið, og auk
þess hefur risið upp ýmis
konar starfsemi, sem krefst
mikillar vatnsnotkunar. Má
par t. d. nefna að fiskvinnsla
í bænum hefur aukizt mjög.
Nokkur misbrestur mun einn
ig vera á því, að fólk fari
eftir þeim tilmælum borgar-
yfirvaldanna, að eyða ekki
vatni að óþörfu. Þess vegna
hafa verið gerðar ýmsar ráð-
stafanir til þess að draga úr
óþarfri vatnseyðslu, svo sem
að setja upp vatnsmæla hjá
vatnsfrekum iðnaði og stuðla
að byggingu vatnsgeyma hjá
slíkum fyrirtækjum.
Þá hefur almenningur feng
ið aðstoð gegn vægu gjaldi
til viðgerða á vatnsæðum og
hreinlætistækjum, og allt
hefur þetta stuðlað að mjög
bættu ástandi í vatnsveitu-
málunum.
Eins og sjá má af því, sem
sagt er hér á undan, hefur
fullkomlega verið staðið við
þau loforð, sem gefin voru í
bláu bókinni 1958 um þess-
ar framkvæmdir. Svo er einn
ig á öðrum sviðum, eins og
síðar mun verða rifjað upp
hér í bláðinu. í langflestum
tilfellum hefur stefnuskráin
verið framkvæmd, nema ó-
viðráðanleg atvik eða breytt-
ar aðstæður hafi valdið töf-
um eða breytingum, sem
ekki vorú fyrirsjáanlegar,
þegar gengið var frá stefnu-
skránni, og í ýmsum þáttum
hennar er stefnan einnig
mörkuð lengra fram í tímann
en sem nemur einu kjörtíma-
bili. En breytingarnar eru
líka á þann veg, að meira
hefur verið gert í sumum
greinum en fyrirheit voru gef
in um og ný verkefni leyst,
sem ekki var gert ráð fyrir
að leysa svo fljótt. Og ef kjós
endur kynna sér það sem
gert hefur verið, munu þeir
komast að raun um að kjör-
tímabilið, sem er að enda, er
eitt mesta framfaratímabilið
í sögu Reykjavíkur.
Unnið að lagningu Vesturbæjarleiðslunnar undir Hringbraut.