Vísir - 19.05.1962, Síða 7

Vísir - 19.05.1962, Síða 7
Laugardagur 19. maí 1962. ViSIR i a o> d n ■ i □ I Vikan 20. maí til 26. maí. Hrúturinn 21. marz til 20. apríl: I vikunni hættir þér til að gera þér ónóga grein fyrir hlutunum. Þú ættir því að athuga vel gang mála áður en þú tekur mikil- vægar ákvarðanir, því veilur geta Ieynzt að baki hluta, sem þig sízt grunar. Sérstaklega á þetta þó við I því tilfelli að þú þurfir að undirrita mikilvæg Plögg. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Fjármálaviðskipti við aðra er nú undir sérstakri áherzlu, svo virðist, sem þér bjóðist tækifæri til að auka við eignir þinar eða hlúa að þeim á einhvern hátt svo vel fer á. Eitt ætturðu að varast sérstaklega nú, en það er að þér hættir til að vera of örlátur við maka eða félaga þinn, en þú ættir að reyna að láta sem minnst bera á pyngj- unni, þessa dagana, þvi annars verða nógir til að létta á henni. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní: Ef þú vilt halda þig utan vand- ræðanna nú ættirðu alls ekki að taka fé að láni eða lána öðrum. Þú ættir heldur ekki að reikna með of miklum hagnaði fyrir tilstuðlan þeirra verzlunarsamn inga, sem undirritaðir eru í vik unni, eða af viðskiptum, kaup- um og sölu eða hverju, því sem þú stendur nú í. Þér væri því bezt að geyma slfkt þar til í næstu viku, svo fremi að þér sé það á nokkurn hátt mögulegt. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Samband þitt við fólk almennt verður að öllum líkum undir nokkurri spennu þessa vikuna, láttu þér því ekki bregða þó ó- kunnugt fólk, sem þú kannt að þurfa að leita til verði eitthvað styrt í snúningum við þig, allt tekur sinn tíma. Þú ættir einnig að Ieitast við að gera sem mest sjálfur af þvl sem gera þarf og treysta sem minnst á aðra. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: I vikunni ættirðu sem mest að fylgja ráðleggingum annarra varðandi þau viðfangsefni, sem þú starfar við nú og einbeita þér að starfinu og viðskiptun- um. Leitastu einnig við að vera liðlegur og hjálpsamur, því þér mun verða veitt ríkuleg umbun erfiðis þíns. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Vertu á varðbergi gegn áhættu- sömum fyrirætlunum, sérhverri athöfn, sem truflað getur sam- band þitt við ástvinina, slíkt gæti haft hinar alvarlegustu af- leiðingar fyrir áframhaldandi vinfengi. Þú ættir ekki að leita eftir viðurkenningu annarra á verkum þínum nú. láttu það bíða betri tíma. Vogin, 24. ept. til 23. okt.: í vikunni ættirðu að láta fólk vita, hvernig þú lítur á málin, því nú eru fullar horfur á að aðrir geti skilið þína afstöðu og haft samúð með þér. En síð- ar í vikunni er hins vegar hætt við nokkrum taugaæsingi í sam- bandi við nágrannana og ætt- ingja, því þá eru þeir ekki jafn hliðhollir þér. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Djarfar og frumlegar aðgerðir geta fært þér gull í mund nú, og einnig gert þig reynslunni ríkari. Þú ættir . ví að gripa hvert það tækifæri, sem fram hjá þér fer f þessu augnamiði. Einnig væri ekki úr vegi fyrir þig að hirða um eigur þínar fasteignir og lausafé, því svo virðist, sem full þörf sé á því. Ef þú átt garð væri ágætt að þrífa hann til nú. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú nærð beztum árangri í þessari viku með því að skjóta beint í mark, þetta á við yfir- leitt allt, sem þú kannt að fást við og svo einnig bendir það til að tilvalið sé fyrir þig að stefna að nýjum markmiðum og hefja ný verkefni og viðfangsefni. Þú ættir að varast of mikla sín- girni I sambandi við samskipti þín og maka þíns sérstaklega fyrri hluta vikunnar. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: í vikunni eru allir að vilja gerðir að styðja þig og styrkja og taka fullt tillit til ummæla þinna og skoðana. Þér ætti að veitast auð velt að framfylgja persónuleg- um málefnum. Vatnsberinn, 21. jan. til 21. febr.: Vikan ætti að reynast þér mjög ánægjuleg, hvað varðar samband þitt og vinfengi við vini og kunningja. Þú ættir einn ig að fagna nýjum kunningjum, sem kynnu að verða kynntir fyr ir þér, því þeir munu reynast þér vel. Samt ættirðu ekki að gera þér of háar gyllivonir í sam bandi við árangur í ástamálun- um, ef þú ert í þeim hugleið- ingum. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Ef þú þarft að framfylgja ein- hverjum metnaðarmálum þínum í sambandi við atvinnuna eða stöðu þína almennt í þjóðfélags stiganum þá ættirðu að grípa tækifærið til þess nú fyrri hluta vikunnar. Samt ættirðu ekki að gera þér háar vonir í sambandi við skemmtanir eða árangur af þeim, varðandi þessi málefni, þó þú hittir yfirmann þinn þar. Tvær ferð- ir F.í. Ferðalelag íslands efnir til tveggja skemmtiferða á sunnudaginn keni- ur. . Önnur þeirra er suður á Reykja- neg um Hafnir að Reykjanesvita og þaðan til Grindavíkur, Krísu- víkur og Kleifarvatns. Hin ferðin er upp í Hvalfjörð. Ekið verður inn i Botnsdal og það- an gengið á Hvalfell. I báðar ferðirnar verður lagt frá Austurvelli kl. 9 á sunnudagsmorg- Vorhreingerningar standa nú fyrir dyrum ög er því ekki úr vegi að gerð sé nokkur grein fyrir, hvaða tökum bezt er að taka það verk. í fyrsta lagi verður að gera áætlun um starfið. Við undir- búninginn verður að sjálfsögðu að taka fullt tillit til allra að- stæðna t.d. stærðar húss eða íbúðar, hversu margir muni taka þátt í starfinu og hve dug- legt fólk er o. s. frv. Ef vinnan er framkvæmd kerf isbundið og skipulega, gengur allt miklu betur, og jafnframt verður erfiðið og óþægindin sem hreingerningum vilja oftast verða samfara minni. Ef jafn- mikið verk og allsherjar hrein- gerning er unnið skipulagslaust og af handahófi og rokið úr einu í annað, margfaldar það erfið- ið, en hefur líka í för með sér ókyrrð á heimilinu og margs konar óþægindi fyrir heimilis- fólkið. Bezt er því að taka sér blýant í hönd og skrifa hjá sér hvað gera þárf og skipta verk- inu niður á hina ýmsu daga vik- unnar. Ef gera þarf við eitthvað á heimiiinu, er sjálfsagt að láta lagfæra það áður en byrjað er á hreingerningunum. Oft reyn- ist líka nauðsynlegt að tryggja sér aðstoðarfólk. Þá er rétt að nota tækifærið til að laga ýmis- legt smávegis t.d. bera á hurð- arlamir, athuga öll rafmagnsá- höld (láta gera við trosnaðar rafmagnssnúrur), brýna eldhús- hnífana'og hnífinn í söxunarvél- inni (munið líka að brýna gata- stykkið). Næst þarf að hugsa um að kaupa hreinlætisvörur. Burstar og kústar þurfa að vera tiltæk- ir, og hreinsiefni fyrir veggi, húsgögn, glugga, teppi og margt fleira. Er nú til mikið úrval af alls konar hreinlætisvörum. En áður en keypt er, er bezt að gá að því, til hvers það efni, sem við höfum í huga að kaupa sé notað. Ef notkunarreglur fylgja, er hyggilegt að kynna sér þær, því varla er hægt að búast við góðum árangri ef ekki er farið eftir settum reglum. Jafnvel get um við átt á hættu að skemma hlutina sem verið er að hreinsa. Þar sem heiðarleg samkeppni / % j: , ^—.—.— á sér stað, hljóta verksmiðjueig- endur sem framleiða hreinlætis- vörur, að sjá hag sinn í því að semja góðar notkunarreglur, svo að neytandinn verði ánægð- ur með árangurinn. Ennfremur eru allar líkur til þess, að verk- smiðjueigandinn sjái einnig hag sinn í því, að telja upp alla þá hluti sem hægt er að nota hreinsiefnið á, og því ráðlegast að hreinsa ekki hlut með hreinsi efninu sem ekki eru upptalin á umbúðunum. Áður en hreingerningin byrj- ar er tekið til I öllum skápum og skúffum. Öllu óþörfu sem í þeim kann að vera, á tafarlaust að fleygja. Hjálpræðisherinn og ýmsar aðrar stofnanir taka við notuðum fatnaði, sem við þurf- um ekki á að halda lengur. Vetr arfötin eru hreinsuð eða viðr- uð þvi að mölurinn er sólgnast- ur í óhrein föt og þess vegna er áríðandi að öll ullarföt séu hrein. Til þess að liðka skúffur er ágætt að bera á þær talkum eða kertavax. Loks þarf að ákveða, i hvaða röð á að hreinsa herbergin. Rétt er að taka aðeins eitt eða tvö herbergi fyrir í einu, og ef hægt er, verður að vera til rólegur staður handa þeim meðlimum fjölskyldunnar, sem ekki taka þátt í hreingerningunni. í ein- býlishúsi er oftast byrjað að gera hreint á Ioftinu og síðast í kjallaranum. í íbúð er byrjað í innstu herbergjunum og síðast í eldhúsinu og forstofunni. Á sjálfum hreingerningardög- unum þarf að hafa einfaldan mat, sem fljótlegt er að elda. Nú er öllum undirbúningi lok- ið. Til er gamalt máltæki, sem hljóðar svo: Hálfnað er verk, þá hafið er. Þetta á ekki síður við um hreingerningar en hvert ann að verk. Þegar vinnan er vel undirbúin, verður hún leikur éinn, og allt gengur eins og í sögu. Merkiieg iiffræðiathugun Læffur mí stérfusn Ambassador Bandaríkjanna á íslandi, James K. Penfield, jkýrir svo frá, að Benjamin VVarfield, forstjóri upplýsinga deildar bandaríska sendiráðs ins hér, hafi sagt sig úr utan- ríkisþjónustu Bandaríkjanna. Ambassadorinn getur þess, tð Warfield hafi tekið þessa ikvörðun að ráði lækna í Washingtonborg, en þar hef- ur hann dvalizt í orlofi síðan im miðjan apríl, Ekki hefur aftirmaður Warfields hér enn ver'ð út- nefndur. í „Þjóðviljanum" 29. apríl s.l. er sagt frá merkilegri líffræðiathug- un, sem gerð hefur verið austur í Rússlandi, og var alveg ástæðu- laust þarna í blaðinu að vera að gera nokkra athugasemd við það, þó að greinarhöfundurinn, Sveinn Haraldsson, nefndi kenningar dr. Helga Pjeturss í sambandi, við þetta. Eins og kunnugt mætti vera, þá hélt dr. Helgi þvi fram, sem auðvitað er ekki nein „háspeki“. að frá hverjum lifandi stafi kraft- ur eða geislan, sem ekki sé að öllu leyti háður þeirri takmörkun, sehi hinn Iíflausi kraftur er, og virðist mér, eins og Sveini Haralds syni, að þessi rússneska athugun styðji heldur þá kenningu. Er í því sambandi mjög athyglisvert það, sem sagt er frá þarna í greininni, að bjarmi sá sem Ijósmyndun meö hátíðnistraumi sýndi að lagði af laufblaði, skyldi einungis koma fram meðan laufblaðið var lifandi, en breytast svo og hverfa með öllu þegar laufblaðið dó. Og minnist maður nú þess að auki, sem ég gat um i grein fyrir ekki mjög löngu og einnig hefur verið sann- að austur í Rússlandi, að hugsana- flutningur varð ekki hindraður með efnum, sem talin eru geislaheld, þá má með sanni segja, að fullgild sönnun hafi þegar fengizt um, rð möguleikar lífgeislans séu aðrir og meiri en annarrar geislunar. II. Fyrir löngu benti dr. Helgi Pjet- urss á þá staðreynd, sem margir greindir menn og athugulir. hafa I síðan tekið eftir, að draumsýnir ' manna eru jafnan ósamkvæmar því, sem þeir ætluðu þær vera eða hafa verið, og er sannleikurinn sá, að þetta verður ekki skýrt nema á einn veg. Hin eina raunveru- j lega skýring á þessu er sú, eins J og sannazt hefur líka stundum beinlínis, að draumur eins sé að undirrót vökulíf annars, og er það mikill misskilningur, sem margir j fræðimenn hér virðast vera haldn- ir af, að varðandi þessa niður- stöðu verði endilega að bíða .eftir úrskurði einhverra mikilla og frægra útlendinga. Um þetta ætti hver skynsamur maður að geta | gengið úr skugga, beiti hann að- eins frjálsri dómgreind sinni. Og eins og ég benti á í grein, sem Framh * 10 nði

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.