Tölvumál - 01.04.1989, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.04.1989, Blaðsíða 10
Tölvumál Mars 1989 Hægt er að láta modemið hringja, svara línunni, stilla sig í sjálfsvörunarhátt, bergmála allt sem frá tölvunni kemur og rjúfa sambandið. samskiptahraði sá sem staðlamir eiga við. Til að tvö modem geti unnið saman þurfa þau að vera stillt á sama gagnaflutningshraða. Sá hraði er mældur í fjölda sendra bita á sekúndu, eða b/s. Staðlamir taka til hraða sem em tvöfaldur hraði næsta staðals á undan. Byrjað er við 300 b/s. Þannig em til staðlar yfir modem sem era 300 b/s, 600 b/s, 1200 b/s, 2400 b/s, 4800 b/s og svo framvegis. Sum modem, s.k. fjölhraðamodem, geta unnið samkvæmt tveimur eða fleiri stöðlum. Algengt er að modem vinni þannig á bæði 300 b/s og 1200 b/s. Samskiptahraðinn segir til um flutningsgetu modemsins. Oft er deilt með tíu í hraðann til að fá flutningsgetuna miðað við tákn á sekúndu. Þannig sendir 1200 b/s modem um 120 tákn/sek. Fyrir almenn samskipti um símalínur, t.d. á milli landshluta, getur verið erfitt að nota hraða sem er yfir 1200 b/s. Það getur þó ráðist af aðstæðum hverju sinni. Á fastri línu em hraðar 9600 - 19200 b/s mögulegir. ■ Almennir eiginleikar modema Mikilvægt er að modem sé samþykkt af þar til bæmm yfirvöldum. Sé ekki svo geta tæknilegir eiginleikar þeirra valdið traflunum á símakerfinu og erfiðleikum á að ná sambandi í undantekningartilfellum. Modem ætti að hafa merkjaljós til að notandinn geti gert sér grein fyrir hvemig samskiptunum miðar: • Ljós sem sýnir að samband sé komið á • Ljós sem sýnir að gögn em að koma • Ljós sem sýnir að gögn era að fara Að auki era ýmis önnur merkjaljós sem fyrst og fremst þjóna viðgerðaraðilum. Módeminu á að fylgja snúra til þess að tengja það við tölvuna. Þetta er afar mikilvægt, því ekki eru öll RS232C tölvutengi eins og því nauðsynlegt að snúran sé gerð fyrir þá tölvu sem modemið á að tengjast. Þá ætti modemið að vera þannig að ekki þurfi annað en að stinga því í samband við símatengil (klótengill á snúrunni) ■ HAYES skipanamálið Lengi vel vora modem ósjálfbjarga (dumb) en fyrir nokkram áram setti bandarískur modemframleiðandi á markað modem sem hægt var að stjóma frá tölvunni. Með skipunum sem sendar era frá hnappaborði tölvunnar, eða samskiptaforriti, er modemið látið hringja, svara línunni, stilla sig í sjálfsvörunarhátt, bergmála allt sem frá tölvunni kemur og rjúfa sambandið. Einnig era til skipanir til að stjóma ýmsum öðrum aðgerðum svo og raffræðilegum eiginleikum modemsins. Þessar skipanir era flestar eins stafa, með viðauka til frekari aðgreiningar og stýringar. Á undan þeim fara stafimir AT sem era stytting úr orðinu ATtention. Eftir að samband er komið á verða AT skipanir óvirkar af eðlilegum ástæðum. Til þess að ná athygli modemsins verður tölvan þá að senda +++, en þegar modemið svarar með OK er hægt að breyta stillingum þess án þess að samband rofni. Með tilkomu sjálfbjarga (intelligent) módema sem skilja HAYES skipanir hafa komið á markað samskiptaforrit sem geta stjómað samskiptunum frá upphafi til enda. Til dæmis er hægt að rita einfaldan fjölva sem hringir í ákveðinn gagnabanka, gefur öll lykilorð, fer á ákveðinn stað í gagnabankanum og gerir leit, vistar fundnar upplýsingar á diski og rýfur sambandið. Þetta 10

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.