Vísir - 25.05.1962, Page 16

Vísir - 25.05.1962, Page 16
WÍSSHj Saarar fjölskvidu 3200kr. Föstudagur 25. maí 1962. Áætlun borgarstjórnar Reykjavíkur um lagningu hitaveitu í öll skipulögð hverfi borgarinnar á fjórum árum er stærsta verkefnið á næsta kjörtímabili og mesta hagsmunamál borgarbúa. Er nú þegar unnið að framkvæmd fyrsta áfanga þessa verks, þar sem nú er verið að leggja hitaveitu í Laugarneshverfið. Öll hús á þessu svæði hafa verið hituð með olíu en hitaveitan er sérstaklega mikið hagsmunamál fjöl skyldnanna, vegna þess hve miklu ódýrari hún er en olíukyndingin. Samanburður á olíu og hitaveitu Það er áætlað að til þess að hita meðalstóra íbúð í Reykjavík þurfi 4500 lítra af olíu á ári. Sú olía kostar um 7 þúsund krónur. Til að hita sömu íbúð þarf 770 rúmmetra af hitaveituvatni á ári, sem kostar 3800 krónur. Sparnaður af notkun hitaveitunn ar fyrir hverja fjölskyldu er því 3200 krónur á ári. Hitaveitunni fylgja ennfremur mikil þægindi, menn losna við viðhaldskostnað og eftirlit með olíukyndingu og andrúmsloftið í íbúðarhverfunum verður hreinna en áður. Af- öllu þessu má sjá, hvílíkt hagsmunamál hitaveitan er fyrir j bæjarbúa. Tryggið framkvæmd áætlunar Á síðasta kjörtímabili hefur hita veita verið lögð í Hlíðarnar, Höfða hverfið og Teigana í Laugarnesinu. Með þeirri viðbót bættust 8000 manns við á hitaveitusvæðið. Og nú á næstu þremur árum verður framkvæmdunum hraðað meir en nokkru sinni fyrr, þannig að hitaveita verði komin í öll skipu Iögð hverfi borgarinnar fyrir árs- lok 1965. Hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórninni haft forustu um samningu hitaveituáætlunarinnar og munu þeir vinna ötult að fram- kvæmd hennar á næsta kjörtíma- bili Reykvíkingar munu bezt tryggja örugga framkvæmd áætlun arinnar með því að veita lista Sjálfstæðismanna fylgi í borgar- stjórnarkosningunum. Samkomuhg við vetkammm í gær tókust samningar milli Vinnuveitendasambands íslands og Verkamannafélagsins Dagsbrúnar um nýjan kauptaxta verkamanna, þar sem kaup þeirra hækkar um Húsmæður og hitaveitan íbúarnir í raðhúsahverfinu við Otrateig eru meðal þeirra sem munu fá hitaveitu f hús sfn á þessu ári. En þó er þetta að- eins fyrsti áfanginn í þeirri víð tæku hitaveituáætiun, sem Sjálf stæðismenn f borgarstjóm hafa beitt sér fyrir, um hitaveitu f alla Reykjavík á næstu fjórum árum. Myndina sem hér birtist tók I.M. ljósmyndari Vfsls í morgun og sýnir hún húsmæð- ur vera að virða fyrir sér hita- veituframkvæmdirnar á Otra- teig. SC0TT HVÍLIST EFTIR VEL HEPPNABA GEIMFÖR Ovissan í gær um lendingu géim- farans Carpenters og afdrif hans snerist í mikinn fögnuð, er kunnugt var, að hann var heill á húfi. Fagnaðar- og jafnframt þakklæt- istilfinning er efst f huga allra Bandaríkjamanna, segir f fréttum þaðan í morgun, yfir hversu vel lyktaði geimför Scotts Carpenters, en enginn vissi neitt fulla þrjá stundarfjórðunga um það, hvort lending hans hefði tekist. Geimfarið lenti á sjó 200 km norðvestur af Puerto Rico. Vísinda mönnum í tilraunastöðinni á Flor- S/álfstæðismenn Sjálfstæðisflokkurinn þarf á sem flestu starfsfólki að halda á kjördag og fyrir. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, ungir sem aldnir, er- vinsamlega beönir að setja sig hið allra fyrsta í samband við skrifstofu flokksins, sem aug- Iýstar eru á öðrum stað hér í blaðinu. Skráning starfsfólks fer fram i Sjálfstæðishúsinu frá kl. 9 til 12 og 13 til 19, og i hverfaskrifstofum flokksins, frá kl. 14 til 22. Látið skrá ykkur strax I dag. idaskaga tókst fljótlega með að- stoð rafheila og annarra tækja, að komast að raun um hvar geim- farið mundi hafa lent, og var nið- urstaða allra útreikninga hin sama. Flugvélar voru sendar á vettvang og herskip, en allt að fjögurra stunda sigling var á lendingarstað- inn, sem var um 320 km þaðan, sem lending hafði verið ráðgerð. Það er talið, að það hafi verið vegna bilunar á hemlaútbúnaði, að lending fór ekki fram sem ráðgert var, — varð 15 sekúndna bið á, að Carpenter sjálfur gæti kveikt á hemlaeldflaugunum, og rátt á eftir dofnaði sambandið milli Cana veral og Carpenters. /Flugvél fan. geimfarið og sást einnig maður á gúmmífleka rétt hjá geimfarinu, þar sem það flaut á sjónum, og bjargaði þyria honum eftir að hann hafði hafzt við á flekanum í 3 klst. og flutti til flug- vélaskipsins Intrepid, þar sem fyrsta læknisskoðun fór fram, ,og fannst ekkert athugavert við Scott. Nú er Scott Carpenter kominn til Great Turk Island í Bahama- eyjaklasanum og hvílist þar í tvo sólarhringa, undirgengst frekari læknisskoðanir og segir nánar frá geimferð sinni. 6.54% — 9.06%, mest hjá þeim verkamönnum sem tii þessa voru lægst launaðir. Hin áður umsamda 4% kaup- hækkun, sem ganga átti í gildi 1, júní n.k. er innifalin í framan greindri hækkun. Auk þessa, sem hér er greint er einnig um nokkra tilfærslu til hækkunar milli ein- stakra flokka að ræða. Samkvæmt því samkomulagi sem náðst hefur gildir samningur þessi til 15. nóvember n.k. og hafi honum þá ekki verið sagt upp með mánaðar fyrirvara framlengist hann sjálfkrafa um sex mánuði, og svo áfram á meðan honum verður ekki sagt upp. Þó er heim- ild til að segja kaupgjaldsákvæð- um samningsins upp með eins mánaðar fyrirvara hvenær sem er til 15. nóv. n.k. ef vísitala fram- færslukostnaðar hækkar um 5 stig eða meira. Á sama hátt er hann uppsegjanlegur frá 15. nóv. til 15. maí að ári, ef vísitala hækk- ar á þvf tímabili um 7 stig eða meira. Ætlazt er til í þessum samningi að mánaðarkaup hækki hlutfalls- lega við umakaupið. SAMIÐ VIDIDJU Samningar náðust í gær milli Iðju, félags verksmiðjufólks og | iðnrekenda. Eru þeir samningar svipaðir og þeir sem Dagsbrún hefir náð, og ekki óhagstæðari, eftir því sem Vísir fékk upp- lýsingar um í morgun. Gert er ráð fyrir því að hinir nýju samningar gildi til 1. júní 1963. Allsherjaratkvæðagreiðsla mun fara fram bæði í félögum iðn- verkafólks og vinnuveitenda um samkomulag þetta næstu daga. » Rússneskt skip, Ingul, hefir komið með 1500 lestir alls konar sovétvopna til Casablanca í Mar- okkó — aðra sendinguna á tveim mánuðum. t Tuttugu Júgóslavar, sem voru á iðnaðarsýningunni í Hannover fyrir .íokkzu, fengu hæli sem pólitískir fióuamenn í V.-Þýzkalandi,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.