Tölvumál - 01.04.1989, Blaðsíða 9
Tölvumál Mars 1989
Samskiptaforritið aðlagar tölvuna að
þeim tæknilegu atriðum sem
samskiptin krefjast. Þar er fyrst og
fremst átt við módemið og
samskiptalínuna. Auk þess hafa
forritin oftast að geyma einingar
sem einfalda samskiptin að öðru
leyti. Þar má nefna atriði eins og
sjálfvirka vistun innkominna
upplýsinga á diski, geymslu
aðgangsorða (varasamt!) og
forritunarmál. Hægt er að nota slík
forritunarmál til að skrifa fjölva til
að hringja, leita og vista sóttar
upplýsingar á diski jafnóðum og
þær berast.
■ Símalínan
Ekki þarf að leigja sérstaka línu til
samskiptanna, hægt er að nota sömu
línuna og er notuð fyrir símann.
Með klótengli eru módemið og
síminn sett í samband við sama
veggtengilinn. Þannig nýtist ein og
sama línan bæði til tölvu- og
mannlegra samskipta.
Fyrir sambönd þar sem krafist er
stöðugs sambands er leigð lína sem
þá er fasttengd á milli tveggja
modema.
■ Modemið
Modemið er eins og áður er getið
lykillinn að tölvusamskiptum. Hér
verður fyrst og fremst fjallað um
óklukkuð modem (asynchronous
modems) en þau eru aðallega notuð
til almennra tölvusamskipta.
Ekki er langt síðan slík modem voru
svo dýr að ekki var á allra færi að
kaupa þau. Algengt modem kostaði
á bilinu 100 - 150 þúsund krónur.
Mun fullkomnari módem eru nú
fáanleg á 10. hluta þess verðs auk
þess sem úrval hefur aukist frá því
sem áður var.
Modem þarf að velja af kostgæfni.
Gæta þarf að tæknilegum atriðum
jafnt og verðum. Hér á eftir verður
fjallað um helstu tæknilegu atriðin
sem varða modem, til að
lesandanum reynist auðvelt að meta
sjálfur hvaða modem falla innan
þess ramma sem hann setur sér.
■ Modemstaðlar
Heiminum er skipt í tvö svæði hvað
stöðlun varðar. í Bandaríkjunum er
löng hefð fyrir modemnotkun og
voru snemma gefnir út staðlar um
modem af Bell símafélaginu. Bera
þeir nafn félagsins t.d. Bell 103
(300 b/s).
CCITT, sem er alþjóðleg
staðlastofnun símastjóma, hefur
einnig staðlað modem og bera þeir
staðlar nöfn eins og V.21 (300 b/s),
V.22 (1200 b/s) og V.22bis (2400 b/
s). Sá galli er hins vegar á gjöf
Njarðar að þó að staðlar beggja taki
til módema sem vinna á sama hraða,
þá vinna modem byggð eftir CCITT
staðli ekki á móti Bell-módemum.
Hér á landi hefur Póst- og
símamálstofnunsett um það reglur
að modem skuli vera samkvæmt
CCITT staðli. Þetta getur í sumum
tilvikum valdið vandræðum í
samskiptum við bandarísk fyrirtæki,
þar sem þau bjóða aðeins aðgang
með módemum skv. Bell staðli.
Modem framleidd í Asíu og
Bandaríkjunum eru mörg gerð til að
vinna samkvæmt Bell- og CCITT-
stöðlum. Eru af því mikil þægindi.
Póst- og símamálastofnun leyfir
hins vegar ekki notkun slíkra
módema hér á landi.
Sé samband haft um almenna
gagnanetið er þetta vandamál þó
ekki til staðar þar sem modemið
þarf aðeins að vera aðhæft því
gagnaneti sem er í viðkomandi
landi. Flest lönd í Evrópu og
Norður-Ameríku hafa a.m.k. eitt
gagnanet, en það eru nokkurs konar
símkerfi fyrir tölvur.
■ Modemhraðar
í svigum á efrir nöfnum staðla, í
greininni hér á undan, kemur fram
Samskiptaforrit aðlaga tölvuna að
módeminu og samskiptalínunni sem
notuð er.
Fyrir sambönd þar sem krafist er
stöðugs sambands er leigð lína sem
þá erfasttengd á milli tveggja
modema.
9