Vísir - 19.05.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 19.05.1962, Blaðsíða 4
4 VISIR Laugardagur 19. maí 1962. * Skóla- se/ — Ég hygg að ég sé í hópi þeirra íslendinga sem hvað lengst hafa fengizt við bama- kennslu í landinu Ég hef kennt óslitið um hálfan fimmta tug ára, og þar af var ég nær 40 ár skólastjóri við barnaskólann á Blönduósi. Frá þessu skýrði Steingrím- ur Davíðsson, fyrrv. skólastjóri á Blönduósi, er Vísir átti nýlega tal við hann, þar sem fræðslu- mál bar fyrst og fremst á góma. — Ég hef alltaf haft ánægju af því að kenna, bætti Stein- grímur við, og samkomulag mitt við nemendurna hefur frá önd- verðu verið hið ánægjulegasta. Það bendir nokkuð til þess að þeim líki ekki mjög illa við mig. — Þú hefur byrjað snemma að kenna? — Ekki þætti það nú á dög- um. Ég var búinn uð ná fullum þroska og kominn yfir tvitugt þegar ég fór í Kennaraskólann. Ég lauk prófi 1915, en einum vetri sleppti ég úr til þess að vinna mér inn pening til að greiða með námsskuldir. Það var veturinn 1913 —14 og þá kenndi ég norður í Vindhælis- hreppi. — Byrjaðirðu að kenna strax að námi loknu? — Já, fyrstu tvo veturna norður í Skagafirði, en frá 1917 til 1920 norður í Vindhælis- hreppi. Það ár tók ég við skóla stjórn á Blönduósi og gegndi þvl í 39 ár. — Hvað geturðu ímyndað þér að þú hafir kennt mörgum krökkum samtals um ævina? — Það hef ég aldrei talið saman. Hitt man ég að fyrsta veturinn sem ég kenndi þar voru nemendurnir 24. Var þá einn um kennsluna í nokkra vet ur, síðan bættist við aðstoðar- kennari og nú eru þeir orðnir fjórir ,en nemendafjöldinn síð- asta veturinn, sem ég var á Blönduósi var samtals 112. Til gamans skal ég líka geta þess að af þeim 540 íbúum sem voru á Blönduósi vorið sem ég flutt- ist þaðan höfðu 240 þeirra geng ið í skóla til mln. — Voru það eingöngu börn frá Blönduósi, sem gengu til þín í skóla? — Nei, líka af næstu bæjum beggja megin árinnar, aðallega krakkar, sem áttu stutt að fara og höfðu tök á að fara heim til sín á kvöldin. — Var það ekki hættulegt í vondum veðrum? — Það kom aldrei að sök, enda fóru krakkarnir ekki heim anað frá sér í vondum veðrum, og ef veðurútlitið var ískyggi- legt or8ið um það bil sem kennslu var hætt, þá voru þau kyrrsett og látin gista á Blöndu- ósi. Eftir að unglingaskóli var stofnaður í framhaldi af barna- skólanáminu varð sú breyting á að í þeirri deild voru nemend- urnir jafnmargir eða jafnvel fleiri úr sveitunum, víðsvegar að úr sýslunni .heldur en frá Blönduósi, og að sjálfsögðu urðu flestir þeirra að búa á Blönduósi um skólatímann. — En svo við vikjum að starfinu sjálfu, var ekki mikill munur á allri kennslutilhögun þá og nú? — Það verður ekki annað sagt. Skilyrði til kennslu hafa stórlega batnað, bæði hvað húsa kynni og skólaáhöld snertir. Á Blönduósi urðum við að búa við mjög lélegt húsnæði til árs- ins 1945 að þar var byggt á- gætis skólahús. Áður höfðum við aðeins tvær illa útbúnar stofur í gömlu húsræksni, sem naumast varð hitað upp ef kalt var í veðri og hvasst. Það kom ekki ósjaldan fyrir að við urð- um að fella niður kennslu af þessum sökum og bíða unz dró úr frosti og veður batnaði. Á- höld öll voru að sama skapi _fá- breytileg og ófullkomin, þ.á.m. gömu’ og úrelt skólaborð og bekkir. Ég fékk því þó til veg- ar komið að ný borð og stólar var keypt til skólans nokkrum árum áður en nýja skólahúsið var byggt. — Finnst þér að unnt sé að bæta kennslufyrirkomulagið á einn eða annan hátt frá þvf sem það er nú? — Það var nú þannig, eins og líklega er algengt um unga menn sem leggja út á lífsbraut- ina, að ég hafði ýmiskonar ráða gerðir og fyrirætlanir á prjón- unum, sem ég hugði að myndu verða til gagns. — Runnu þær fyrirætlanir þínar út f sandinn ,eða hafa þær orðið að veruleika. — Eitthvað af þeim hef ég reynt að hrinda í framkvæmd og þá nýjung tel ég hvað merk- asta þegar 0 hóf vinnubóka- starfsemi í skólanum. Ég held að við Aðalsteinn Sigmunds- son höfum verið brautryðjend- ur á því sviði, en hann byrjaði með vinnubækur í skóla sínum hér syðra um svipað leyti og ég fyrir norðan. Sú nýlunda vakti yfirleitt fögnuð meðal barnanna, og ég held að hún hafi orðið að meira liði í sam- bandi við nám og sálarþroska barnanna heldur en flestir hafa rennt grun í. — Nokkrar fleiri breytingar sem þú hefur hrint í fram- kvæmd eða vilt gera í barna- fræðslunni? — Við kennarar erum eigin- lega bundnir í báða skó, fjötrað- ir við það fyrirbæri sem nefn- ist námsskrá. Við megum ekki kvika frá henni nema að mjög takmörkuðu leyti. En ég fyrir mitt leyti hef alveg sérstæða skoðun á barnafræðslunni í dag og sú skoðun er talsvert önnur heldur en sú sem almennt ríkir f skólamálunum. Því er nú einu sinni þannig háttað að lífið hef ur breytzt, við horfum öðrum augum á það í dag, en við gerð- um í mínu ungdæmi. Það má segja að þar sé um stökkbreyt- ingu að ræða — svo ör er hún. Kennslufyrirkomulagið í land- inu hefur ekki fylgt eftir. Það hefur úrelzt og er að staðna í alltof ákveðnu og föstu formi. Við eigum að hætta við lexíu- og spurningaformið, það er löngu úrelt, og taka upp líf- rænna kennslufyrirkomulag, form sem svarar til lífsviðhorfs okkar eins og það er á hverjum tíma. Eg man það, að þegar ég byrjaði að kenna sveigdu börnin í sig þann fróðleik sem kenn- arinn veitti þeim. Þetta var of- ur eðlilegt í þeirri fábreytni sem sveitakrakkar lifðu í á þeim dögum. Þessi fræðsla var þeim nýlunda — nýr heimur sem þau voru að byrja að kynnast. Nú er þetta gerbreytt orðið. Samtíma- æskan veit orðið svo mikið af því sem krökkum var áður lok- uð bók, og í dag hafa þau engan áhuga lengur á því sem þau drukku í sig af óseðjandi áhuga fyrir 30 — 40 árum. Nei, hér verður breyting að ske og miklu meiri áherzlu þarf að leggja á uppeldisstarfsemi skólanna en gert hefur verið til þessa. Eink- um í kaupstöðum þarf skóla- starfsemin að færast æ meir í það horf að verða uppalandi, eliki síður en fræðandi. Foreldr- ar missa æ meir tökin á börnum sínum í hringiðu' borgarlífsins, og hvað er þá eðlilegra en að skólarnir taki við. Mér finnst það skylda þeirra. Það er sál- arþroski barnsins sem skiptir mestu máli, miklu meir en nokkur fræðsla eða fróðleikur, og þess vegna ber brýna nauð- syn til að skólarnir hafi í vax- andi mæli áhrif á upeldi æsk- unnar og leyti í því efni sam- starfs við heimilin. Við heyrum oft og iðulega talað um rótleysi æskunnar f dag. Ég held að afskiptaleysi og sinnuleysi skólanna eigi hér verulega sök að máli, og þá um leið að þeir leita ekki sam- starfs við foreldra barnanna sem skyldi. — Hefurðu fleiri áhugamál á döfinni í sambandi við fræðslu og uppeldi æskunnar í landinu? — Ekki get ég neitað því. Eitt af áhugamálum mínum í því efni, og ég hef áður borið fram er stofnun skólaselja og sumarbúða fyrir skólaæskuna í landinu, þ. e. fyrir börn á barna- skólaaldri. — Hver er meining þín með því? — Ég hef fyrir löngu séð fram á það og bent á það að kaupstaðabörn þurfa að kynn- ast sveitunum, sveitalífi og nátt Framh. á bls. 13 Steingrímur Davíðsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.