Vísir


Vísir - 19.05.1962, Qupperneq 16

Vísir - 19.05.1962, Qupperneq 16
VISIR Laugardagur 19. maí 1962. „Brúðan" vék fyrir „Lady" Ástralska leikritið „17. brúðan“, sem átti að frumsýna í Þjóðleik- húsinu um miðjan þennan mánuð, verður ekki Ieikið að sinni heldur frestað til hausts. Hefir verið horfið að því ráði sökum hinnar gífurlegu aðsóknar að „My fair lady“ og Skugga- Sveini, og talið heppilegra að geyma „Brúðuna" til næsta leik- árs, svo að hún fái nægilegt svig- rúm. Þó verður „Brúðan“ ekki fyrsta sýningin í haust, það verður ,Hún frænka mín“, sprenghlægilegur amerískur leikur, sem á frummál- inu heitir „Auntie Mame“ sem Patrick Dennis samdi upp úr sam- nefndri sögu sinni og verið hefir ein af metsölubókum vestra og víðar um heim. Aðalhlutverkið, frænkuna leikur Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, en leikstjóri verður Gunnar Eyjólfsson. Æfingar eru þegar hafnar. ► 55 menn voru drepnir i Alsír á miðvikudag og aðfaranótt fimmtu dags. Þrir þeirra voru af Evrópu- stofni. Þegar norski stúdentakór- < jinn gekk á land í gærkvöldi] •á Reykjavíkurflugvelli, hafði < , Karlakór Reykjavíkur stillt ] >sér upp og heilsaði gestun-< ,um með söng. Norsku stúd-] > entamir svöruðu í sömu < [ mynt, og tók Ijósmyndari} 'Vísis l.M. þessa mynd af< [ þeim, þegar þeir voru að j „taka sitt lag“. Yfir 700 nýir áskrifendur ► Nú stendur yfir söfnun áskrifenda að Vísi í Heimahverfi, og hafa safnazt á áttunda hundrað nýir áskrifendur frá mán- aðarmótum. Enda er Vísir nær helmingi ódýrari í áskrift en' ef blaðið er keypt í lausasölu, aðeins 45 krónur á mánuði. ► Þann 10. júní verður dregið í fyrsta sinn í hinu nýja I áskrifendahappdrætti blaðsins. Allir áskr'fendur eru þátt- takendur án nokkurs aukagjalds. Gildir mánaðargjaldskvitt- j unin sem happdrættismiði. Vinningurinn að þessu sinni er sófasett að verðmæti kr. 12.000,00 úr SKEIFUNNI í Kjörgarði. Sófasettið er eftir eigin' vali í SKEIFUNNI og birtum við í dag mynd af einu þeirra. I Síðari vinningar verða margskonar heimilistæki, ísskápar, I þvottavélar, strauvélar o. s. frv. og einnig húsgögn. ► Gerizt áskrifendur að Vísi strax í dag. Þá bíður blaðið, eftir yður þegar þér komið heim úr vinnunni. Síminn er ] 1-16-60. Stúdentakórínn kominn Norski stúdentakórinn, sem er elzti og þekktasti karlakór í Noregi er kominn í söngför til íslands. Mun kórinn halda tvenna tónleika, aðra í samkomuhúsinu á Akureyri á sunnudag kl. 5, en hina í Gamla Bíói í Reykjavík á mánudagskvöld kl. 7. Stjórnandi kórsins er Sverre Bruland, en kórinn skipa 45 eldri og yngri stúdentar. Ólafur Noregs- konungur er verndari söngfararinn- ar til íslands. Stúdentakórinn norski var vænt anlegur til landsins á föstudags- kvöld með flugvél frá flugfélagi Braathens. Dveljast kórmenn á heimilum íslenzkra kórmanna, Nor egsvina, stúdenta og á stúdenta- görðunum. Á laugardag fara þeir í boði Reykjavíkurborgar til Þing- valla og síðdegis heldur norska sendiráðið boð fyrir þá. Á sunnu- dagsmorgun fljúga þeir til Akur- eyrar með Flugfélagsvél og taka kórmenn á Akureyri á móti þeim. Á mánudag skoða þeir Háskólann og borða hádegisverð í boði skól- ans og um kvöldið, eftir hljóm- leikana í Gamla bíó, munu þeir borða í veitingahúsinu Klúbburinn og taka þar nokkur lög um kvöld- ið og geta kórmenn, stúdentar, Noregsvinir og aðrir sem vilja hitta þá og heyra komið þangað. Á þriðjudagsmorgun halda Norðmenn irnir utan aftur. Á söngskrá kórsins eru fjölmörg lög, mest eftir norska höfunda þar á meðal Grieg. Af blaðadómum er borizt hafa frá Noregi má sjá að Norðmenn teija þetta sinn bezta kór og fær hann mjög lofsamlega dóma. Hljómsveitarstjórinn, Sverre Bruland, er ungur maður, sem hef- ur fengið alþjóðleg verðlaun fyrir hljómsveitarstjórn í Englandi og Bandaríkjunum. Formaður kórsins er Eyvind Svensen, tannlæknir. Þjóðviljinn og Tíminn í gær gerðu mikið veður út af því að kosning þriggja manna i stjórn Sogsvirkjananna var endurtek- in á borgarstjórnarfundinum í fyrradag. Til þess Iágu þó góð- ar og gildar ástæður. Einn borg arfulltrúi Sjálfstæðismanna hafði fyrir mistök greitt öðrum lista en D-Iistanum atkvæði.’ Er úrslit kosninganna urðu kunn * 5 '..umrnnú. Húsgögnin eru hinn glæsi- legi vinningur í happdrætti pví, sem Vísir efnir til meðal áskrifenda sinna, í sambandi við nýju áskrifendasöfnun- ina, sem gengur prýðilega eins og tölurnar bera með sér. og að afleiðing mislakanna var sú að Einar Olgeirsson var tal- inn kjörinn í stjórnina, gerðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisfl. athugasemd við kosninguna og frestaði forseti fundi. Sú ákvörðun forseta sent samþykkt var af borgarstjóra að endurtaka kosninguna þegar vitneskja um mistökin lá fyrir var eðlileg og sjálfsögð. Allir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, 10 af 15 borgarfull- trúum, fóru fram á endurtekn- ingu kosningarinnar, svo rétt mynd fengist af vilja borgar- stjórnarinnar. Og það er ein- mftt þetta, sem er höfuðatriðið. Tryggja varð að sannanlegur vilji borgarstjórnar réði, en Ein- ar Olgeirsson slyppi ekki inn í Sogsstjórnina fyrir mistök við kosninguna. Andstæðingaflokk- arnir viðurkenndu einnig, að endurtaka megi kosningu í þess um tilgangi, en lögðust gegn endurkosningu, þar sem nær klukkutími var liðinn frá fyrri kosningunni. Er erfitt að sjá gildi þeirrar röksentdar. Fyrr á fundinum höfðu full- trúar Alþýðubandalagsins beðið um að kosningunni yrði frestað þangað til allir fulltrúar þeirra væru komnir á fundinn. Við þeirri beiðni varð meirihluti Sjálfstæðismanna — einmitt til þess að rétt rnynd ltæmi fram af vllja borgarstjórnarinnar við kosninguna. En fyrir endurkosn inguna, sem átti að tryggja þetta sarna, deila nú kommún- istar og Framsókr. á meirihlut- ann. Verður slíkur málflutning- ur varla kallaður heiðarlegur. Á það skal enn bent, að Sjálf- stæðismenn báru upp tillögu um að málinu yrði skotið til úrskurðar Félagsmálaráðuneyt- I isins, samkvæmt lögum, vegna ágreinings Alþýðubandalagsins fog Framsóknar um lögmæti kosningarinnar. En hvað skeði þá? Hvorki kommúnistar né Framsókn grsiddu tillögunni atkvæði, heldur sátu hjá. Sýndi sú af- staða harla lítinn áhuga á að hlutlaus dómur yrði Iagður á réttmæti endurkosningarinnar. ¥i$su, hvað honum kom vel Kennedy forseta Bandaríkjanna ! hefir borizt nýr ruggustóll að gjöf, : og er Dominikanska lýðveldið gef- andinn. Húsgagnaframleiðendur í Banda- ríkjunum hafa grætt milljónir á sölu ruggustóla síðustu 15 mánuð- ina, eftir að það varð heyrin kunn- ugt, að forsetinn hvíldi sig oft 1 slíkum stól, síðan hann særðist illa í baki í heimsstyrjöldinni. Valur vann Víking 9:0 í leik í gærkvöldi á Melavellinum. Leikar stóðu 5:0 í hálfleik. Eins og sjá má af þessum tölum var Ieikurinn einstefnuakstur frá upphafi til enda

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.