Vísir


Vísir - 25.05.1962, Qupperneq 13

Vísir - 25.05.1962, Qupperneq 13
Föstudagur 25. maí 1962. narnir - eitt mikilvæg- asta þjónustutæki borgarinnar Strætisvagnar Reykja- víkur eru fyrir löngu orðnir eitt af mikilvæg- ustu þjónustutækjum borgarinnar. Með þeim ferðast að jafnaði 60— 70 þús. manna á dag. Það skiptir því almenn- ing miklu máli, hvernig þessu fyrirtæki er stjórn að. Á kjörtímabilinu hef ur verið unnið ósleiti- lega að bættri þjónustu strætisvagnanna og aukinni hagkvæmni í rekstri. — Tíðindamaður Vísis hitti að máli hinn vinsæla og ötula for- stjóra, Eirík Ásgeirsson, og bað hann að segja lesendum blaðsins frá rekstri fyrirtækisins síð- ustu árin. 22 nýir vagnar 5 nýjar leiðir. Á kjörtímabilinu hafa verið teknir í notkun 22 nýir vagn- ar, hver fyrir 80 farþega. Alls eru nú í umferð 48 strætis- vagnar, allt dieselvagnar. Síð- ustu benzínvagnarnir voru teknir úr umferð 1960. Á kjörtímabilinu var hafinn Eiríkur Ásgeirsson akstur á 5 nýjum leiðum — í Bústaðahverfi, Álfheima, Aust- urhverfi, Háaleiti og siðast nú fyrir skömmu leið um suðvest- urbæinn og Seltjarnarnes. Akstur á öðrum leiðum hefur verið aukinn, svo og nætur- og helgidagaakstur. Ný endastöð var tekin í notkun við Kalk- ofnsveg og biðskýlum fjölgað. Bygging nýs verkstæðishúss hefur verið vandlega undirbúin. Vagnakostur góður fargjöld lág. Strætisvagnarnir sem nú eru í notkun, eru af ágætri gerð og fullkomlega sambærilegir við slík farartæki í öðrum vestræn- um löndum. Fargjöld eru miklu lægri hér enn í nágrannalöndunum, t. d. Norðurlöndum og Þýzkalandi, en þar eru þau 4 — 5 kr. eða um 100% hærri en hér. Viðskiptafrelsinu að þakka. Forstjórinn sagðist þakka það viðskiptafrelsinu, hve greitt hefði gengið að endurnýja og auka vagnakostinn. Hann kvaðst t. d. muna að eitt sinn á tímum haftanna hefði hann sótt um gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi fyrir 6 nýjum vögn- um, og eftir að.hann hefði 13 sinnum, ýmist munnlega eða skriflega, haft samband við innflutningsnefndina, hefði ár- angurinn orðið einn vagn. Þetta hefði að vísu Iagast dálítið á síðustu árum haftanna, þegar yfirvöldunum fór að skiljast, að hér var um þjónustu að ræða, sem er almenningi álíka nauðsynleg og vatn og rafmagn, en veruleg breyting hefði þó fyrst orðið eftir að innflutning- urinn var gefinn frjáls, enda þá strax á fyrsta ári fluttir inn 12 vagnar, eða *4 þeirrar tölu, sem nú er í notkun. v sem þó væri mjög vandasamt. Leikni þeirra í umferðinni væri oft aðdáunarvert og þau skipti ótalin, sem þeir hefðu með að- gæzlu og snarræði afstýrt slys- um. Þess verður stundum vart, sagði forstjórinn, að fólk lítur strætisvagnana óhýru auga í umferðinni. En þá er þess að gæta, að þeim er ætlaður viss tími í ferðina, og því er það veigamikið atriði að þeir eigi sem greiðasta ' leið. Menn skyldu hafa í huga, hve mikil- væga þjónustu þessi farartæki veita og að fólkið, sem ferðast með þeim, leggur að vissu leyti fram sinn skerf til þess að létta á bílaumferðinni. Leiðabók SVR. Loks er rétt að minna fólk á hina ágætu leiðabók strætis- vagnanna, sem gefin var út fyr- ir skömmu. Þar eru margvísleg- ar upplýsingar fyrir farþega um viðkomustaði, brottfarartíma, nætur- og helgidagaakstur, götuskrá Reykjavíkur o. fl. Nokkrir þeirra 70 þúsund Reykvíkinga sem strætisvagnarnir flytja á hverjum degi, stíga út úr vaeninu við Kalkofnsveg. (Ljósm. Vísis,, I. M.) © ,r unum. Þegar þeir komu í Sam- vinnusparisjóðinn var fyrsti mað- ur, sem þeir komu auga á, annar i drykkjufélaganna frá nóttinni og Framh. á bls. 5 Nauðsynlegt að fylgjast með nýjungum og auka þjónustuna. Forstjórinn kvað það eitt veigamesta atriðið, að fylgjast vel með öllum nýjungum og 1 Nýlega endaði gleðskapur gestrism að bjóða mönnum heim halda vögnunum svo vel við, \Þr*g£Ía ungra manna hér í Reykja | til að bera upp á þá þjófnað að i , * » að ávallt séu í notkun strætis- tvík með'hálfgerðri skelfingu. j ósekju. Varð af þessu nokkur upp- | /- QTnQnTO “ vaenar sem uppfylla ýtrustu ? Þannig var málum háttað að 19 : steytur og orðaskak sem lyktaði' kröfur um öryggi og þægindi. Vissulega væru mörg verkefni óleyst enn. Það þyrfti að auka þjónustuna enn meira, fjölga ferðum á ýmsum leiðum, fjölga biðskýlum byggja verkstæði og sjálfvirka þvottastöð o. m. fl. Ef stöðugt væri unnið eftir megni að bættri þjónustu, yrði fyrirtækið alltaf í óbeinni sam- keppni og því ekki hætta á stöðnun, þótt það sé rekið af opinberum aðila. Bætt þjónusta er góðu starfsfólki að þakka. Að lokum kvaðst forstjórinn vilja leggja áherzlu á það, að það sem áunnist hefði um bætta þjónustu mætti að mjög miklu leyti þakka góðu starfs- fólki. Vagnstjórarnir væru t. d. afbragðs menn I sfnn starfi, |ára gamall Reykvíkingur hitti tvo klitlu eldri pilta að máli í fyrri- nótt þar sem þeir voru að ’skemmta sér. Og þar sem honum 1 |líkaði næsta vel við þessa tvo ná- j junga bauð hann þeim heim til sín j ’þar sem drykkjunni skyldi hald- , ‘ið áfram. Varð það úr að þeir j Itóku boði hans, fóru heim með ! jhonum og héldu drykkjunni á- 1 ’fram. Að nokkurri stundu liðinni )þurfti húsráðandi að bregða sér jfrá stundarkorn. Þegar hann kom !inn aftur veitti hann því athygli, ’að 200 krónur í peningum, sem |lágu á borði í herberginu voru khorfnar. Þarna gat enginn verið jvaldur að peningahvarfinu nema Jannar hvor piltanna sem komið (höfðu heim með honum, ef ekki jbáðir. Hann gerði sér því lítið jfyrir og bar stuldinn upp á þá fé- [laga, en þeir brugðust hinir verstu við og fannst það lítil kurteisi og með því að húsráðandi rak félaga ! sína út og taldi að þau kunningja slit væru vel 200 króna virði. En hvort sem húsráðanda mun hafa grunað félaga sína um eitt- hvað annað og meira, eða það var af einskærri tilviljun, þá leit hann inn í ólæstan skáp í stofunni nokkru eftir að þeir voru famir. Brá honum þá illa í brún því úr skápnum voru horfnar tvær banka bækur með verulegum innstæð- um. í annarri bókinni, sem var á Samvinnusparisjóðinn, var 44.500 króna innstæða, en í hinni, sem var á Landsbankann var 25 þús. kr. innstæða. Ennfremur hafði horfið lítill vindlakassi. Við þessi tíðindi vakti pilturinn föður sinn og sagði farir sinar ekki sléttar. Ákváðu þeir að rísa það árla úr rekkju að þeir væru komnir niður I bankana tvo um það leyti sem þeir væru opnaðir til þess að hindra útborgun úr bók Framh. af 4. síðu. kr. og krafðist þess að fá þær af- hentar aftur. Konan þorði ekki að rengja manninn um þetta ,enda var hann hinn stífasti. Lét hún hann hafa 1000 kr. úr hirzlunni. Greiddi maðurinn jafnframt fyrir kerruna og fékk hana afhenta. Við nánari eftirgrennslan kom í ijós að hér höfðu orðið omistök, en þá var maðurinn allur á bak og burt. Það eru eindregin tilmæli til manns þessa, að hann gefi sig fram og skili peningum þessum. Sinni hann því ekki, verður málið afhent lögreglunni. Konan og fleiri sem viðstaddir voru munu treysta sér til að þekkja mann þennan aftur og einnig er fyrir hendi ná- kvæm lýsing á bifreið þeirri, sem hann var á, en í henni voru tveir menn auk hans, þannig að auðvelt verður að hafa upp á manninum ef með þarf.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.