Vísir - 21.05.1962, Qupperneq 9
Mánudagur 21. maí 1962.
VISIR
9
: ; : V
Hér í Hvassaleiti rís stærsta viðskiptamiðstöð borgarinnar á næstu misserum. Framkvæmda-
stjórinn verður Sigurður Magnússon.
Bætt þjónusta verzlun-
arinnar við borgarbúa
SpíaBlað við Sigurð Magnússon,
formann Kaupmannasamtakanna
Snemma á laugardags-
morguninn tók ungur
maður ásamt félögum
sínum, fyrstu skóflu-
stunguna á opnu svæði
uppi við Hvassaleiti,
þar sem stærsta verzl-
anamiðstöð borgarinn-
ar mun rísa af grunni á
næstu misserum. Þessi
ungi maður var Sigurð-
ur Magnússon, 10. mað-
ur á lista Sjálfstæðis-
flokksins við borgar-
stjórnarkosningarnar.
Sigurður verður fram-
kvæmdastjóri þessarar
m i k 1 u viðskiptamið-
stöðvar. Við það starf
hefir hann langa
reynslu að baki sér. Um
árabil hefir hann rekið
verzlunarfyrirtæki hér í
bæ og fyrir ári sýndu
íslenzkir kaupsýslu-
menn honum þann trún
að að kjósa hann sem
formann samtaka sinna,
KaupmannaSamtaka ís-
lands. Og nú hefir hann
verið kjörinn til þess
starfs í annað sinn.
Cigurður Magnússon er aðeins
k"7 33 ára að aldri, en hann á
óvenju viðburðaríkan starfs-
feril að baki, þótt aldurinn sé
ekki hár. Eins og margir borg-
arbúar er Sigurður fæddur og
uppalinn úti á landi. Hann er
frá Reyðarfirði og eru foreldrar
hans Rósa Sigurðardóttir og
Magnús Guðmundsson verzlun-
armaður. Eftir fermingu kom
Sigurður hingað til bæjarins og
innritaðist í Verzlunarskólann.
Á skólaárunum vann hann alla
algenga vinnu eins og gengur
og gerist, og vai m.a. mat-
sveinn á skipum og í landi. Ár-
ið 1948 gerðist hann fram-
kvæmdastjóri íþróttabandalags
Reykjavíkur og gegndi því
starfi samfleytt í fimm ár.
Þar fékk Sigurður sín fyrstu
kynni af félagsstarfsemi, sem
hann hefur síðan tekið svo rík-
an þátt í á ýmsum sviðum.
Starfs síns fyrir íþróttabanda-
lagið minnist Sigurður með
ánægju og gleði.
— Innan íþróttahreyfingar-
innar er að finna marga af okk-
ar allra beztu og mætustu
mönnum, segir hann. Kynni
mín við þá hafa verið mér
ómetanleg, bæði meðan ég
starfaði óskiptur fyrir íþrótta-
hreyfinguna í bænum og jafnan
siðan. Eignaðist ég þar marga
af mínum beztu vinum.
Og á þessum árum lágu leið-
ir Sigurðar og Gísla Halldórs-
sonar ,sem skipar þriðja sætið
á framboðslistanum, fyrst sam-
an.
Samhliða þessu framkvæmda
stjórastarfi vann Sigurður
mikið að þjálfarastörfum, sér-
staklega i handknattleik. Fór
hann keppnisferðir með hand
knattleiksliðum sem þjálfari
þeirra, bæði innanlands og ut
an.
Og ennþá stundar Sigurður
íþróttir í frístundum sínum. Þó
ekki handknattleik eins og hér
áður fyrr. Nú eru það aðallega
laxveiðar og golf yfir sumar-
tímann, þegar tækifæri gefst
til. En frístundirnar eru ekki
ýkja margar. Sigurður er
kvæntur Sigrúnu Sigurðardótt-
ur. Heimili þeirra stendur í
Vesturbænum, að Melhaga 16.
Tvo drengi hafa þau hjónin
eignazt, og þann yngri aðeins
fyrir fáum mánuðum. Hann
heitir Jóhann. Sá eldri er orð-
inn 5 ára og heitir í höfuðið
á pabba sínum, Sigurður Rún-
ar.
Tjegar Sigurður Iét af störf-
um hjá l.B.R. hóf hann
sjálfstæðan verzlunarrekstur.
— Fyrst verzlaði ég, segir
Sigurður, í gömlu húsi á Berg-
staðastígnum, númer 15. Var
það verzlunín Blanda, sem
margir muna eftir. Húsið var
gamalt, eins og ég sagði, og
óhentugt sem húsnæði fyrir
matvöruverzlun, svo ég flutti
verzlunina eftir nokkra hríð inn
í Skipasund. Þar rak ég hana
um tíma, en fluttist síðar í
Vesturbæinn, og stofnaði Mela-
búðina á Hagamelnum. Síðan
kom að því að ég réðst í að
stofna fyrirtækið Austurver á
mótum Miklubrautar og Stakka
hlíðar, ásamt aðilum úr öðrum
verzlunargreinum.
Nú er Sigurður framkvæmda
stjóri Austurvers og Melabúð-
arinnar. En eins og fyrr segir,
þá hefur hann ekki látið hér
staðar numið. Fyrir þremur ár-
um sótti hann og félagar hans
um lóð undir verzlunarrekstur
í hinu nýja Hvassaleitishverfi.
Bæði Austurver og Melabúðin
starfa í leiguhúsnæði og því
töldu þeir félagar æskilegt að
fyrirtækið kæmist í eigið hús-
næði. Hin nýja viðskiptamið-
stöð er, eins og áður segir, í
Hvassaleiti við Háaleitisbraut,
sunnan Miklubrautar. Verða
þar hvers kyns þjónustufyrir-
tæki til húsa fyrir íbúa hverfis-
ins. Sigurður hefur lagt mikið
starf í að kynna sér slíkar við-
skiptamiðstöðvar (shopping-
centres), en hér á landi eru
þær enn ókunnar. Hefir hann
farið erlendis og skoðað slík
fyrirtæki og setið ráðstefnur,
þar sem rætt hefur verið um
ýmsa þætti þeirra. Gerir Sig-
urður ráð fyrir því að þessi
mesta verzlanamiðstöð bæjar-
ins verði byggð á ca. einu og
hálfu ári og mun hún auðvitað
bæta úr mjög brýnni þörf í
Hvassaleitishverfinu, þar sem
mjög skortir nú verzlanir.
Hver er
maðunnn?
i"Wg Sigurður hefur alla tíð
^ verið mjög félagslyndur
maður og sjálfur segir hann svo
frá, að hann hafi allt frá önd-
verðu haft mikla ánægju af að
vinna að sameiginlegum hags-
munum verzlunarmannastéttar-
innar. Fyrsta trúnaðarstarfið,
sem honum var falið á þeim
vettvangi var formennska í Fé-
lagi matvörukaupmanna. Því
starfi gegndi Sigurður í tvö ár,
en tók sér frí frá félagsmálun-
um, er hann vann að stofnsetn-
ingu Austurvers.
En í maí síðasta ár var hana
síðan kjörinn formaður Kaup-
mannasamtaka íslands. Eins og
að líkum lætur er það mikið
starf og fjölþætt. I samtökun-
um eru 17 aðildarfélög úr hin-
um ýmsu verzlunargreinum, en
alls eru um 500 fyrirtæki og
stöfnanir meðlimir. Eru þau
fyrirtæki flest staðsett hér í
Reykjavík og nágrenni, en einn-
ig úti um land. Sem formaður
samtakanna telur Sigurður það
sitt höfuðhlutverk að vinna að
þeim málefnum verzlunarinnar
í landinu, sem snúa að hinu op-
inbera og skapa verzluninni
sem bezta aðstöðu í þjóðfélag-
inu. Er þar um mörg mál að
véla og eitt hið stærsta verk-
efni hans er að halda á sjónar-
miðum verzlunarstéttarinnar
gagnvarl ríkinu, m.a. í tollamál-
um, verðlagsmálum og skatta-
málum, svo eitthvað sé nefnt.
Að auki er stór hluti starfs
hans að fjalla um innbyrðis
skipulag og fullkomnun verzl-
unarfyrirtækja almennt.
— Því hefur oft verið hald-
ið á lofti, segir Sigurður, að
kaupsýslumannastéttin stæði
ekki þétt saman. Staðreyndin
er hins vegar sú, • að þetta á
ekki lengur við, vegna þess að
félagssamtök þeirra vaxa nú ár
frá ári og innan samtakanna
er fjallað um öll hagsmunamál
stéttarinnar af fyllsta skilningi
og tillitssemi. Þannig fyrir-
finnst ekki lengur sundur-
þykkja milli smásölu og stór-
sölu. Þvert á móti vinna þess-
ir aðilar nú mjög vel saman og
hafa í same.iningu lyft Grettis-
tökum. Nægir þar að benda á
stofnun Verzlunarsparisjóðsins,
sem nú er orðinn banki, og
Tollvörugeymslunnar.
'l/'ið spyrjum Sigurð hver
verða munu helztu hugðar-
efni hans 1 borgarstjórn Reykja
víkur. Hann svarar:
— Eins og að líkum lætur
þá hef ég vegna míns starfs
og afskipta af málefnum kaup-
sýslumanna mikinn áhuga á þv£
að vinna að endurbótum og
skipulagningu á öllu, sem lýtur
að verzlun og vörudreifingu í
borginni. í þeim efnum er ekki
hvað minnst um vert að gæta
þess að fyrir staðsetningu verzl
unarfyrirtækja sé svo séð að
Framh. á 3. síðu.
Á heimili Sigurðar Magnússonar að Melhagal6. Kona hans, Sigrún Sigurðardóttir heldur á
yngri drengnum, Jóhanni, þriggja mánaða. Sigurður litli Rúnar er fimm ára. (Ljósm. I.M.).