Vísir - 19.05.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 19.05.1962, Blaðsíða 2
2 V'ISIR Laugardagur 19. maí 1962. “n i—>* 5=n=a %>5%^ V/y///mm//////áM^//////ám^//Æ IX“EL5~ö Myndin af einu atriði æfingarinnar. NOC Af ífNim - setjir John Wood Það er laglegur hópur ungra pilta, sem æfir nú á degi hverjum í Valsheimilinu undir stjórn þeirra John Wood, bandaríska körfuknatt leiksþjálfarans og hins góðkunna Einars Ólafssonar, fþróttakennara. Þarna var t.d. í gærkvöldi hópur 15 pilta, sem æfa þarna. Bandaríski körfuknattlciksþjálf- arinn sagði í viðtali að hann væri mjög ánægður með piltana. Þeir væru margir hverjir bráðefnilegir, en aðstæður til körfuknattlciks væru ekki eins góðar hér og í „föðurlandi“ körfuknattleiksins, Bandaríkjunum, en þar væri hægt að æfa utanhúss, er veður er gott á sumrin, en slíkt kæmi ekki til greina hér og því neyddust menn til að æfa inni. Hann sagði að Is- lendingar ættu að geta skapað góð lið í körfuknattleik, en auðvitað mætti ekki gleyma æfingunni, sem yrði að vera nokkurn veginn stöð- ug. Wood kvaðst hafa orðið var við hinn auðsæja „frumbýlings- hátt“ í körfuknattleiknum hér, enda er vart hægt að segja að körfuknattleikur sé búinn að taka sér almennilega bólfestu hér. á Iandi, þótt vinsældir hans fari sí- vaxandi. „Ég vildi að áhuginn fyrir körfu- knattleik væri jafnmikill og hann /V/WWWWWWWVWV' Um helgina l/WWWVWVWWWVWSl Firmakeppni Golfklúbbs Reykja- víkur hefst á Golfvellinum í dag og verður lcikinn höggleikur (út- sláttur). Hveragerði. Á laugardag og sunnudag fer fram Sundmeistara- j mót íslands í sundlauginni í i Hveragerði. ÍR heldur fyrsta frjálsíþróttamót j ársins á Melavellinum kl. 2 á sunnudaginn. Reykjavíkurmótið i knattspyrnu heldur áfram á MelaVelIinum kl. 8.30 á sunnudagskvöldið með Ieik Fram og KR, sem margir mundu segja að væri ÚRSLITALEIKUR mótsins. virðist vera hérna úti á knatt- spyrnuvellinum,“ sagði hann og benti í áttina að knattspyrnumann- virkjum Vals, en þar eltu tugir pilta knöttinn fram og aftur. Ekki svo að skilja að þeir Einar og Wood þurfi að kvarta yfir mannahraki, síður en svo. Hjá þeim æfa um 60 drengir og er þeini skipt í 5 flokka, en ennþá má bæta við, sagði Einar, og eink- um væru velkomnir drengir, sem ekki hafa æft áður. Við viljum gefa öllum áhugasömum tækifæri, og þeir ættu að koma á æfingarn- ar í Valsheimilinu, en þær eru alla virka daga nema laugardaga milli kl. 5-7. Sundmeistaramótið haldið í Hveragerði Sundlaugin í Hveragerði verður væntanlega vettvangur stórra við- burða í sundíþróttinni um helg- ina, en þar fer fram Sundmeistara- mót fslands, í hinni 50 metra Iöngu laug, sem Hvergerðingar ráða yfir. Keppt verður í 8 greinum fyrri daginn, en 10 þann síðari og einnig í sundknattleik milli Ármanns og KR, sem eru einu liðin, sem mæta til keppni. Guðmundur Gíslason, IR Hörður B. Finnsson, ÍR Okkar menn fá harða mótstöðu Norðmenn, sem við eigum í höggi við í knattspyrnu f sumar virðast eftir öllum sólarmerkjum harðir í horn að taka. Nýlega unnu þeir hálfatvinnumenn Hollendinga mjög óvænt en þó alveg verðskuld- að í landsleik í Ósló. Norðmenn byrjuðu heldur rólega og Hollendingarnir sóttu á með skothríð, en Norðmenn vörðust, en Hollendingum tókst þó að skora á 35. mínútu þegar miðherjinn Lind- en skallaði laglega í markið. Norð- menn jöfnuðu síðan í síðari háif- leik og voru þar að verki þeir Bjöm Bofgen og Roald Kniksen, sem brutust f gegnum varnir Hol- lendinga, en Kniksen skoraði þetta mark, sem var geysivel undirbúið af norskum. Sigurmarkið skoraði svo Björn Borgen eftir skemmtilegt gegnumbrot ellefu mínútum eftir fyrra markið. Holiendingar áttu nokkur færi í síðari hálfleik en þau nýttust ekki og Sverre Andersen markvörður átti ekki erfitt með að verja. Torbjörn Svendsen Iék nú sinn 103. landsleik fyrir Noreg og jafnar met Billy Wrigth því væntanlega þann 11. jún n.k. gegn Dönum á Idrædts-Parken. Sem sagt. Það verður hættulegt landslið, sem við mætum á Laug- ardalsvelli snemma í júlí í sumar og okkur er eins gott að undirbúa okkur af kappi, ef við eigum ekki að verða okkur til skammar. A.m. k. eru Danir orðnir mjög uggandi fyrir Iandsleikinn við Norðmenn þann 11. júní n.k. Þjálfararnir ræðast við um verk sitt. Til vinstri er Einar Ólafs- son en Bandaríkjamaðurinn John Wood er sá með boltann. Sumarbúðir KR í skíðalandi beirra Knattspyrnufélag Reykjavíkur mun í sumar, ef næg þátttaka fæst, starfrækja sumarbúðir í hinum myndarlega skíðaskála sínum í Skálafelli. Skíðaskálinn er hið heppilegasta hús til þessarar starfsemi, Iiggur afsíðir, en er þó búið nýtízku þægindum sem fylgja rafmagni og fullkomnu hitunarkerfi. Ráðgert er að haldin verði 2 námskeið er standi 3 vikur hvert og hefst fyrra námskeiðið þann 18. júní, en hið síðara þann 9. júlí. Tekin munu verða 30 börn á hvert námskeið, ca. 22 drengir og ca. 8 telpur á aldrinum 9 til 13 ára. Munu telpurnar búa á neðri hæð hússins, en drengirnir á þeirri efri. I fyrra var gerður grasvöllur við skálann og munu verða kenndar ýmsar íþróttir og leikir, auk þess sem farnar verða gönguferðir um nágrenni skálans. Fylgt verður ákveðinni dagskrá sem í aðalatriðum verður sem hér segir: Kl. 8.00 farið á fætur — þvottur og snyrting. 8.30 skála- skoðun. 8.40 morgunverður. 9.15 fáninn. 9.20 morgunleikfimi. 9.30 frjálst. 10.00 létt vinna. 12.00 há- degisverður. 13.00 leikir og íþrótt- ir. 15.30 kaffi. 16.00 leikir og íþróttir. 19.00 kvöldverður. 19.50 fáninn. 20.00 frjálst. 21.00 kvöld- vaka. 22.00 kvöldskattur. 22.10 háttað. 2.3 kyrrð. Hannes Ingibergsson íþrótta- kennari og kona hans munu veitta námskeiðunum forstöðu, og eru þeir sem hyggjast notfæra sér þessa sumarbúðastarfsemi fyrir börn sín, beðnir að hafa sem fyrst samband við Hannes f sfma 24523. Ennfremur eru veittar frekari upp- lýsingar um námskeiðin f síma 13025 og eru f gegnum bæði síma- númerin skráðir þátttakendur í námskeiðunum. •23]

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.