Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. júnl 1962. VISIR Útvarpið Skymastervélin, sem Flugfélag íslands hefur tekið á leigu I Bandaríkjunum fyrir innan- iandsflugið í sumar. Vélin verður einkum f Akureyrar- og Egilsstaðaflugi i sumar. Hún tekur 48 farþega. 78000 farþegar Laugardagur 2. júní Fastir liðir eins og venjulega. 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson) 20.00 „Höll sum arlandsins“, saga Halldórs Kiljans Laxness færð í leikbúning af Þor- steini Ö. Stephensen, sem stjórnar flutningi. (Áður útvarpað á sext- ugsafmæli skáldsins 23. f.m.). Höf undur og stjórnandi tónlistar: Jón Þórarinsson. — Leikendur: Lárus Pálsson, Kristbjörg Kjeld, Harald- ur Björnsson, Róbert Arnfinnsson, Valur Gíslason, Guðbjörg Þorbjarn ardóttir, Jón Aðils, Gísli Halldórs- son og Brynjólfur Jóhannesson. — Sögumaður: Þorsteinn ö. Stepen- sen. Lesari: Andrés Björnsson. 22.30 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Ýmislegt • Kvenfélag Óháða safnaðarins: — Fundur á mánudagskvöld í Kirkju- bæ kl. 8,30 e.h. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir segir frá dulrænni reynslu írskrar konu, rætt um skemmtiferðina i júní. — Kaffi- drykkja. Minningarspjöld kvenfélags Há- teigssóknar eru afgreidd hjá Á- gústu Jóhannsdóttur Flókagötu 35, Áslaugu Sveinsdóttur Barmahlíð 28, Gróu Guðjónsdóttur Stangar- holti 8, Guðrúnu Karlsdóttur Stiga hlíð 4 og Sigriði Benónýsdóttur Barmahlið 7. Messur Laugarneskirkja: Messa kl. 2 e.h.. Aðalsafnaðarfundur að guðsþjón- ustunni lokinni. Séra Garðar Svavarsson. Bústaðasókn: Messa í Réttarholts- skóla kl. 2 e.h. (sjómannadaginn). Séra Gunnar Árnason. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f.h. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Hafnarfjarðarkirkja: Sjómanna- dagsmessa kl. 10 f.h. Séra Garðar Þorsteinsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11 f.h. Séra Óskar J. Þorláksson. Neskirkja: Messa kl. 10,30. Séra Jón Thorarensen Langholtsprestakall: Aðalfundur safnaðarins verður kl. 2 í safnað- arhúsinu, hefst með ávarpi séra Árilíusar Níelssonar. — Stjórnend Á aðalfundi Flugfélags Islands í gær var m. a. skýrt frá því, að farþegafjöldinn með vélum félags- ins hafi orðið samtals 77804 á ár- inu. Á fundinum voru og lesnir reikningar og framkvæmdastjóriun Örn Ó. Johiison gaf ítarlega skýrslu um framkvæmdir á s.l.' starfsári. Sagði framkvæmdastjórinn að heildarflutningar félagsins hafi orð ið heldur minni á árinu 1961 held- ur en árið næsta á undan, en aðal- orsakir til þess væri að rekja til verkfallsins í fyrrasumar, sem stöðvaði allt innanlandsflug í heil- an mánuð. Verkfallið stóð yfir á annars miklum annatíma og dró fyrir bragðið mjög úr farþegaflutn- ingum innanlands. Alls nam heildartala farþega 77894, þar af milli landa 24520, á innanlandsleiðum 48382 og í leigu- flugi 4992. Farþegum milli Islands og útlanda fjölgaði frá því sem verið hefur mest áður, en aftur á móti fækkaði nokkuð farþegum á milli staða erlendis, enda er þar hörð samkeppni milli hinna stóru flugfélaga, sem yfirleitt hafa hrað- fleygari flugvélum á að skipa. Fjölförnustu leiðir innanlands voru Rvík-Akureyri með 15555 far- þega, Rvík-Vestmannaeyjar 10851, Rvík-Egilsstaðir tæp 6 þús. og Rvík ísafjörður um 5y2 þús. farþega. Þá skýrði framkvæmdastjórinn frá því, að ekki hafi verið unnt að halda lengur uppi flugferðum með Katalínuflugbát vegna þess að end- urnýjunarmöguleikar eru ekki leng ur fyrir hendi. 1 staðinn mun fé- , ka,uparlitla 2 trgyfja „landvél, _sem, einkum er ætluð til ,,ýest- fjarðaflugsí 'og í þvl'sambandi mun flugmálastjórnin beita sér fyrir flugvallagerð á Flateyri og Patreks firði í sumar. Þetta var 25. aðalfundur Flug- félags íslands. Hann var haldinn í Þjóðleikhússkjallaranum og var Guðmundur Vilhjálmsson kjörinn fundarstjóri og Jakob Frímannsson fundarritari. Tvö innbrot Tvö innbrot voru framin í Reykjavík í fyrrinótt. Annað í verzlunina Krónuna á Vesturgötu 35 A, með því að brot- in var, rúða í búðarburð og smekk lásinn því búnu opnaður. Þar var aðallega tókbaksvörum stolið. Hitt innb otið var í lækninga- stofu þeirra Björns Guðbrands- sonar og Úlfars Þórðarsonar í Lækjargötu 6 B. Spennt hafði ver ið upp I æsing á ramgerðu skrif- borði úr stáli, sem þar var inni og stolið úr því 1300 krónum í peningum. Bílum stolið í fyrrlnótt var tveim bllum stol- ið í Reykjavík og tilraun gerð til að stela þeim þriðja. Annar hinna stolnu bíla komst þó ekki langt. Hann hafði staðið á Ægisgötunni, og sýnilegt að hann hafði verið látinn renna niður göt- una og niður fx Ægisgarð, en þar fannst hanrí í gærmorgun og sýni- legt.áð H’ánn hafðí aldrei komizt f gang, enda var stýrið læst þótt bíllinn sjálfur stæði opinn. Þetta var grænn vörubíll af árgerð 1946. Hin bifreiðin var plastbyggður blll af gerðinni P 70. Hann hafði staðið á bílastæði Héðins við Mýr- argötu en hann fannst á Reykja- nesbraut skammt frá Silfurtúni og var þá benzínlaus orðinn. Báðir þessir bílar voru óskemmdir þegar þeir fundust. Skammt frá þaðan sem síðar- nefnda bilnum hafði verið stolið, hafði tilraun verið gerð til að stela skodabifreið og m.a. verið slitnar i honum leiðslur í því skyni að tengja beint, en það ekki tekizt. Rannsóknarlögreglan biður þá, sem einhverjar upplýsingar geta gefið að láta sig vita. Raksf á vegg Frá fréttaritara Vísis Akureyri í morgun. Fyrir nokkrum dögum varð bif- reið fyrir miklu skakkafalli á Ak- — Auðvitað elska ég þig, — en eins og stendur get ég ekk! sagt þér, hve mikið ég elska þig. ureyri er hún af einhverjum á- stæðum rakst á steingirðingu í Aðalstræti og skemmdist við það verulega. En það var ekki aðeins að bif- reiðin stórskemmdist heldur brotn aði Iíka garðurinn, sem hún lenti á, enda var bifreiðin á mikilli ferð. Merkilegast þótti að þrír menn, sem I bifreiðinni voru skyldu sleppa við alvarleg meiðsl. Hins- vegar munu þeir allir hafa marizt eitthvað, en enginn þeirra til muna. £nn einn málverka- þjófnaðurinn í vikulokin síðustu var framinn enn einn málverkaþjófnaðurlnn í London — og var það í þriðja skipti á um það bil ári, sem verð- mætum málverkum er stolið þar úr listaverkasöfnum. Þessi voru að verðmæti um 30.000 stpd. Stolið var málverkum eftir Renoir og Matisse, tveimur teikningum eftir Picasso, teikningu eftir Degas o.fl. Þjófarnir brutust inn í Lefevre Gallery, á tímanum frá kl. 1 e.h. á j laugardag til 4.40 aðfaranótt sunny ! dags. Talið er, að þjófarnir hafí opnað útidyrnar með þjófalykli, og þurftu svo ekki annað en brjóta rúðu til þess að geta opnað innri hurð að innanverðu. Flest listaverkin eru svo vel kunn, að vafasamt er, að þjófarnir geti selt þau, og hefur komið fram tilgáta. að þjófarnir hafi framið innbrotið fyrir einkasafnara. Al- þjóðalögreglunni á meginlandinu var þegar gert viðvart og gæzla aukin í höfnum og á flugvöllum Bretlands, ef reynt yrði að koma listaverkunum úr landi. Þetta er mesti listaverkaþjófnað- ur í London síðan stolið var mynd Goya af hertoganum af Wellington úr NATIONAL GALLERY í ágúst s.l. Sú mynd er 140.000 stpd. virði í apríl 1961 var stolið 5 málverk- um úr Montacute House, samtals um 50.000 stpd. virði og eru þau eftir Reynolds, Gainsborough, Raeburn og Hudson og £ nóvem- ber var stolið tveimur Daumier málverkum úr Victoria og Albert safninu í London. .V.'.V.V ‘.•.•.v.v.v.v.v.v: 1) — Grafhýsið er lengra inni; — Við þurfum að fá ljós. 1 þetta er grafhýsi. en ég ætlaði. * 2) - Já, komið með ljós, ef1 3) - Ég tek einn jeppann Auglýssð í Vísi 153. dagur ársins. Mæturlæknn er l slysavarðstof- anni slmi 15030 Næturvörður lyfjabúða er þessa viku í Ingólfs Apóteki, Aðalstræti 4, gengið inn frá Fischerssundi, sími 11330. Neyðarvakt Læknafélags Reykja- víkur og Sjúkrasamlags Reykjavik- ur er kl. 13-17 alla daga frá mánu- degi til föstudags Sími 18331. Holts- og Garðsapútek eru optn alla virka daga frð k' 9 — 7 slðd jg ð taugardögum kl 9 — 4 slðd og ð sunnudögum kl 1—4 slðd ©PIB cmmsiit j verð horfinn áður en þau vita af og I því.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.