Tölvumál - 01.04.1989, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.04.1989, Blaðsíða 5
Tölvumál Mars 1989 Á Norðurlöndunum eru alls staðar starfandi systurfélög Skýrslutæknifélags íslands, meira að segja tvö í Svíþjóð. Árið 1968 stofnuðu þessi félög með sér samband, sem var nefnt Nordisk Dataunion. íslenska Skýrslutæknifélagið var, eins og allir vita, stofnað það ár og þótt menn hafi vitað um Norræna samstarfið þá, var ákveðið að ganga ekki inn í það að svo stöddu. H Tilgangur NDU Tilgangur samtakanna er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum aðildarfélaganna. f þessu skyni hefur Nordisk Dataunion staðið fyrir ráðstefnum, fundum og námsstefnum af ýmsu tagi. H NordDATA ráðstefnan Þekktust er eflaust hin árlega NordDATA ráðstefna sem aðildarfélögin halda til skiptis ár hvert og færist á milli landanna í röð. í ár verður hún í Danmörku, næst í Svíþjóð, þá í Noregi og svo í Finnlandi og svona koll af kolli. NordDATA ráðstefnan er langstærsti viðburðurinn á tölvusviði á Norðurlöndum, þátttakendur um tvö þúsund, um tvö hundruð fyrirlestrar haldnir, nokkrar námsstefnur og oft eru stórar tölvusýningar í tengslum við ráðstefnuna. H Aðrar ráðstefnur Annar, nokkum veginn árviss viðburður í starfi Nordisk Dataunion, hefur verið ráðstefha sem haldin er um eitthvert eitt afmarkað málefiú, sem er ofarlega á baugi á Norðurlöndum og ástæða er til að samræma á milli landanna, stuðla að ákvarðanatöku stjómvalda um eða á annan hátt þykir þörf á að ýtavið. Dæmi um þetta er ráðstefnan um höfundarrétt hugbúnaðar sem haldin var í Helsingör í Danmörku haustið 1987. Til hennar var boðið embættismönnum og stjómmálamönnum, ásamt lögfræðingum og tölvumönnum, sem hafa beitt sér fyrir löggjöf og setningu reglna um þau mál. Fyrir nokkrum ámm var svipuð ráðstefiia haldin um tölvur og skólamál hér á landi á vegum samtakanna. Hún þótti takast mjög vel. H Önnur samstarfsverkefni Fleiri samstarfsverkefni hafa verið tekin fyrir, s.s. kynningarátak um upplýsingatækni, sem gert var fyrir nokkmm ámm. Þá var ein vika helguð kynningunni samtímis í öllum löndunum og stóðu félögin fyrir ýmiss konar kynningarstarfi, hvert í sínu landi, með ýmsu móti, en höfðu samvinnu um undirbúning og upplýsingagjöf. H Útgáfustarf NDU Jafnfiramt þeirri samvinnu, sem félögin í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hafa haft í Nordisk Dataunion, stofnuðu þau hlutafélagið DATA til að annast sameiginlega útgáfustarfsemi. DATA A/S hefur gefið út tímarit og blöð með svolítið breytilegu sniði, nú síðast tímaritið DATA, sem kom út sex sinnum á ári. Um síðustu áramót var útgáfu þess hætt og ákveðið að leggja hlutafélagið niður frá miðju þessu ári. Fráþvíað útgáfufélagið var stofnað hefur úrval blaða og tímarita um tölvu- og upplýsingamálefni aukist til muna og þörf og grundvöllur fyrir samnorrænu tímariti ekki sá sami og í byrjun. H Skrifstofa Þetta veldur nokkrum breytingum á skrifstofuhaldi Nordisk Dataunion. Frá stofnun samtakanna hefur Nordisk Dataunion Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri f ár verður NordDATA ráðstefnan haldin íDanmörku 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.