Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur 2. júní 1962. ''ISIR Hinn ehilegi Texas-piltur af- svindlarí Það er siður í Bandaríkjunum að tiltaka á hverju ári tíu unga menn í stétt verzlunarmanna, sem taldir eru hafa náð mestum og skjótustum frama og yfir- höfuð taldir efnilegastir í við- skiptalífi Bandaríkjanna. Fyrir átta árum var í hópi þessara tíu efnilegu ungu manna þrítugur Texas-búi að nafni Billie Sol Estes, sem var sagt að hafi á fáum árum haf- izt upp úr algerri fátækt, en væri nú í hópi auðugustu manna landsins. Var áætlað að eignir hans í 30 fyrirtækjum næmu um 150 milljónum dollara. Myndin frá Kennedy. Þessi ungi maður lét ekki aðeins að sér kveða í viðskipta- lífinu heldur fór hann með aukn um fjárráðum að skipta sér af stjórnmálum. Hann studdi demo krataflokkinn í Texas með rausn arlegum fjárframlögum m. a. í forsetakosningunum 1960, þeg- ar Kennedy forseti náði kosn- ingu. Fyrir stuðninginn sendi Kennedy honum áritaða mynd af sér. Hafði forsetinn ritað á myndina „Til Billie Sol Estes,, með þakklæti og hjartanlegum''. kveðjum frá John F. Kennedy". Mynd þessa hengdi hinn ungi fjáraflamaður upp á áberandi stað á skrifstofu sinni. Og eftir að demókratar komust til valda fór hann að hefja komur sínar til Washington og komst í kynni við fjölda þingmanna og stjórn- málamanna þar. Sjálfur var hann kjörmn í hina svokölluðu Bómullarnefnd Bandaríkjanna, sem hefur m. a. það hlutverk að vera forsetanum til náðuneytis um vandamál bómullarræktar í landinu. Upp komast svik . . . En nú fyrir skömmu kom það allt í einu í ljós, að þessi ungi maður var ekki eins sterkur á svellinu fjárhagslega og talið hafði verið. Þegar vissar fjár- málaráðstafanir hans vöktu grun var farið að rannsaka nokkru nánar hag hans og korn þá í ljós, að Billie Sol Estes átti minna en ekki neitt. Hann hafði stráð peningum í kringum sig eins og sandi, en í rauninni var þetta gjaldþrota féglæframaður, sem hafði komizt ótrúlega langt áfram með svikum og prettum og notað sér mútur og pólitíska aðstöðu á óskammfeilinn hátt til að afla sér ávinnings. Mál Billie Sol Estes er nú orðið hneykslismál í Bandaríkj- unum. Rannsókn þess er haldið áfram, en allt bendir til þess að það verði eitt mesta fjármála- og stjórnmálahneyksli í sögu Bandaríkjanna. Og þó Kennedy forseti beri sjálfur auðvitað hreinan skjöld í málinu, þar sem hann hefur engin persónuleg skipti haft við þennan þokkapilt, önnur en að senda honum ljósmyndina frægu, er álitið að Sol Estes- hneykslið kunni að hafa mjög alvarleg pólitísk áhrif fyrir Kennedy og demókrataflokkinn. Má búast við að republikanar kryfji málið til mergjar og noti það óspart i þingkosningunum sem fram eiga að fara í Banda- rikjunum í haust. Dreymdi stóra drauma. Billie Sol Estes var talinn með þeim sem hefðu skjótast hafið sig upp úr sárri fátækt. Hann er fæddur og uppalinn 'skammt frá bænum Pecos í Vestur Texas. ____ Þennan fá- tæka bóndason fór snemma að dreyma stóra drauma um að breyta gresjum Vestur-Texas i bómullarekrur, og gerast bóm- ullarkóngur Texas. Fyrir 10 __ 15 árum grædd- ist honum nokkuð fé í braski og sneri hann þá með það fé til heimabyggða sinna, setti á stofn verzlun með landbúnaðar- vörur og reisti sér lúxusvillu í bænum með útisundlaug, tveim- ur steikaraofnum, þar sem hægt var að steikja nauts- skrokk í heilu lagi og gosbrunn með - fossum í setustofunni. Hann seldi bændúm skördýráéit- ur og plóga og allt þar á milli og síðan tók hann mjög að auka verzlun með tilbúinn áburð. Safnaði hann æ meira fjármagni leið ekki á löngu þar til hann var orðinn blaðakóngur bæjar- ins, þar sem hann siofanði nýtt blað Daly Ne;s. Hann keypti ýmis fleiri fyrirtæki meðal þeirra útfararstofnun bæjarins. En hann gat einnig keypt vin- áttu og fylgi áhrifamikilla stjórnmálamanna í Texas. Slóð peninga. Hvar sem Billie Sol Estes fór um skildi hann eftir sig slóð peningaseðla. Á síðustu árum kom hann oft í landbúnaðar- ráðuneytið í Washington og var svo komið, að varla vár hægt að finna háttsettan starfsmann í ráðuneytinu, sem ekki klædd- ist í 26 dollara skyrtu frá Sol Estes og í Texas og mörgum Suðurríkjanna hörfðu flestir háttsettir starfsmenn landbúnað arstofnanna séð peningaávísan- ir frá þessum unga efnilega manni. Það kemur þessum stjóm- málamönnum og starfsmönnum nú mjög illa, að Sol Estes hélt all nákvæmt bókhald yfir þessi fjárútlát, þótt annað venjulegt viðskiptabókhald væri í óreiðu. Hann færði þessar greiðslur allar inn í eina bók, sem hann kallaði „dagbók" og ritaði þær með þessum hætti: 25. september 1961: 220 doll- arar til Harlan F. Hagen þing- manns. Sama dag: 200 dollara til Edmondson þingmanns. 6. október: Enn 200 dollara til Hagen þingmanns. 10. október: 1000 dollarar til Demókrataflokks Bandaríkj- anna. Sektaður en fékk þó embætti. Skuggalegasta hliðin á þessu hneykslismáli er það hvernig Billie Sol Estes notaði hin póli- tísku áhrif sín og fémútur til að koma fram ýmiskonar svindli og síðan að breiða yfir það. Haustið 1961 var Billie Sol Estes gert að greiða 42 þús; dollara í sekt fyrir það að brjóta reglurnar um takmörkun bómullarræktarlands. Þá var hann að koma í framkvæmd sín um gömlu æskudraumum um að rækta bómullarekrur í Texas. En nú var aðstaðan önnur en í æsku hans. Eitt helzta vanda- mál Bandaríkjanna er offram- leiðsla í landbúnaðinum og ekki sízt offramleiðsla bómullar. Hafa stjórnarvöldin því sett reglur um það að bómullar- ekrueigendur verði að minnka ekrurnar til að draga úr fram- leiðslunni. En ríkisstjórnin greiðir bændum þá álitlegar bætur fyrir að taka land úr ræktun. Nú keypti Biliie Sol Estes miklar bómullar ekrur í Texas. Skömmu síðar gerði hann samn ing við stjórnendur landbúnað- armála að taka mikinn hluta þeirra úr ræktun og fékk hann þá greiddar hundruð þúsunda dollara í bætur fyrir það. Billie Sol Estes en mál hans vekur hneyksli í Bandaríkjunum. I* Skrifstofa blaðsins sem Sol Estes stofnaði. En þótt hann fengi bæturnar, hélt hann áfram að rækta bóm- ullina á ekrunum og sveifst þess ekki að selja hana og taka þá aftur frá ríkinu verðbætur, sem bændur fá fyrir landbún- aðvörun. Billie Sol Estes þótt- ist þó geta tryggt að þetta kæmist ekki upp, en hann reikn- aði ekki með að einn af eftirlits mönnum landbúnaðarráðuneyt- isins að nafni Marshall var svo heiðarlegur að engu tauti varð við hann komið. Marshall kærði þessi svik og því var málið tekið til rannsóknar. En nokkru seinna fann lögreglustjórinn í bænum Bryan í Texas dauðan mann úti á engi. Það var Mars- hall og hafði hann verið skotinn fjórum skotum. En sýslumað- urinn gaf þann úrskurð að um sjálfsmorð hefði verið að ræða. Þessir atburðir höfu þó ekki meiri áhrif á Billie Sol Estes, en að tveimur mánuðum síðar var hann kjörinn í bómullar- nefndina. Geymar seldir en voru ekki til. Billie Sol Estes stofnaði sér- stakt fyrirtæki sem hóf fram- leiðslu á stálgeymum undir fljótandi ammoníak. Er það ó- dýrasti köfnunarefnisáburðurinn sem bændur geta fengið, en kostar það að þeir verða að kaupa sér sterka geyma, eins og stóra tanka á olíubílum og til þess að ammoníakið haldist fljótandi verður að geyma það við þrýsting. Eru það ekki nema stórbú sem geta ráðizt í þetta. Stálgeymaverksmiðja Estes gerði samning við tólf virðulega banka, að þeir lánuðu bændun- um mikinn hluta af verði geym anna. Þetta gaf Estes síðan tæki- færi til að afla sér fjár með óheiðarlegum hætti. Hann seldi ammonlakgeyma í stórum stíl og „útvegaði bændunum lán á þá“. En gallinn var aðeins sá, að um 80% af þeim geymum, sem hann seldi og fékk lán út á voru aldrei til nema á papp- írnum. Þetta mikla fjármagn notaði hann síðan í annað og þá fyrst og fremst í mikla fjáraflaáætl- un, þar sem hann notfærði sér einkum samböndin við áhrifa- menn í Washington. Hann not- aði féð til að byggja fjölda af kornbirgðaskemmum í Texas og leigði rtkisstjórninni þær til að geyma offramleiðslubirgðir af korni. Sol Estes varð brátt mesti kornskemmueigandi í Texas og græddist honum mik- ið fé á þessum viðskiptum við stjórnina. En athugun sýnir nú, að stjórnin átti sjálf nóg af kornskemmum í Texas, en þær voru látnar standa auðar til þess að eitthvað væri til af korni til að geyma í skemmum hins djarfa fjármálamanns. Blaðaniaður kom upp um svikin. Þannig var veldi hins unga manns byggt upp á svindli og hreinum féglæfrum. Oft munu aðgerðir hans hafa vakið undr- un og nokkurn grun, en ein- hvernveginn komst slikt aldrei Framh. á 10. síðu. >■■■■■■ I WÁWAV. I ■_■_■_■_■_■_■_! ,v.v.v.w.v.*.v.v.,.%v\sv.w

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.