Vísir - 25.05.1962, Page 3
Föstudagur 25. maí 1962.
VISIR
3
Verðandi knattspyrnuhetjur við félagsheimili Ármanns.
Unnið fyrir æsku
borgarinnar
Drengir að leik við Vals-heimilið.
Æskan er vaxtarbroddur
borgarinnar og að henni verð
ur áð búa sem bezt. Iþrótt-
irnar eru snar þáttur í upp-
eldi heilbrigðrar og lífsglaðr-
ar æsku og framsýn borgar-
yfirvöld skapa þau skilyrði
að unga fólkið í borginni geti
eytt tómstundum sínum við
holia Ieiki og íþróttir.
Á síðustu fjórum árum
veitti borgarstjórnin 1.4 mill-
jónir króna til íþróttasvæða
og heimila víðsvegar um borg
ina. Áður höfðu íþróttafélög-
unum verið látnar Ióðir í té
og þær skipulagðar á kostn-
að borgarinnar. Með þessum
fjárstyrk og öðrum fyrr hafa
félögin komið sér upp mynd-
arlegum heimilum og íþrótta-
svæðum. Fjögur íþróttafélags
heimili hafa risið í borginni,
2 stórir íþróttavellir, 4 gras-
vellir, 5 malarvellir og nú
verður nýi golfvöllurinn brátt
fullgerður. Við þessar fram-
kvæmdir hafa íþróttafélögin
sýnt frábæran dugnað. Birt-
um við hér í Myndsjánni í
dag myndir af þremur íþrótta
heimilanna, sem reist hafa
verið með stuðningi frá þorg-
aryfirvöidunum.
Auk þessa veitti borgin 2
milljónir króna síðustu árin
til íþróttanámskeiða, sem far-
ið hafa fram á félagsvöllun-
um fyrir ófélagsbundið æsku-
fólk.
Sjálfstæðismenn hafa þann
ig haft forystu um að veita
æsku Reykjavikur stórbætt
skilyrði til íþróttaiðkana og
þeir munu halda því áfram.
Sundlaug Vesturbæjar er full
gerð og íþróttasvæðið í Laug-
ardal verður brátt fullgert
með stærstu sundlaug lands-
ins. Vélfryst skautasvell verð
ar byggt og nýr Malarvöli-
ur gerður.
Þannig munu framkvæmd-
ir fyrir æsku borgarinnar enn
auknar af hálfu Sjálfstæðis-
manna í borgarstjóm.