Tölvumál - 01.10.1989, Síða 3

Tölvumál - 01.10.1989, Síða 3
Tölvumál október 1989 TÖLVUMÁL FRÉTTABRÉF SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGS ÍSLANDS 7.tbl. 14. árg. október 1989 Skýrslutæknifélag íslands: Skýrslutæknifélag íslands er félag allra áhugamanna um upplýsingamál og upplýsingatækni á íslandi. Skýrslutæknifélag íslands, skammstafað SÍ, var stofnað 1968. Stofnendur voru liðlega 100 manns. Nú eru félagar nær 1000 talsins. Markmið félagsins er að vinna að eflingu upplýsingatækni á íslandi. Starfsemin er aðallega fólgin í að halda ráðstefnur, námsstefnur, félagsfundi með fyrirlestrum og umræðum og námskeið um sérhæfð efni og nýjungar í upplýsingatækni, oft í samvinnu við aðra aðila. Aðild er öllum heimil. Skýrslutæknifélag íslands er opinn félagsskapur. Tæknilegur og faglegur áhugi ræður ferðinni í félaginu. Skráning er með tvennum hætti: Annars vegar eru fulltrúar stofnana eða fyrirtækja og hins vegar einstaklingar. Tölvumál er málgagn SÍ. Það er vettvangur fyrir málefni og starfsemi félagsins. í því birtast athyglisverðar greinar og upplýsingar. Blaðið kemur út 9 sinnum á ári og er sent félagsmönnum að kostnaðarlausu. Orðanefnd hefur starfað innan félagsins allt frá stofnun þess. Hún hefur staðið að útgáfu Tölvuorðasafnsins sem er í stöðugri endumýjun. Á vegum SÍ starfa ýmsar aðrar nefndir. Efnisyfirlit: 4 Frá formanni. 6 Bókasafnskerfið Dobis/Libis. 7 Um bókina Software Engineering Economics. 8 S jálfvirkni í þýðingum. 10 Frá orðanefnd. 12 Tölvuvinnsla í íslenskri málstöð. 13 Fréttir af virðisaukaskattinum. 14 Tölvunet Verzlunarskóla íslands Skrifstofa félagsins er að Hallveigarstíg 1, 3. hæð, sími 27577. Framkvæmdastjóri þess er Helga Erlingsdóttir. Stjórn Skýrslutæknifélags íslands Formaður: Varaformaður: Ritari: Féhirðir: Skjalavörður: Meðstjómandi: Varamaður: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur Anna Kristjánsdóttir, dósent Bjami Júlíusson, tölvunarfræðingur Kjartan Ólafsson, viðskiptafræðingur Snorri Agnarsson, tölvunarfræðingur Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur Jón Gunnar Bergs, verkfræðingur FjármálaráöuneytiC Bókasafn Ritnefn 7. tbl. 1989: Helgi Þórsson, forstöðumaður, Ritstjóri og ábyrgðarmaður ÁgústÚlfarSigurðsson, tæknifræðingur, Ritstjóri Hólmfríður Pálsdóttir, tölvunarfræðingur Daði Jónsson, reiknifræðingur Guðríður Jóhannesdóttir, lögfræðingur Efni TÖLVUMÁLA er sett upp í PageMaker á Macintosh-tölvu. Fjölritað hjá Offsetfjölritun hf. 3

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.