Vísir - 21.05.1962, Síða 7

Vísir - 21.05.1962, Síða 7
Mánudagur 21. maí 1962. VISIR Borg í örum vexti eftir Gíslœ HaHdórsson, arkitekt Byggingar- framkvæmdir. því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, hafa fleiri íbúðir verið fullgerðar í Reykjavík en nokkru sinni fyrr. Húsnæðisvandræði þau er voru hér fyrir nokkrum árum eru því brátt úr sög- unni. Þessi árangur hefur náðst að verulegu leyti fyrir þá aðstoð er borgarstjórn lætur nú í té einstaklingum svo og félögum er hér hafa byggt á undanförnum árum. En veigamesti þátturinn til útrýmingar herskálaíbúða er byggingarstarfsemi borgar- innar, en þær •framkvæmdir nema nú um 10% af íbúðar- byggingum hér. Á síðasta kjörtímabili voru byggðar 2788 íbúðir en frá árinu 1954 hafa verið full- gerðar 5478 íbúðir í Reykja- vík. Fólksfjölgun hefur orðið á sama tíma um 11000 manns. Ef miðað er við að í þessum íbúðum búi að með- altali 3.5 manns, sem er lágt reiknað þar eð talið er að nú séu um 4 manns í meðalfjöl- skyldu, hefðum við þurft að byggja um 3143 íbúðir fyrir fjölgunina. Hafa því verið byggðar hér 2335 íbúðir á þessum árum til þess að út- rýma húsnæðisvandræðum og herskálum. Þessar íbúðir hafa því leyst húsnæðisvanda mál 9.000 manns. Einn merkasti þáttur bygg ingarmála hér er byggingar- framkvæmdir borgarinnar, sem miða að því að útrýma öllum herskálaíbúðum og öðru heilsuspillandi húsnæði. Um tveir áratugir eru nú síðan þessi starfsemi hófst, en árið 1957 mun ávallt marka tímamót í þróun þess- arar starfsemi. Þá var sam- þykkt í borgarstjórn tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um að byggja 800 íbúðir til þess að útrýma her- skálum og öðru lélegu hús- næði. Um leið og þessi sam- þykkt var gerð var ákveðið að stofna sérstakan bygging arsjóð til þess að tryggja framgang þessarar stórhuga áætlunar. Stofnfé sjóðsins var 42 millj. króna og verður fyrst um sinn varið úr honum fé til útrýmingar herskála og lélegra íbúða i borginni. Á því tímabili sem nú er senn á enda, hefur borgar- stjórn úthlutað 229 íbúðum til kaupenda, en jafnframt er hafin bygging á 128 íbúðum við Álftamýri. Þar sem þess- ar íbúðir eru nú margar langt komnar í byggingu, mun þeim verða úthlutað nú í sumar, jafnframt því sem hafnar verði framkvæmdir við nýjan áfanga. Fyrir 4 árum voru hér 466 íbúðir í herskálum, en vegna hinna miklu byggingarfram- kvæmda borgarinnar, eru nú aðeins eftir um 170 íbúðir í þeim. En byggingarsjóðurinn, sem nú er orðinn 72 millj. kr„ mun tryggja enn aukna byggingarstarfsemi svo út- rýmt verði öllum herskála- íbúðum á næstunni. Skipulag. |Jndirstaðan fyrir ört vax- andi byggingarstarfsemi er skipulag borgarinnar. Til þess að tryggja það að öll byggingarstarfsemi geti hald- ið áfram- að þróast á farsæl- an hátt, hefur verið lögð auk in áherzla á öll skipulagsmál. Á meðan ekki voru hér í smíðum fleiri en 2—300 í- búðir á ári, var þetta ekki svo mikið vandamál, en þeg- ar 2000—2500 íbúðir eru í smíðum á einu ári, auk ann- arra stórbygginga, verður þessi þáttur stöðugt veiga- meiri og flóknari í fram- kvæmdum borgarinnar. Þá þarf að gera áætlanir langt fram í tímann fyrir slík svæði, um umferð, skóla, verzlanir, leiksvæði, dagheim ili o. fl. til þæginda fj'rir í- búana. En jafnframt því þarf að áætla og leggja vatn, raf- magn, holræsi og götur um hverfin. Auðvitað telja allir að slíkt sé, og er sjálfsagt, en þegar þessi svæði sem eru í bygg- ingu á einu ári hér í borg, eru orð:n stærri en t. d. Ak- ureyrarbær, sést.hversu um- fangsmikið starf verður að vinna áður en sjálf bygging- arstarfsemin getur hafizt. Segja má, að fyrsta stóra hverfið sem skipulagt var fyr ir utan Hringbraut, hafi verið Hlíðarnar, og var síð- an haldið áfram með Melana og Hálogalandshverfið. Er það um 40 ha. að stærð með um 1200 íbúðum. 1 lok síð- asta kjörtímabils var svo allt Háaleitishverfið skipulagt fyr ir um 3000 íbúðir. En það hverfi er nú að byggjast upp. Fyrir tveimur árum sam- þykkti svo borgarstjórn, sam kvæmt tillögum Geirs Hall- grímssonar borgarstjóra, á- lyktun um það að heildar- skipulag yrði gert fyrir næstu 20 ár. En jafnframt yrði tekin upp náin samvinna við næstu bæjarfélög um þetta mikilvæga mál. Til þess að tryggja að hinir hæfustu menn ynnu að þess- um málum var samþykkt að ráða einn færasta skipulags- sérfræðing Norðurlanda Pet- er Bredsdorff, prófessor, til þess að starfa með íslenzk- um skipulagsmönnum að þessu mikilvæga verkefni. Verkefni þetta má telja þrí þætt. En það er skipulag mið bæjarins, skipulag Fossvogs og heildarskipulag. Um skipulag Miðbæjarins er það að segja, að unnið hef ur verið að nokkrum tillög- um á þessum tveim árum og hafa uppdrættir verið til at- hugunar hjá borgarráði. Eitt höfuðvandamálið við skipu- lag Miðbæjarins er hin sí- aukna umferð sem mun verða hér á næstu árum, en sýnt Gísli Halldórsson, arkitekt. Sjálfstæðisflokksins. er að bifreiðaeign borgarbúa mun allt að því fimmfaldast á næstu tuttugu árum. Þessar tillögur eru nú svo langt komnar að telja má víst ,að endanlegar tillögur verði tilbúnar á þessu ári. 2788 íbúðir á kjörtímabilinu Þetta eru fyrstu húsin sem byggð voru hér í borginni samkvæmt Byggingaráætlun Reykjavíkurborgar. Hann skipar 3. sætið á lista Fljótlega eftir að farið var að vinna að skipulaginu á svo breiðum grundvelli, sem raun ber vitni um, var sam- þykkt í borgarstjórn að láta fara fram hugmyndasam- keppni um svæðið í Fossvogs dal og suður að flugvelli. Öllum skipulagssérfræðing um á Norðurlöndum var heimil þátttaka í þessari hug myndasamkeppni. Var þetta gert m. a. til þess að tryggja að verulegur fjöldi arkitekta ættu þess kost að vinna að lausn þessa máls og setja fram tillögur, sem gætu verið leiðarvísir að endanlegu skipulagi. Nokkrum arkitektum og verkfræðingum hefur nú ver- ið falið að gera endanlega uppdrætti að Fossvogsdaln- um svo og öðrum svæðum er falla inn í heildarskipu- lagið. Þessa skipulagsupp- drætti vinna þeir í samvinnu og undir stjórn skipulags- nefndar, borgarverkfræðings og skipulagsstjóra borgarinn- ar. Jafnframt þessu hefur svo verið unnið að heildarskipu- lagi bæjarins fyrir næstu 20 ár, en þó höfð um leið nokk- ur hliðsjón af væntanlegum vexti borgarinnar fram til ársins 2000. Fjölgun íbúa. gamkvæmt áætlun Hagstof- unnar mun árleg fjölgun landsmanna verða um 2% á Framh. af 10. síðu. MB

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.