Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 9
Mánudagur 4. júní 1962. VISIR yVAAAAAAA/VWVNAAAAAAAA/WVVWVV^ NAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAO Macmillan og Ðe Gaulle skoða spilin í þessari grein ræðir S. E. Mangeot, frétta- ritari Vísis í London, um De Gaulle og stefnu hans í Evrópumálum, Frakkland sem kjarn- orkuveldi — og afstöðu hans til Bandaríkj- anna — og að þeir De Gaulle og Macmillan muni athuga gaumgæfilega þau spil, sem þeir hafa á hendi, en einmitt nú stendur fyrir dyrum Parísarfundur þeirra. Bretum hefur ávallt veitzt erfitt að skilja De Gaulle Frakklandsforseta. Þetta stafar að nokkru leyti af persónulegri framkomu hans og að nokkru leyti af því, að það hefur kom- izt hefð á það í brezkum blöð- um, að lýsa honum sem manni gagnteknum af eigin mikilleik og virðingu sem leiðtoga, ekki aðeins sjálfkjömum leiðtoga frönsku þjóðarinnar, heldur og stjómmálaleiðtoga á heims- mæiikvarða. Og eitt hans höf- uðmark sé að vera viðurkennd- ur sem slíkur leiðtogi og stjóm- málamaður. Og þetta hefur ver- ið endurtekið svo oft í brezk- um blöðum, að menn em búnir að bíta sig í, að þetta sé sú eina rétta Iýsing á De Gaulle forseta. Og ofan á þetta allt er hon- um lýst sem þráum manni og stirðum, og komi þrákelkni hans ekki sízt fram f því, að setja sig upp á móti þeim skoð- unum, sem meiri hluti þjóðanna í Norður-Atlantshafsbandalag- inu aðhyllast — einkanlega ef um er að ræða skoðanir, sem Bandaríkjamenn eða Bretar hafa borið fram. Það er því engin furða, þegar hugleiddar eru slíkar lýsingar á forsetanum, ávallt fram born- um £ „hefðbundnum stíl“, ef svo mætti segja, að mönnum veitist stundum dálítið erfitt að átta sig á stefnu hans. Og þetta hefur ekki sízt komið fram, er hann nýverið ræddi heimsmálin á fjölmennum fundi með frétta- mönnum í París. í inngangsræðu, sem De Gaulle flutti um stefnu frönsku stjórnarinnar nú, þ.e. að Frakk- land verði kjarnorkuveldi, í beinni andstöðu við stefnu kjarnorkuveldanna miklu, sem eru andvíg því, að fleiri þjóðir fái kjarnorkuvopri en nú ráða yfir þeim ,lýsti hann yfir þvl, að stefna Frakklands byggðist á „hógværð og hagkvæmni", en brezkir blaðalesendur hafa orð- ið fyrir öðrum áhrifum en þeim af skrifum um De Gaulley að hógværð og hagkvæmni teljist til hans höfuðkosta. Nú mun það sannast sagna, að sá hópur blaðalesenda á Bretlandi, sem lesið hefur heild- arfrásögn um fundinn, sé næsta lítill, en þeir, sem það gerðu, munu hafa veitt því athygli, að hjá De Gaulle kom margt fram sem er í samræmi við afstöðu brezks almennings til köldu styrjaldarinnar. Til dæmis það, sem ósjálfrátt gætir hjá flest- um, að forðast sem mest að gera sig háðan stefnu, sem fyr- irskipuð er af Bandaríkjamönn- um eða Rússum. Menn vilja með öðrum orðum, að Vestur- Evrópa marki sjálfstætt og á eigin spýtur afstöðu sína og stefnu. Og það má benda á, að þjóðirnar í Vestur-Evrópu kunni að vera öllu hugmynda- ríkari og líklegri til réttrar upp- byggingar I viðhorfi sínu til hinnar vanþróuðu landa en fyrr nefndar stórþjóðir. En I fyrirsögnum blaðanna var aðeins lögð áherzla á það, að De Gaulle hefði ekkert sagt til hvatningar í þá átt, að fagna brezku þjóðinni sem félaga til þess að vinna að þessum hug- sjónum og umbótamálum. Hið eina, sem hann sagði varðandi aðild Bretlands að Efnahagsbandalagi Evrópu bar vitni neikvæðum hugleiðingum, að ef til aðildar þeirra kæmi, myndi hann vissulega neita að fallast á þær pólitísku stofnan- ir, sem frumkvöðlar sambands- ríkis fyrirkomulags vilja koma á, eða æðri stofnunum ein- stakra ríkja, og vilja gjarnan fá De Gaulle til að fallast á. Kennedy forseti virðist telja það mikilvægast, að því er heimsmálin varðar, að ná sam- komulagi við ráðstjórnina um Berlín og jafnvel afvopnunar- málin. De Gaulle telur þetta ekki vera bráða nauðsyn, held- ur að sameina Vestur-Evrópu, þar til hún er nægilega sterk, efnahagslega, stjórnmálalega. og að því er tekur til landvarna Hann hugsar sér sameinaða Vestur-Evrópu nægilega sterka til áhrifamikils jafnvægis milli risa-stórveldanna tveggja — Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Hann viðurkennir ,að tilraun- ir Kennedys til þess að beita öllum sínum stjórnmálalegu áhrifum til þess að ná viðun- andi samkomul. við sovétstjórn ina séu fyllilega lögmætar, Macmillan enda þótt hann sé ekki þeirrar skoðunar persónulega, að nokk ur breyting varðandi Þýzka- landsmálin mundi verða til þess að bæta ástandið frá því sem það er nú. En það, sem hann ekki vill viðurkenna er, að Bandarikin hafi nokkurn rétt til þess að beita neitunarvaldi gegn þeirri stefnu, að Frakkar afli sér kjarnorkuvopna á eigin spýtur og fylgi þeirri stefnu i þeim málurii, sem hann hefur mark- að, nema því aðeins að öli kjarnorkuveldin séu reiðubúin til þess að hætta kjarnorku- vígbúnaði — og verði eftirlit með þeirri afvopnun. Virðist hann ala grunsemdir um, að Bandaríkjastjórn muni ætla sér að nota aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu, án þess þó að láta það uppi, til þess að tefja eða draga úr þeirri þróun, að Vestur-Evrópa marki sína eigin stefnu og fylgi henni. Brezku blöðin virðast þeirrar skoðunar, með fáum undantekn ingum, að De Gaulle hafi tekið þá ákvörðun að taka ekki í mál, að Bretar fái fulla aðild að Efnahagsbandalaginu. Ég held þó, að það sé miklu lík- legra, að hann biði átekta, unz hann sér hver verður niður- staðan af fundum hans og Mac- millans nú í byrjun þessa mán- aðar. Hann mun vissulega reyna að fá því framgengt, að Bretland lofi því að veikja ekki eða reyni að draga úr þeirri þróun sem miðar að sameinaðri sterkri Vestur-Evrópu, eða reyni að breyta þeirri þróun í einhverja dásemdar viðbótar-útgáfu eða framlengingu Norður-Atlants- hafsbandalagsins. De Gaulle hefur ávallt litið augum liins hyggna stjórnmála- manns á raunverulegt vald. En það hefur Macmillan líka gert Og hershöfðinginn veit vel, að mjög er lagt að forsætisráð- herranum í hans eigin flokki íhaldsfiokknum, að gera aðild Bretlands að Efnaþagsbanda laginu að hinu eina augljósa trompspili í kosningum, sem eitt geti hindrað, að hylli flokks ins héldi áfram að minnka — og aflað honum vinsælda á ný En Macmillan veit líka, að hers- höfðinginn, þótt hann eigi ekki við kosningavandamál að stríða Jacqueline du Pré á heima á efstu hæð í stóru húsi rétt hjá Regent Park í London, og þessi mynd er tekin þar, þegar Jacqueline var að æfa sig á Stradivarius-sellóið frá 1672, sem nokkrir aðdáendur gáfu henni — en þeir vildu ekki láta nafns síns getið. 16 ára selló- snillingur Því verður ekki á móti mælt, að Englendingar gera margt frá bærilega vel og ber þá máske fyrst að nefna krikket á gras- flötunum og nautasteikina þeirra. Meira að segja hafa þeir öðru hverju framleitt ýmislegt músikkyns sem skarar fram úr, ekki aðeins á enskan, heldur og heimsmælikvarða. Tökum t.d. lútusöngvana eftir John Dow- land, ástasöngvana (madrigals) frá 16. öld, Henry Purcell, Glyndebourne óperan. En jafn- vel ensksinnaðir menn geta ekki haldið því fram, að Bretar hafi framleitt marga góða selló- leikara. En loks nú bendir allt til þess, að þeir hafi eignazt fágætan snilling á þessu sviði. Og þessi sellósnillingur er stúlka, Jacueline Du Pré að WVWWWWWVWWW' verður að horfast í augu við vaxandi andspyrnu og fjand- skap á þingi, og að stefna hans um framtíð Vestur-Evrópu hef- ur að verulegu leyti magnað þann fjandskap. Spurningin er, hvort Mac- millan er svo mjög bundinn stefnu Kennedys að leita sam- komuiags við Moskvu um Ber- lín eins fljótt og auðið er, að allt samkomulag sé útilokað, sem mundi létta af þeim báðum (De Gaulle og Macmilian) áhyggjum og erfiðieikum heima fyrir. Allir, sem lesið hafa endur- minningar De Gaulle og muna lýsingar hans á því hvernig honum tókst að kreista fransk- sovézkan sáttmála úr hnefa Stalins, með því að hóta að slíta samkomulagsumleitunum heldur en að viðurkenna vísi til kommúnistastjórnar í Pól- landi, munu spyrja sjálfa sig hvort hershöfðinginn muni ekki blátt áfram neita að sýna hvaða spil hann hefur á hendi varð- andi aðild Breta að Efnahags- bandalaginu, þar ti! honum er ljósara hvaða spil Macmillan hefur á hendi. nafni, 16 ára gömul. Hún vakti stórkostlega hrifningu á tón- leikum fyrir troðfullu húsi i Wigmore Hall í London í fyrra- vor. Og það sem meira var — meðal áheyrendanna voru marg ir sellóleikarar. En það þykir hafa sannazt, að sellóleikarar fara ógjarna að hlusta á kollega sinn, nema hann eigi það fylli- lega skilið. Þeir fóru að hlusta á Starker og Rostropovich, og þeir ferðast hnöttinn í kring til að hlýða á Casals. Hún þykir hafa undravert vald á hljóðfær- inu og margir trúa vart eigin eyrum, að stúlka á skólaaldri skuli geta framkallað slíka músik, hún er vægast sagt undrabarn. Hún fór fyrst að leika á selló- ið fimm ára gömul, og er út af fyrir sig furðuefni, hvers vegna hún fór fimm ára gömul að velja sér selló til að leika á. Manni detta flest önnur hljóð- færi fremur í hug að barn kjósi sér. En ástæðan fyrir þessu er sú, að fyrir 11 árum heyrði Jaqueline litla ungan sellóleik- ara leika á hljóðfæri sitt í barnatima brezka útvarpsins. Hún varð svo snortin af leik unga mannsins, að hún bað um að mega læra á selló. Þetta var látið eftir henni. Hæfileikar hennar komu fljótt 1 ljós. Og áður en Ieið á löngu, fékk hún meira að segja hin elztu og vönduðustu selló til að leika á, þar á meðal Tachler-selló frá 1696, smiðað árið eftir að Hen- ry Purcell lézt. Tiu ára gömul varð hún nemandi hjá William Pleeth ,en nú, sex árum síðar, er hún farin að kenna syni hans! Fyrir tveim árum sótti hún um inngöngu í „meistara“-bekk Casals í Zermatt, hélt til Sviss til að ganga undir inntökupróf — og stóðst það með prýði. Hún varð ein hinna fáu út- völdu, sem fengu að njóta nokk urra kennslustunda hjá sjálfum Pablo Casals. Þetta var fyrsta utanlandsferð litlu stúlkunnar og nú gafst henni tækifæri til að víkka sjónhring sinn I list- Framh, á bis. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.