Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 16
VÍSIR Mánudagur 4. júni 1962. ODDGEIR MAGN- ÚSSON LÁTINN Oddgeir Magnússon lögfræðing- ur andaðist í svefni á heimili sínu hér f borg sl. laugardag. Oddgeir var 51 árs að aldri og hafði stund- að lögfræðistörf um árabil. Hann var sonur Magnúsar Jónssonar bæjarfógeta í Hafnarfirði. Búa hjá Bretanum Á miðvikudag fer hópur 49 ungra fslendinga til kennslu- dvalar f Englandi og verður þátt- takendum dreift á jafnmörg heim- ili víðs vegar um landið, og 5 í viðbót tveim dögum síðar. Það er brezk stofnun, sem nefnist „Scanbrit", er stendur fyrir ferð þessari og hefur á stefnu skrá að sjá útlendingum fyrir dvöl á heimilum f Englandi til að gefa einkum ungu fólki kost á að læra enska tungu og kynnast landi og þjóð og hefur þann hátt á að þátttakendur dveljist frekar á heimilum hver fyrir sig, svo að þeir komist því mun fyrr niður í málinu en ef þeir dveljist sam- an á skólagörðum. Þetta er fyrsta hópferðin, sem héðan er farin á vegum Scanbrit, en s.l. 3-4 ár hafa farið héðan nokkrir íslend- ingar árlega. Umboðsmaður Scan- brit hér er Sölvi Eysteinsson tungumálakennari og verður hann fararstjóri þessa hóps, sem fer utan 6. júní og kemur heim aftur 31. ágúst. Ekki komast fleiri með í hópferðina, en 8. júní fara fimm Reykvíkingar utan til viðbótar og dveljast þar jafnlegi hinum. ► DIAMANT — fyrsta gervihnetti Frakka verður skotið í loft upp bráðlega með þriggja þrepa eld- flaug. Vísindamálaráðherra Frakk- lands Gaston Palewski skýrði frá þessu á stjórnarfundi nýlega. 44 millj. kr. tap og enginn arður hjá Eimskip Óska eftir afnámi verðlagsákvæða Aðalfundur Eimskipafélags ís- Iands var haldinn á laugardaginn og var myndin hér fyrir ofan þá tekin, þar sem stjórnarformaður Einar B. Guðmundsson var að flytja skýrslu um starfsárið 1961 og verkefnin framundan. Við borð- ið sitja fundarritari Tómas Jóns- son, fundarstjóri Lárus Jóhannes- son og gjaidkeri stjórnarinnar Birgir Kjaran, en fyrir aftan þá stjórnarmeðlimir Eimskip þeir Jón Árnason, Richard Thors, Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra, Grettir Eggcrtsson, Pétur Sigurðs- son og Ásgeir G. Stefánsson. Fundurinn var fjölmennur og kom fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen á hann. I skýrslu stjórnarformanns kom eftirfarandi fram: AUKNIR VÖRUFLUTNINGAR Vöruflutningar á árinu 1961 urðu 284 þús. tonn og skiptust þeir þannig niður: Þús. tonn 128.5 121 23.5 11 Innflutningur Útflutningur Milli hafna erlendis Milli hafna innanlands Urðu vöruflutningarnir meiri en nokkru sinni áður þrátt fyrir verk- fallið sem stóð í mánuð, en þá stöðvuðust skip Eimskipafélagsins í samtals 130 flutningsdaga. Tala farþega sem ferðuðust með skipum Eimskipafélagsins var 6970 eða 53 færri en árið áður. Var far- þegatala með Gullfossi 6559, en með öðrum skipum 411. VERSNANDI AFKOMA Brúttótekjur skipanna á árinu námu 220.5 milljónum króna og höfðu hækkað um 38 millj. kr. frá fyrra ári. Brúttó úgjöld skipanna námu 213.9 millj. kr. og höfðu hækkað miklu meira en tekjurnar frá fyrra ári eða um 57 millj. kr. Rekstursafkoma skipanna er þvi miklu iakari en á fyrra ári. Var hagnaðurinn nú um 6.6 millj. kr., Framh. á 7. síðu. Tvö þúsund Reykvíkingur fú hituveitu um úrumót Lægsta tilboð í næsta áfanga hitaveituframkvæmda í Reykjavík barst frá tveim fyrirtækjum sam- eiginlega, Verki h.f. og Verklegum framkvæmdum h.f. og hófu þau verkið fyrir viku, en áætlað er, að því verði Iokið um áramót og þá fái 2000 íbúar á þessu svæði hita- veitu. Tilboð bárust 5 alls. Það lægsta var frá áðurnefndum aðilum og samþykkt í borgarráði 17. maf. Það tilboð nam kr. 3.835.975. Næst- lægsta tilboð, kr. 4.200.450, var einnig sameiginiegt frá Þungavél- um h.f. og verkfræðistofu Gunnars Guðmundssonar og Stefáns Ólafs- sonar. Svæðið, sem hér um ræðir og á að fá hitaveitu næst, takmarkast af Dalbraut að vestan, á miðjum Laugarásveg að sunnan og liggur upp á háhæðina og með götunum i vestan í Laugarási. Á svæðinu standa háhýsin tvö og Dvalarheim- ; ili aldraðra sjómanna. Sem áður I segir á þessum framkvæmdum að j verða lokið um næstu áramót, | tengist svæðið á sundlaugastöðina á sama hátt og vesturhluti þessa ! hverfis. 5 ára drengur drukknar / brunni , Fánaborg sjómannafélaga á Austurvelli í gær. Á laugardaginn varð það slys i Grímsey, að finim ára drengur Eiríkur Jóhannesson drukknaði í brunni þar í eynni. Hann er sonur i Jóhannesar Magnússonar og sonar- sonur Magnúsar hreppstjóra í Grímsey. Fjölskylda drengsins býr í Sveina görðum, en nokkru fyrir norðan bæinn er tjörn, sem stundum þorn ar upp, en stundum er vatn í henni. í öðrum enda tjarnarinnar er brunn l ur sá sem drengurinn drukknaði í | og hefur hann verið óbyrgður. Þegar slys þetta gerðist var faðir ! drengsins úti á sjó, en gestir höfðu ^ komið í heimsókn, bróðir Jóhannes gr sem býr á Hjalteyri. Var því mikið um að vera á bænum og veittu menn því ekki athygli að 1 drengurinn hafði farið frá bænum. Þegar drengurinn var horfinn var farið að undrast um hann og hafin leit að honum. Föðurbróður hans, sem var í heimsókn datt þá í hug að leita í brunninum, sem er um mannhæðadjúpur og þar fannst Framh. á 5. síðu. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.