Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 7
Mánudagur 4. júní 1962. V'ISIR Sjómannadagurinn — Framh. af 1. síðu. Taldi Pétur að nauðsynlegt væri að halda áfram rekstri happdrættis DAS, sem rennur út á næsta ári og hefði verið sótt til ríkisstjórnar- innar um framlengingu á leyfinu. Lagði ræðumaður áherzlu á það, að þjóðinni myndi fjölga um 200 þúsund á næstu 40 árum og myndi á þeim tíma mjög stækka sá hópur | gamalmenna sem þyrfti elliheimili., Emil Jónsson sjávarútvegsmála- ráðherra talaði af svölum Alþingis-1 hússins. Hann ræddi um viðfangs-' efni Sjómannadagsins og hvernig unnið hefði verið að þeim á síðustu 25 árum. Ráherrann vék síðan að því að því skipafloti landsmanna hefði stækkað á þessum 25 árum, en flotinn hefur tvöfaldazt að tölu en þrefaldazt að rúmlestatölu. Ráðherrann sagði að þýðingar- mesta viðfangsefnið væri bætt hafnarskilyrði. Hann vék nokkuð að kaup og kjaradeilu og sagði að þær yrði að leysa, því að blóðugt væri að sjá hin stórvirku framleiðslutæki eins og togarana liggja ónotaða í höfnum. Við lausn deilnanna yrði að taka sanngjarnt tillit til þess að sjómönnunum bæri gott kaup og til möguleika útgerðarinnar á að greiða þeim það. Ingimar Einarsson fulltrúi út- vegsmanna lagði áherzlu á það í sinni ræðu að sjómenn og útvegs- menn fengju sameiginlega réttan hlut sinn. Sagði hann að einstakir hópar í atvinnulífinu hefðu fengið hækkanir en sjávarútvegurinn beð- ið halla. Að loknum ræðum þessum fór fram afhending heiðursmerkja og afreksverðlauna. Pétur Sigurðsson sæmdi Henry Hálfdánarson æðstu i verðlaunum Sjómannadagsins, gull; verðlaunin fyrir frábært starf í þágu sjómanna, en Henry var 23 ár formaður Sjómannadagsráðs. Bað hann Henry síðan að afhenda önn- ur verðlaun. Fyrst voru þeim Ásgeiri Ragnari Þorsteinssyni og Bjarna Ingimars- syni afhent afreksverðlaun fyrir frábært björgunarstarf. Síðan voru Magnúsi Gústafssyni afhent Fjalar- verðlaunin, sem er farandbikaf fyrir hæsta próf I Vélskólanum, en hann hlaut 101 >4 stig af 104 mögu- legum og mun það vera hæsta próf sem þar hefur yerið tekið. Þá voru þrír forustumenn sjó- manna sæmdir heiðurspeningum, þeir Friðrik V. Ölafsson skólastjóri og Garðar Jónsson formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Loks voru sjö skipstjórar og sjó- menn sæmdir heiðurspeningum fyr- ir frábær störf á sjónum. Það voru þeir Bjarni Jónsson fyrrum skip- stjóir á Tröllafossi, Daníel Péturs- son sjómaður sem verið hefur á Rifsnesinu, Guðmundur Árnason, sem Iöngum var sjómaður með Kol- beini Sigurðssyni, Guðmundur Dag- finnsson sem lengi var á skipum Ríkisskips og er nú gæslumaður þar, Kolbeinn Sigurðsson og Snæ- bjöm Ólafsson sem báðir voru landskunnir togaraskipstjórar og aflamenn og loks Þorsteinn Árna- son vélstjóri frá ísafirði. Þegar þessari athöfn á Austur- velli var lokið dreifðist mannfjöld- inn og fóru margir til kaffidrykkju í Sjálfstæðishúsinu og Hafnarbúð- um, þar sem konur sjómanna höfðu kaffiveitingar. En margir fóru niður að höfn ti! að fylgjast með keppni í sjóróðri. Var þar um að ræða þrjár keppnir, fyrst milli áhafna af skipum, síðan milli sjóvinnunámskeiða unglinga og loks milli kvenfólks er starfar í frystihúsum. Af skipshöfnunum varð hlut- skörpust áhöfnin af Guðmundi Þórðarsyni í Reykjavík. Unglingar úr Hafnarfirði unnu í sínum flokki og loks sigruðu konur úr hrað- frystihúsinu ísbirninum eftir harða og ápennandi keppni við konur úr frystihúsi bæjarútgerðarinnar í Hafnarfirði. Eimskip Framh. af 16. síðu. en var um 25 millj. kr. árið áður. Vegna þessa og vegna gengis- taps og fyrningarafskrifta sýnir rekstrarreikningur Eimskip um 44 milljón króna tap. I því er reiknað gengistap sem nemur 13.2 millj. kr. og fyrningarafskriftir sem nema 28.9 millj. kr. ENGINN ARÐUR GREIDDUR Lagði stjórnin til að hluthöfum yrði enginn arður greiddur á þessu ári og var það samþykkt í einu hljóði. Félagsstjórnin lagði nú til eins og oft áður að nafnverð hlutabréfa Eimskipafélagsins yrði tífaldað, þannig að hluthafar fái í hendur þúsund króna hlutabréf fyrir hvert hundrað króna bréf. Áður hefur félagsfundur flutt slíkar tillögur vegna þess að samkvæmt lögum hefði verið litið á slíkt sem eigna- aukningu, sem greiða hefði orðið skatt af. En á síðasta þingi voru samþykkt lög, sem heimiluðu út- gáfu jöfnunarhlutabréfa, sem heim ila slíka hækkun á nafnverði hluta- bréfa, án þess að litið sé á það sem tekjuaukningu. Samþykkti fé- lagsfundur nú með 29707 atkv. að gefa út jöfnunarhlutabréf. Á móti voru 2024 atkv. « LÆKKUN STÓREIGNASKATTS Stjórnarformaður vék að stór- eignaskattsmálinu, en samkvæmt lögu um stóreignaskatt frá 1957 var Eimskipafélaginu upphaflega gert að greiða 3.8 millj. króna í stóreignaskatt og hafði þá verið reiknað með 103 földu nafnverði hlutabréfanna. — Ríkisskattanefnd breytti þessum skatti í um eina milljón krónur, og miðaði þá við fertugfalt nafnverð hlutabréfanna. Nú stendur fyrir hæstarétti mál út af þessu, þar sem stjórn Eim- skipafélagsins gerir þær kröfur að miðað verði við tífalt nafnverð; bréfanna og hefur undirréttur fall- j izt á það. Eí hæstiréttur staðfestir | þann dóm mun stóreignaskattur i Eimskipafáiagsins í heild verða um j 300 þús. kr. ATHAFNASVÆÐI í ÖRFIRISEY Eitt mikiívægasta hagsmunamál ! Eimskipafálagsins er að fá betra i athafnasvæði til uppskipunar við i Reykjavíkurhöfn og hefur félagið ; farið þess á leit við hafnarstjórn- ; ina að fá stórt athafnasvæði í ör- ; firisey og verði byggð þar bryggja sem tvö eða fleiri skip geti fengið afgreiðslu við. Mun þessi umsókn njóta skilnings og ennfremur munu tollstjórnaryfirvöldin hafa fylgzt j með henni af áhuga. VILJA AFNÁM VERÐLAGSEFTIRLITS Loks skýrði Einar Baldvin frá því að stjórn Eimskips hefði farið á fund viðskiptamálaráðherra Gylfa Þ. Gíslasonar og afhent hon- um þrjár skýrslur sem sönnuðu að nauðsynlegt væri að endur- skoða flutmngsgjöld með skipum. Þau væru orðin alltof lág, einkum á vissum vörutegundum eins og á fóðri og matvörum, en flutnings- gjöld á þeim nægðu ekki einu sinni til að greiða útskipunarkostnað í New York. Frábær hjörgunarafrek Tveim mönnum voru veitt af- reksverðlaun Sjómannadagsins i gær, fyrir frábær björgunaraf- rek sem þeir og menn þeirra unnu s. 1. vetur. Afhenti Henry Hálfdánarson fyrrv. formaður Sjómannadagsráðs þeim silfur- bikar sem Félag íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda og Lands- samband íslenzkra útgerðar- manna höfðu gefið. Menn þessir eru Ásgeir Ragn- ar Þorsteinsson bóndi að Höfða- brekku í Mýrdal og Bjarni Ingi- marsson skipstjóri á Jupiter. Björgunarafrekin sem þeir unnu með hjálp manna sinna voru björgun skipshafna af Hafþór frá Vestmannaeyjum, sem strandaði á Mýrdalssandi og af togaranum Elliða sem fórst á Breiðafirði. ★ Ásgeir Ragnar er Isfirðingur að ætt, fæddur að Eyrardal i Álftarfirði og er nú 53 ára. Hann var lengi tii sjós, sigldi sem skipstjóri öll stríðsárin og hefur ritað margar sjóferðasög- ur. Síðan gerðist hann bóndi að Höfðabrekku í Mýrdal og foringi björgunarsveitar Slysavarnar- félagsins í Vík í Mýrdal. Hefur sú sveit oft sinnt kalli og þau mannslíf orðin mörg sem hún hefur bjargað. Nú síðast í vetur bjargaði hún áhöfninni á Iiaf- þóri og lagði sig í mikla lífs- hættu er hún fór á ísi og sundi yfir Blautukvísl í einu mestu foraðsveðri sem þar hefur komið og tókst björgun giftusamlega, þó við feikilega erfiðleika væri að etja. Stjórn Eimskipafélagsins leggur til að öllu verðlagseftirliti á flutn- ingsgjöldum verði aflétt, enda mun félagið þá halda töxtum í samræmi við heimsmarkaðsgjöld á flutningi. Ef það ekki fæst, óskar Eimskip eftir rækilegri endurskoðun á flutningsgjöldum. Viðskiptamála- ráðherra tók erindinu vel og kvaðst skilja nauðsyn á athugun þessara mála og hafði á orði að béra þetta undir alla ríkisstjórn- ina. KOSIÐ í STJÓRN Þrír ,af stjórnarmeðlimum áttu að ganga úr stjórninni núna, þeir Einar B. Guðmundsson, Richard Thors og Birgir Kjaran. Einar og Birgir voru endurkjörnir með 25.614 og 25.501 atkv. Richard Thors gaf ekki kost á sér til end- urkjörs og var sonur hans Thor R. Thors kosinn í hans stað með 19.960 atkv. Ásgeir og Bjami Ingimarsson hlutu afreksverðlaun. Fiugslysið— Rannsólcn af opinberri hálfu hef- ur verið fyrirskipuð, en Franska flugfélagið hefur birt tilkynningu þess efnis, að orsök slyssins hafi ekki verið ofhleðsla og flugvélar af þessari gerð gætu tekið yfir 20 fleiri en farþegar voru. Rannsókn hefur þegar leitt í ljós, að greini- leg hemlaför sýna, að flugmenn- irnir hafa reynt að stöðva flug- vélina, en þau eru á flugbrautar- enda, en slysið varð þar skammt frá. Sjónarvottum ber ekki saman um hvort flugvélin hófst frá jörðu. Hún mun hafa verið á 360 km hraða, þegar slysið varð. Eldsneyti flugvélarinnar var 60 Iestir og varð hún þegar alelda Bjarni Ingimarsson er frá Hnífsdal og er 53 ára gamall eða jafnaldri Ásgeirs. Hann er skipstjóri á Jupíter og svo mikili aflakóngur, að hann hefur mest glímt við að slá sín eigin met að aflamagni og söluverði. Þegar hann kom til hjálpar var heil skipshöfn, blóminn úr fiskimannastétt Siglufjarðar i bráðri lífshættu. Gat þá oltið á og eldhafið breiddist geisihratt út. Það varð flugþernunum til bjarg- ar, er flugvélin steyptist kollhnís, að þær voru aftast í flugvélinni og hentust svo langt í burt, að eldhafið náði ekki til þeirra. Sjónarvottar á þaki stöðvar- byggingar á flugvellinum segja, að flugvélin hafi komizt um 30 metra í loft upp, en skyndilega hafi hún tekið dýfu og steypzt niður. Brak úr flugvélinni hentist langar leiðir og eldhafið varð brátt ógurlegt, svo að engin tök voru fyrir slökkvi lið og hjálparsveitir að komast að flakinu. Flugvélin var að leggja upp I leiguflug til Bandaríkjanna. Hún var leigð af Listafélagi Georgia- rlkis — The Georgia Art Society. — Flugvélin kom niður nálægt húsi skammt frá enda flugbrautar- innar. Laskaðist húsið ekki, en í garðinum umhverfis það var allt fullt af braki. Ekkert slys varð á fólki I námunda við slysstaðinn, en þarna er smáhúsahverfi (villu- hverfi). 50 METRA IIÁ ELDSÚLA Sjónarvottar segja, að risið hafi til lofts 50 metra há eldsúla. Einn þeirra sagði, að svo hefði virzt, sem um einhverja erfiðleika hafi verið að ræða þegar er flugvélin var að renna af stað Hún hafi komizt í loft upp, en svo sveigt skyndilega til vinstri og þá .heyrzt sprenging og svo hver af annarri og loks hafi hún steypzt niður í íbúðahverfið. — Þá segir í þessum fréttum, að það gangi kraftaverki næst, að flugþernurnar björguðust og ómeiddar að kalla. Annar sjón- arvottur telur, að flugvélin hafi aldrei lyfzt frá flugbrautinni nema i mesta lagi 2-3 metra. viðbragðsflýti eins manns, hvort þessum vösku sjómönnum á tog aranum EHiöa væri bjargað. Hún mændi öll til eins manns Bjarna skipstjóra á Júpíter, sem lét knýja vélar skips síns til hins ýtrasta og loks kom Júpíter öslandi út úr storininum og bjargaði mönnunum við hinar hættulegustu aðstæður. ★ 349 BIÐU BANA í ÞREMUR FLUGSLYSUM I þeim þremur miklu flugslysum, sem vikið var að, hafa farizt alls 349 manns. Hinn 15. marz fórsl bandarísk Constellation-flugvél og 107 manns. Hún hrapaði í Kyrra- hafið. Aðeins 10 dögum áður höfðu 111 manns farizt með brezkri flug- vél, sem var nýlögð af stað frá Doula í Vestur-Kamerun. AIR FRANCE Á 20 BOEING-707 Franska flugfélagið á 20 flug- vélar af gerðinni Boeing-707. Hin fyrsta var tekin í notkun í október 959. Áhöfn þessara flugvéla er 10 manns. Meðal áhafnar er flugmað- ur og varaflugmaður, siglingafræð- ingu og flugvélaverkfræðingur. SHODtI 1202 Sendibíll LÆGSTA VERÐ bila í sambxrilcgum stærðar-og gæðaflokki TÉKKNESKA BIFREIDAUMBODIÐ LAUGAVEGI 176 - SÍMI 5 7881

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.