Tölvumál - 01.04.1989, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.04.1989, Blaðsíða 11
Tölvumál Mars1989 gerist allt án þess að mannshöndin komi nærri. ■ Framtíðin Verð módema hefur farið stöðugt lækkandi á undanfömum árum. Stutt er í að framleidd verði modem sem em ein eða tvær dvergrásir. Líklegt er að þá verði modem hluti af sérhveiri tölvu vegna þess aukna mikilvægis sem samskipti við upplýsingamiðlara fá. Með stafrænum símakerfum og fullkomnari gagnanetum er líklegt að samskiptahraði muni aukast verulega og þá um leið það gagn sem af samskiptum má hafa. í desember 1985 kom út í ritröð íslenskrar málnefndar Tölvuorðasafn sem Orðanefnd Skýrslutæknifélags íslands bjó til útgáfu. í Tölvuorðasafninu eru íslensk og ensk heiti á tæplega 2600 hugtökum, sem lúta að tölvunotkun og tölvutækni. Á vegum stjómar Skýrslutæknifélags íslands var safnað fé til þess að greiða kostnað við ritstjóm orðasafnsins. íslensk málnefnd greiddi hins vegar allan annan útgáfukostnað. ■ Tölvuorðasafnið Af einhverjum ástæðum hefur Tölvuorðasafnið ekki orðið sú metsölubók sem til var ætlasL Því hefur málnefndinni ekki enn tekist að greiða allar skuldir vegna útgáfu orðasafnsins. Veira er þó að ekki hefur verið unnt að nota tekjur af sölu bókarinnar til þess að kosta vinnu við að endurskoða orðasafnið. Þótt ekki hafi selst mörg eintök af Tölvuorðasafninu hefur það haft ótrúlega mikil áhrif á skrif um tölvutækni. Flestir sem þýða og skrifa efni um tölvutækni virðast nota það. Af máli manna má jafnframt ráða að vilji sé fyrir því að starfi orðanefndar sé haldið áfram. ■ Orðsmíð mikilvæg Orðaforði í tölvutækni vex og breytist hraðar en í mörgum öðmm greinum. Þess vegna er mjög nauðsynlegt að fylgst sé vel með og breytingum og viðbótum komið á ffamfæri sem fyrsL Það er mikil vinna fólgin í því að fylgjast með þróun í orðaforða tölvutækninnar erlendis og koma þeim breytingum á framfæri við íslenska tölvunotendur. Slík vinna kostar fé. Við skomm því á félagsmenn í Skýrslutæknifélaginu, aðra lesendur Tölvumála og unnendur íslenskrar tungu að hjálpa okkur til þess að finna leiðir til þess að selja Tölvuorðasafnið. Með því vinnst tvennL Við stuðlum að því að sem flestir geti talað og skrifað um tölvutækni á góðri íslensku og styrkjum fjárhagsgrundvöll málræktarstarfsins. Þeir sem enn hafa ekki keypt fermingargjafir hafa þama ágæta hugmynd. Hvernig væri að forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana keyptu nokkur eintök af Tölvuorðasafninu og dreifðu meðal starfsmanna sinna? Þá hafa menn ekki lengur neina afsökun fyrir því að “sletta”! Orðabókaútgáfan, Bergstaðastræti 7, sér um dreifingu Tölvuorðasafnsins. Það er einnig selt í mörgum bókaverslunum og fæst bæði innbundið og sem kilja.l I Frá Orðanefnd Sigrún Helgadóttir 11

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.