Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 6
VISIR GLAUMBÆR Margar ferðir Utsýnar ALLIR SALIRNIR OPNIR í KVÓLD. GLAUMBÆR JAZZ J AZZ SILFURTIJNGLIÐ MÁNUDAGUR Kvartett — Rúnars G. — Opið frá kl. 7—11,30 JAZZ JAZZ VEIÐIMENN! Lipur og góð VEIÐIMANNASTÍGVÉL Skóverzlun Péturs Andréssonur Lauguveg 17 — Framnesveg 2 FerðaféJagið Utsýn býður upp á 5 hópferðir til útlanda I sumar og haust. Eru sumar þeirra nærri full skipaðar nú þegar, enda hafa ferðir Útsýnar notið almennra vinsælda og viðurkenningar þau 7 ár, sem félag ið hefur starfað og efnt tll kynnis- og skemmtiferða vlðs vegar um Evrópu. Ferðafélagið Útsýn var stofnað í þeim tilgangi að gefa almenningi kost á hópferðum með betra fyrir- komulagi en áður hafði tíðkazt og fyrir lægsta verð miðað við góðan abúnað og beztu þjónustu. Tilhög- un öll í ferðunum er með frjálslegu sniði og frelsi farþeganna í engu skert. Lögð hefur verið áherzla á að bæta aðbúnað farþeganna frá ári til árs og standa þar í engu að baki hinum stóru ferðaskrifstofum erlendis, t.d. eru nærri eingöngu valin gistiherbergi með baði, en gott bað er eitt hið nauðsynlegasta fyrir ferðamanninn i sumarhitum. Mikilvægt er, að gististaðir séu vel staðsettir í stórborgum, svo tími ferðamannsins notist sem bezt. Fólk, sem óvant er ferðalögum, ger ir sér ekki alltaf grein fyrir þeim reginmun á aðbúnaði og þjónustu, sem á sér stað á ferðalögum, en reynslan er sú, að flestir vilja borga nokkrum krónum meira á dag og njóta ferðarinnar. Útsýn hefur afl- að sér traustra og hagkvæmra sam banda við gistihús á leiðum sínum undanfarin ár, og gerir það öll við- skipti og þjónustu greiðari og ó- dýrari. ^ararstjóri í surttarferðum Útsýnar verður Ingólfur Guðbrands son, sem er þaulkunnugur megin- landi Evrópu eftir áratugs reynslu sem leiðsögumaður. Ferðir þær, sem Útsýn hefur undirbúið í sum- ar og haust eru þegsar: Edinborg — London 12 dagar: 16.— 28. júní. Siglt verður með Gullfossi til Edinborgar en ekið þaðan um Skot- land og hið fagra Lake District £ Norður-Englandi, gist í Buxton en ferðinni haldið áfram næsta dag um fæðingarborg Shakespeares, IVORY TWILL ORTBUXUR eru nýjasta ameríska tízkan fyrir kvenfólk, og auðvitað í hinum' eftirsóttu ljósu litum, sem hæfa hverskyns útiveru í sumri og sól Model 334. VDIR FRAMLEIÐSLA Stratford-on-Avon, Oxford og Windsor til London. Þar verður búið á ágætu hóteli við Piccadilly Circus í 4 daga, farið í kynnisferðir um borgina undir leiðsögn farar- stjórans, á skemmtistaði og í verzl anir, en verzlanirnar í nærliggjandi götum, Oxford StrccJ og Regent Street, þykja mjög freistandi. Á heimleiðinn. verður dvalizt einn dag í Edinborg, en sfðan siglt heim með Gullfcssi. 1 ferðum Útsýnar er jafnan haldið uppi gleðskap á skipinu með dansi, söng og mynda sýningum. Ferð þessi er mjög ódýr eða frá rúmum 7000 krónum. Parls — baðstaður við Ermarsund — London Brottför 13. júlí. Dvalizt vcrður 5 daga í hinni glaðværu heimsborg, skoðaðar merkar byggingar, heimsótt lista- söfn og skemmistaðir og farið til Versala. Mörgum mun finnast á- nægjulegt að vera í París sjálfan þjóðhátíðardag Frakka, 14. júlí, enda er þá mikið um dýrðir í borg- inni. Síðan verður dvalizt 3 daga á baðstað við Ermarsund og að lok um 4 daga í London. Þeir, sem óska, geta framlengt dvöl sína þar og notað flugfarseðilinn heim síð- ar. Ferð þessi er farin á aðalsum- arleyfistímanum. Hún er einkum sniðin fyrir ungt fólk, sem vill komast í skemmtilega en ódýra ferð, enda kostar hún aðeins um 11 þús. kr. Kaupmannahöfn — Rínarlönd — Sviss — Parfs 18 dagar. Brottför 11. ágúst. Dvalizt verður 3 daga í Kaup- mannahöfn en síðan flogið með þotu suður í Rfnarlönd, þar sem LAUGAVEGI 90-92 Volkswagen, flestar áergirðir Sendiferðabifreið Chevrolet 1955 F-3100 Mjög góður öfll, sanngjarnt verð. For Sodiac 1955-58 Forti Consui 1955 58 62. Ford Consul 1962 4ra dyra De Lux modei Opel allar árgerðir og stærðir Fiat statior 1957. góður bfll Fiat 600 1957 Fiaí 500 1954. ódýr bfll Reno Daupin 1960-61 Pobeda 1954-55. gott verð og gó£ kjör. Skoda station 1956-60. Vuxall Victor 1958. góður bfll !> mann; bifrelðir Mercides Bens Í955 56 - 61. Mercides Ben< 1958 Ipei Kapitan I96(i Chevrolet, ailar argerðir. Ford allar árgerðir Doge, allar árgerðir Auk þess stórt úrva) alls konar annarra bifreiða. Gjörið sve vel og skoðið bflana Þeir eru é staðnum Mánudagur 4. júnf 1962. dvalizt verður nokkra daga á feg- urstu stöðum við ána, en þaðan verður ferðazt með bifreiðum til Heidelberg og hina undurfögru leið um TSlerstrasse. í Svartaskógi, Freudenstadt og Triberg, skoðaðir Schaffhausenfossarnir f Rfn, stærstu fossar Evrópu og haldið til Zíirich f Sviss. Dvalizt verður viku í Sviss og komið á marga fegurstu staði landsins, s.s. Luzern, ekið með Vierwaldstiiltersee, um Susten skarðið til Interlaken, mestu ferða mannaborgar f Berer Oberland, sem oft er kölluð stássstofa Sviss. Að lokinni tveggja daga dvöl í Genf verður flogið þaðan til Parfsar og stanzað þar í fjóra og hálfan dag. Heim verður haldið flugleiðis með viðkomu í London hinn 28. ágúst, en þeir, sem óska geta notað flug- farseðil sinn sfðar frá Lodon eða París. Þetta er ein vinsælasta ferða mannaleið f álfunni, sem gefur kost á að skoða marga fegurstu staði hennar, enda hafa færri en vildu komizt að í þessari ferð Útsýnar undarfarin ár. Hinn sfgildi Spánn Brottför 1. sept. London Flogið verður um London til Madrid, stanzað þar 3 daga, en sfðan ferðazt með bifreið til hinna heillandi borga á Suður- Spáni, Cordova, Sevilla, Malaga, Granada og á kunnasta baðstað Spánar, Alicante, síðan um Valen- cia og Tarragona til Barcelona. Leið ir Islendinga munu beinast meira til Spánar en áður, því að Spánn er tvímælalaust eitt sérkennilegasta og skemmtilegasta ferðamannaland álfunnar og um leið eitt hið ódýr- asta. 1 ferð þessari gefst kostur á að kynnast fegurstu og kunnustu stöðum Spánar á bezta tíma árs og sérkennilegri menningu og þjóðlífi Spánverja. Á heimleiðinni verður dvalizt einn dag í London, og þeir sem óska geta framlengt dvöl sína þar. Austurlandaferð 22 dagar — brottför 6. okt. Þessi ferð til frægustu sögustaða í þrem heimsálfum er fyrsta hóp- ferð Islendinga til Austurlanda og glæsilegasta ferð, sem Ferðafélagið Útsýn hefur efnt til. Leigð hefur verið Viscount-flugvél Flugfélags Islands til allrar ferðarinnar og eru viðkomustaðirnir Vínarborg, Istan- bul, Aþena, Delfi, Beirut, Damask- us, Jerúsalem, Kairo, Rómaborg og London. Alls staðar verður gist á úrvalsgistihúsum og aðbúnaður all- ur hinn vandaðasti. Hinar sögu- frægu borgir, þar sem vagga menn ingarinnar hefur staðið og pílagrím ar hafa heimsótt um aldir, verða skoðaðar í fylgd sérfróðra leiðsögu manna, en fararstjóri verður Sig- urður A. Magnússon rithöfundur, sem dvalizt hefur langdvölum í Grikklandi og þekkir flesta þessa staði af eigin sjón og raun. Há- markstala þáttakenda í ferðina eru 40 — 50, en pantanir þurfa að ber- ast snemma í þessa ferð, sökum þess hve undirbúningur hennar er tfmafrekur og öflun nauðsynlegra skilríkja til ferðarinnar tekur lang- an tfma. Skrifstofa Ferðafélagsins Útsýn- ar f Nýja Bíói verður opin kl. 9 til kl. 7 sfðd. þessa viku. (Fréttatilk. frá Útsýn). Málverkasala Listmálarar og aðrir sem vilja selja góð málverk, góð- fúslega hafið samband við undirritaðan. Eftirspurn er mikil. Málverkasala — Umboðssala Týsgötu 1. Opið frá kl. 1. Sími 17602 Kristján Fr. Guðmundsson málverkasali

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.