Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. júní 1962. V'SIR Framh. af 1. síðu. Forstjóra- skipti — samvinnufélaganna. Hann réðist til Eimskipafélagsins 1938 og hefur starfað hjá því í 23, ár, aðallega- sem . fulltrúi við flutningadeild félagsins. Skipti á skrifstofustjórum. Jafnframt þessu er skýrt frá því, að skrifstofustjóri Eimskipafélags- ins Ingólfur Ásmundsson hafi látið af störfum samkvæmt eigin ósk 1. maí s. 1., en hann hafði þá starfað hjá félaginu samtals rúmlega 38 ár og verið skrifstofustjóri þess í 17 ár. Hefur Valtýr Hákonarson verið ráðinn skrifstofustjóri félagsins í hans stað, en hann hefur starfað hjá Eimskip í 17 ár. Mikil stækkun hefur orðið á Dvalarheimili aldreðra sjómanna í Laugarási. Verið er að taka nýja álmu í notkun. Hún er efsta álman á myndinni til hægri. Myndin sem hér birt- ist af Krúsjeff einræðis- herra Rússlands og konu hans Nínu var tekin í fyrradag á jazzhljómleik um, sem hljómsveit bandaríska jazz-kóngs- ins Benny Goodman hélt í hringleikahúsi Rauða hersins í Moskvu. Þau Krúsjeff-hjónin komu öllum á óvart til hljómleikanna ,en með þeim komu einnig þrír meðlimir framkvæmda- ráðsins þeir Mikoyan, Kozlov og Kosygin. KANN EKKI AÐ DANSA. Krúsjeff var í essinu sínu, Hrafnista stækk- ar á morgun Á morgun verður Sjómanna- dagurinn haldinn hátíðlegur. brosti og veifaði til þeirra sem hann þekkti, m.a. til bandaríska sendiherrans Llewelyn Thomp- son sem sat þar skammt frá honum. Eftir á sagði Krúsjeff: — Ég naut þess að hlýða á tónleik- aila. Að vísu kann ég ekki að dansa jazz sjálfur, svo að ég skil þessa tónlist ekki nógu vel. OPINBER VIÐURKENNING. Með því að mæta á þessum tónleikum hefur Krúsjeff veitt jazzinum sérstaka opinbera við- urkenningu f Sovétríkjunum. Sú viðurkenning er , vafalaust sett af áséttu ráði, stjórnar- völdin treysta sér ekki Iengur til að fordæma jazz sém merki um kapitalíska úrkynjun, því að hann hefur þegar breiðst út meðal rússnesks æskufólks. Hringleikahús Rauða hersins, sem tekur um 4600 manns, var þéttskipað áheyrendum. Undir- tektir áheyrendanna voru þó ekkert feikilega ákafar, þar sem um var að ræða eins konar frumsýningu ,og voru áheyr- endur því fremur úr hópi fína fólksins en jazz-áhugafólks. — Verð aðgöngumiðans var 6 rúbl ur eða um 280 krónur. Fyrir utan hlið hringleikahússins söfnuðust saman um þúsund jazz-áhugamenn sem komust ekki inn. FURTSEVA BRÁÐNAÐI. Beztar undirtektir á hljóm- leikunum fékk leikur sextetts Benny Goodmans. Teddy Wil- son var við píanóið og náðu þeir mjög góðri stemningu með lögum eins og Avalon, Body and Soul, Rose Room, Stompin at the Savoy og Chine Boy. Þegar leikur sextettsins stóð sem hæst bráðnaði hjarta Furt- sevu menntamálaráðherra og hún brosti og iðaði í sæti sínu, en fram að því hafði hún setið drúldin í sæti sínu. Núverandi stjóm Flugfélags íslands, Jakob Frímannsson, Bergur G. Gíslason, Guðmundur Vilhjálmsson, Richard Thors og Björn Ólafsson. Er það í 25. sinn sem Sjómanna dagur er haldinn og af því til- efni verður óvenjulega mikið um hátíðahöld. Um morguninn kl. 10.30 verð- ur hátíðamessa í Laugarásbíói þar sem biskupinn prédikar. — KI. 13.30 leikur Lúðrasveit Reykjavikur á Austurvelli og mynduð verður fánaborg með íslenzkum fánum og Sjómanna- félagsfánum. Hefjast útihátíða- höld þar ld. 14.00. Þar minnist biskup íslands drukknaðra sjómanna, en ávörp flytja af svölum Alþingishúss- ins Ernil Jónsson sjávarútvegs- málaráðlierra, Ingimar Einars- son fulltrúi útgerðarmanna og Pétur Sigurðsson fulltrúi sjó- manna. Þá verða afhent tvenn afreksbjörgunarlaun og 10 menn verða gæmdir heiðurs- merki Sjómannadagsins. — Þá syngur Þorsteinn Hannesson óperusöngvari. Að loknum hátíðahöldunum við Austurvöll kl. 15.45 hefst kappróður við Reykjavíkurhöfn og sjóskíðasýning. Kaffiveiting- ar verða í Sjálfstæðishúsinu og Hafnarbúðum. Það mun og setja hátíðlegan svip á Sjómannadaginn að þessu sinni ,að opnuð verður ný álma í Hrafnistu, dvalar- hcimili aldraðra sjónianna og afhjúpað þar málverk af Sig- urgeiri heitnum Sigurðssyni biskupi. Húsmæðra vika — Framh. af bls. 16. Sveinsson. Á vikunni voru flutt 16 erindi margvíslegs efnis og fylgdu þeim nokkrar skuggamyndir og kvik- myndir. Auk þess var sýnikennsla (í meðferð saumavéla og prjóna- véla) — Vilhjálmur Einarsson sá um útivist og leiki. Farin var skemmtiferð um Borgarfjörð í boði SÍS. Á kvöldiri voru hafðar um hönd ýmsar skemmtanir, kvöld- vaka var, sem þátttakendur sár um að öllu leyti, en á laugam’ 19. maí var vikunni hátíðlega I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.