Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 3
Mánudagur 4. júní 1962. V'lSIR 3 C" -\jl . •■ . •. ' l ■: ■ • Frakki að nafni Boutillon, var meðal þátttakenda. Mótstjóri, Halldór Snorrason, með fallegan fisk. Sjóstangaveiðimótinu lauk í Vestmannaeyjum á laugardag- inn. Þátttakendur voru 41 og öfluðu vel. Veiddu þeir ýmsar fisktegundir, svo sem þorsk, ufsa, ýsu, keilu, karfa, Iúðu, steinbft og fleira. Mestan afla, 380 kg, dró Guð- mundur Ólafsson kaupmaður úr Reykjavík. Annar varð Halldór Snorrason með 338 kg og þriðji varð Birgir Jóhannsson tann- Veiðin í fullum gangi. læknir, með 329 kg. Mestan fjölda fiska veiddi Magnús Valdemarsson, framkvæmdastj. Póla, 347 stykki. Skipstjórabikarinn, sem veitt- ur er skipstjóranum á þeim bát sem mest aflar ,hlaut að þessu sinni Hjálmar Jónsson, skip- stjóri á Erlingi. Stærstu Iúðuna, 22 kg, dró Guðmundur Ólafsson, stærsta þorskinn Egill Snorrason, og var hann 14 kiló. Stærstu Iöng- una, 8.5 kg, veiddi Hákon Jó- hannsson, Gunnar Guðmunds- son fékk stærstu keiluna, 7.4 kg, stærstu ýsuna, 4.3 kg, dró Þórhallur Jónsson og stærsta steinbítinn, 8,4 kg, Axel Lár- usson. — Stærsta háfinn dró Bandaríkjamaður að nafni Han- son Horsey, sem kom hingað frá Frakklandi til að taka þátt í mótinu. Alls veiddu þátttakendur 5008 fiska, sem vógu samanlagt 7448 kíló. Mótstjóri var Halldór Snorra- son og dómari mótsins var Páll Þorbjörnsson. Aflinn sem fékkst á móti þessu er mjög góður. Sneru menn ánægðir heim á laugar- dag. Áttu sumir langt heim þar sem nokkuð var þama af út- lendingum, en ekki virtust þeir telja eftir sér ferðina. Aflinn veglnn á bryggjunnt í Vestmannaeyjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.