Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 1
Virðuleg hátíðahöld á Sjámannaéaginn Dvalarheimilið verður enn stækkað um helming - mSBSBmm , . : ' •• . llllllu . l'. . Frá róðrarlceppni á Sjómannadaginn. Sigurvegaramir af Guðmundi Þórðarsyni sjást lengst til hægri á myndinni. Flotadeildin bandaríska í morgun Flugvélaskipið WASP, ilaggskip flotadeildarinn- ar, sem í dag byrjar hér kurteisisheimsókn, kom hingað kl. 8 í morgun, og einn tundurspillanna í f lota deildinni, annar kom laust eftir kl. 8, sá þriðji klukk- an 10,20, en þá f jórir vænt- anlegir til viðbótar, og birgðaskip. Alls eru því skipin í flotadeildinni 9. Tundurspillarnir eru 3500 ■ lestir hver. ■ 4000 Flotaforingi á fund ráðherra. Yfirmaður flotadeildarinnar er svo sem fyrr hefur verið getið hér í blaðinu Paul B. Duie flotaforingi. Skipherra á Wasp er William F. Brewer. Buie flotaforingi fór í formlega heimsókn kl. 10 árdegis í dag til utanríkisráðherra Guðmundar í. Guðmundssonar í Stjórnarráðinu, en þar næst f skrifstofu forseta og ritaði nafn sitt í gestabók em- bættisins. Að því búnu fór flota- foringinn í kurteisisheimsókn í skrifstofu borgarstjóra, lögreglu- stjóra, yfirmanns landhelgisgæzl- unnar og hafnarstjóra, og munu þeir endurgjalda heimsóknirnar í dag síðdegis. Flotaforinginn hefur boð inni fyrir nokkra íslenzka embættismenn síðdegis. Landvistarleyfi hafin. Hljómsveit flotadeildarinnar leik- ur á Austurvelli kl. 1 ,30 í dag. Landvistarleyfi sjóliða byrjuðu kl. 9 árdegis og eru þau takmörkuð sem fyrr hefir verið getið við 4 klst. í senn, og ekki leyfð eftir kl. 18, nema skipulagðra hópa til | Kynningarferðir sjóliða um Suð íþróttakeppni o. s. frv. undir stjórn urland i boði utanríkisráðherra hóf og ábyrgð foringja. ust í morgun. Hátíðahöld Sjómannadagsins í Reykjavík tókust vel og virðulega þrátt íyrir það að kalsaveður var með skúrum. Var þetta mikill há- tfðisdagur f tilefni þess, að 25 ár voru liðin frá því Sjómannadagur- inn hófst. Á útisamkomu, sem haldin var á Austurveili minntist biskup ís- lands 36 íslenzkra sjómanna sem farizt hafa á árinu, frá síðasta sjómannadegi. Á þagnarstund, sem höfð var til að minnast þeirra var blómsveigur lagður að minnisvarða óþekkta sjómannsins í Fossvogs- kirkjugarði. 1 fána Sjómannadags- ins bættust því við 36 stjörnur, ein fyrir hvern hinna drukknuðu sjó- manna og eru stjömumar orðnar 801 frá því farið var að haida Sjómannadaginn hátíðlega fyrir 25 árum. DAS komið hálft upp. Á sjómannadaginn í gær gerðist það að tekin var í notkun ný álma í dvalarheimili aldraðra sjómanna, sem tekur um 70 vistmenn og er tala vistmanna þá komin upp í um 200. Skýrði Pétur Sigurðsson formaður Sjómannadagsráðs frá þvf í gær að byggingar dvalarheim- ilisins í Laugarási hefði fram til þessa kostað 32 millj. króna. Enn væri áætlað að tvöfalda vistrúm á því svo það gæti tekið 400 dvalar gesti og myndi viðbótin sem til þess þyrfti kosta um 22 millj. kr. Auk þess væri nauðsynlegt að koma upp slíkum dvalarheimilum í sjávarplássum út um land. Framh. á 7. síðu. Tvær flugþernur björguðust úrægilegu fíugslysi við París Frönsk farþegafhigvél af gerðinni Boeing-707 fórst í gær við f lugtak á Orlyflug- velli fyrir utan París og með henni 131 maður. Að eins þrír komust lífs af, tvær þernur og flugvélar- brytinn, en hann er nú lát- inn af meiðslum sínum. — Farþegarnir voru flestir bandar. þar af 80 konur. Aldrei — frá upphafi sögu farþegafIugsins - hafa jafn margir farþegar einnar og sömu flugvélar farizt af völdum slyss, og þetta er þriðja mikla flugslysið frá áramótum síðustu. — í hverju þeirra um sig fórust yfir 100 manns. Framh. á 7. síðu. Tvö af skipum bandarísku flotadeildarínnar á Reykjavíkurhöfn í morgun. (Ljósm. Vísis I.M.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.