Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 8
8
Mánudagur 4. júní 1962.
VÍSIR
Otgefandi Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjóran Hersteinr. Pálsson. Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri Axel rhorsteinsson.
Fréttastjóri Þorsteinn ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði.
1 lausasölu 3 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f.
----------------------------------------------------/
Aldarfjórðungs afmæli
Einn merkasti kaflinn í verklegum framförum á
íslandi síðustu áratugina ef stofnun og starfræksla
hinna tveggja flugfélaga.
í gær átti hið eldra þeirra Flugfélag íslands, aldar-
fjórðungs afmæli, eins og blöðin hafa ítarlega getið
um. Saga Flugfélagsins er um margt ævintýri lík.
Það hóf starf sitt við erfið skilyrði af litlum efnum.
Næsta fáir sérmenntaðir menn voru enn til á sviði
flugsins hér á landi. Frá upphafi átti félagið þó því
láni að fagna að þar völdust til forystu ötulir og
traustir menn og nafn Amar Johnsen verður ætíð
samtvinnað nafni félagsins sjálfs.
Á síðasta ári gekk rekstur Flugfélagsins ekki svo
vel sem skyldi og við var búizt, og má orsakanna til
þess leita í verkfallinu sem hindraði starfsemina um
tíma. Hinsvegar benda öll sólarmerki til þess að árið
í ár verði félaginu gott ár og ferðamannastraumurinn,
sem hingað kemur loftleiðis eykst stöðugt. Lands-
menn færa Flugfélagi íslands hamingjuóskir á þess-
um tímamótum og þakkir fyrir góða þjónustu bæði
innan lands og utan. Flugfélagið sjálft mun bezt sjá
hag sínum borgið með því að hafa jafnan efst í huga
hag farþega sinna, svo sem fjölgun flugleiða og hag-
stæð fargjöld.
Sigur eðo ósigur?
Það hefur greinilega farið mjög í taugarnar á
Tímanum og Þjóðviljanum að Vísir skyldi skýra frá
því að kosningaúrslitin hér í Reykjavík hafi verið mik-
ill sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Erfitt er að skilja með hvaða rökum því verður
á móti mælt að úrslitin hafi verið sigur flokksins. Ó-
mótmælanlegt er að frá síðustu kosningum, sem fram
fóru hér í borginni, bætti flokkurinn við sig nær 3.000
atkvæðum. Hætt er við að rauðu flokkarnir myndu
hafa talið það sigur ef slíkur atkvæðafjöldi hefði fallið
þeim í skaut. Um það má deila endalaust hvort bera
eigi tölur saman frá síðustu kosningum eða kosning-
um þar áður. Eðlilegt og sjálfsagt er að nota saman-
burð frá síðustu kosningum - þótt rauðu blöðunum
þyki það af skiljanlegum ástæðum ekki of þægilegt.
Eimskip
Aðalfundi Eimskipafélagsins lauk á laugardag,
eins og skýrt er frekar frá hér í blaðinu í dag. Nú
lætur Guðmundur Vilhjálmsson af framkvæmdastörf-
um hjá þessu stærsta skipafélagi landsins eftir langan
og heilladrjúgan stárfsferil, en yngri maður tekur við.
Aðalfund þennan einkenndi bjartsýni og fram-
kvæmdahugur, en það er í sjálfu sér ekkert nýtt því
stjómendur félagsins og eigendur hafa allt frá önd-
verðu horft fram á leið. Sækir félagið nú um nýtt
athafnasvæði í Örfirsey, sem það þarf á að halda
sökum aukinnar starfsemi sinnar.
KostarSvía300millj. kr.
að taka upp hægri akstur
Svíar eru eina þjóðin á meg-
inlandi Evrópu sem enn við-
heldur vinstri handar akstri.
Eru þær raddir nú að verða
æ háværari, sem krefjast þess,
að það verði nú ekki látið drag
ast lengur að innleiða hægri
handar akst- ' -n.
Sviður mönnum það nú sár-
lega, að þeir skyldu ekki fram-
kvæma breytinguna í stríðslok,
1945, þegar tala einkabifreiða
í landinu var aðeins 50 þúsund
og almenningsbílakosturinn var
um 4 þúsund gamlir strætis-
vagnar og langferðabílar. En þá
hefði kostað 27 milljónir
sænskra króna að koma þessu
í verk.
Félag sænskra bifreiðaeig-
enda hefur barizt fyrir breyt-
ingunni f áratugi en alltaf mætt
andsvörum íhaldssamra afla, er
horfðu í kostnaðinn
Nágrannaþjóðir biðja um
samræmi
En nú er farið að kreppa að
Svíum og sjá nú allir að þeir
geta ekki komizt hjá því til
eilífðar að fresta breytingunni.
Kostnaðurinn hefur nú marg-
faldast, en ekki þýðir að horfa
lengur í það, því að hann mun
stöðugt halda áfram að aukast
og þvf er illu bezt aflokið.
Ferðamálasamband Svíþjóðar
kvartar nú æ háværar yfir því,
að útlendir ferðamenn forðist
landið vr ,ia vinstri handar akst
ursins og'Norðmenn hafa kvart-
að yfir þessu í Norðurlandaráði,
en það skiptir þá miklu máli,
þar sem næv allir skemmtiferða
menn sem aka til Noregs frá
Danmörku og Mið-Evrópu þurfa
að fara yfir sænskt land.
Danir setja og fram háværar
kröfur um að Svíar samræmi
umferðareglur sínar við um-
ferðareglur Evrópu og benda á
það, að um næstum því hverja
helgi verði alvarleg slys f Kaup
mannahöfn og nágrenni fyrir þá
sök að sænskir ferðamenn, sem
komið hafa með bíla sína yfir
sundið átti sig ekki fyrst f stað
á þvf, að þeir eiga að breyta
til og fara að aka hægra megin
á veginum.
Þjóðaratkvæði 1955
Eftir að Svíar slepptu happi
úr hendi 1945, þegar auðveld-
ast hefði verið að framkvæma
breytinguna hafa félög bifreiða
eigenda í Svíþjóð þó ótrauð hald
ið baráttunni áfram fyrir hægri
handar akstri.
Árið 1955 fengu þau því til
Ieiðar komið að lagafrumvarp
um slíka breytingu var samið
og lagt fram. Að sinni varð
það þó úr að efnt skyldi til þjóð
aratkvæðagreiðslu um málið.
Um 53% atkvæðisbærra manna
greiddi atkvæði, en af þeim
sögðu 82,9% „nei“ við þvf að
hægri handar akstur yrði tekinn
upp. Varð þetta til þess, að
samgöngumálaráðuneytið lagði
frumvarpið á hilluna.
Þegar þjóðaratkvæðagreiðslan
fór fram var áætlað að breyt-
ingin myndi kosta um 150 millj.
sænskra króna. En á þeim fáu
árum er sfðan hafa liðið hefur
þróunin mferðarmálum orðið
Hér sjást Svíar æfa sig í hægri handar akstri á flugvelli í ná-
grenni Stokkhólms. Hætt er við að breytingin á umferðar-
regiunum úr vinstri í hægri akstur kosti mörg slys og jafnvel
mannslíf fyrstu dagana eftir að hún gengur í gildi.
svo ör, að nú er talið að kostn-
aðurinn við breytinguna hafi
enn meira en tvöfaldazt Sýnir
það hv?::k skammsýni öll frest-
un f þessum efnum er.
Hall-skýrslan
Bifreiðaeigendafélög í Sví-
þjóð hald.i enn áfram baráttunni
fyrir htcgri handar akstri og hef
ur það ásamt vaxandi erfiðleik-
um í skiptum við nágrannaþjóð-
irnar leitt til þess, að samgöngu
málaráðuneytið sænska hefur nú
enn einu sinni ákveðið að hefj-
ast handa.
Á sl. ári fól það framkvæmda-
stjóra samgöngumálaskrifstof-
unnar, Gösta Hall að gera ýtar-
lega áætlun um kostnaðinn sem
er þvf samfara að taka upp
hægri handar akstur.
Hall hefur nú skilað skýrslu
sinni og hefur hann komizt að
þeirri niðurstöðu, að heildar-
kostnaðurinn nemi nú um 340
milljónum sænskra króna. Hann
skiptir kosnaðinum þannig nið-
ur:
175 milljónir króna mun
kosta að endurbyggja 8 þúsund
strætisvagna og langferðabíla.
Er breytingin einkum fólgin i
að færa inngang af vinstri hlið
yfir á hægri hlið. Tekið er fram
að allir strætisvagnar með
vinstri dyrum verði að hverfa
úr umferð á einum og sama
degi og er lagt til að Svíar fái
hundruð strætisvagna að láni
hjá nágrannaþjóðunum meðan
verið er að breyta sænsku vögn-
unum. Þá er óhjákvæmilegt að
draga úr þjónustu strætisvagn-
anna á millibilsástandinu.
55 milljónir þarf til sams kon-
ar breytinga á sporvögnum.
83 milljónir þarf til að breyta
akbrautum, bílastæðum og um-
ferðarmerkjum. Færa þarf til og
breyta um 200 þúsund umferða
merki og til að mála ný merki
og strika á akbrautir þarf 500
tonn af málningu.
27 milljónir þarf ennfremur
til að upplýsa almenning og æfa
hann í nýjum ökureglum og til
ýmis konar aukakostnaðar, þar
með taldar breytingar á benzfn-
sölustöðum.
Nóg komið af Iýðræði
Skoglund samgöngumálaráð-
herra Svfa hefur lýst því opin-
berlega yfir, að nú megi ekki
fresta þessu máli. Það verði eins
og hver önnur vanrækslusynd
þungbærara og erfiðara viður-
eignar eftir því sem tíminn líð-
ur.
Mjög hefur dregið úr andstöð
unni við hægri handar akstur-
inn f Svíþjóð, aðeins einstaka
raddir hefja nú upp sama söng-
inn og áður um að fénu sé bet-
ur varið í annað. Þó er ekki gott
að segja nema andstæðingunum
tækist enn á ný að efla mót-
spyrnuna ef efnt væri til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um málið. Þeir
hafa þvf minnzt á þann mögu-
leika. En Skoglund ráðherra
svaraði því til, að nú væri kom-
ið nóg af „lýðræði“ f þessu
máli.
Talið er víst að meirihluti sé
fyrir breytingunni á þingi og
sagði foringi sænskra kommún-
ista nýlega: — í þessu máli
neyðist ég víst til að vera hægri-
maður.
Það benda þvf allar líkur til
að hægri handar akstur verði
tekinn upp í Svíþjóð á næsta
ári, þá eru aðeins tvö Evrópu-
lönd eftir með vinstri handar
aksturinn, Bretland og ísland.