Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 04.06.1962, Blaðsíða 5
Mánudagur 4. júní 1962, 5 V'SIR Þorkell Gíslason jarðfræðingur sýnir skátunum eyna og segir þeim sögu hennar. (Ljósm. Bragi Guðmundsson) SKÁTAR í VIÐEY Mikið er um að vera hjá skátahreyfingunni í ár, í tilefni af 50 ára afmæli hreyfingarinn- ar. Hápunktur iiátíðahaldanna verður að sjálfsögðu landsmót- ið að Þingvöllum, en um þessar mundir eru skátafélögin um land allt að undirbúa þátttöku sxna. Til undirbúnings Iandsmóts- ins efndi Skátafélag Reykjavík- ur til æfingarmóts í Viðey um helgina og sóttu það hátt á annað hundrað skátar, er reistu um tíu tjaldbúðir víðs vegar um eyna. Á mótinu fór fram kennsla í hjálp í viðlögum, hnútabinding- um, stjórn varðelda, meðferð áttavita og Iandabréfs, einnig fór fram kcppni í alls kyns skátaíþróttum. Þorkell Gíslason fornleifa- fræðingur sýndi skátunum eyna og kynnti þeim sögu hennar. Um kvöldið kyntu skátarnir varðeld og var þar sungið og glatt á hjalla. Meðal verkefna !■■■■■! Sveinn Valfells kosinn form. bankaráðs Iðnaðarbankans Sl. laugardag var haldinn aðal- fundur Iðnaðarbanka íslands, degi síðar en bankinn flutti starfsemi sína í bankahúsið nýja við Lækjar- götu. Formaður bankaráðs, Kristján Jóh. Kristjánsson, flutti skýrslu um starfsárið og taldi, að það hafi ver- ið bankanum hagstætt og þeim áfanga náð, að bankinn væri nú fluttur í hið nýja hús. Þá lagði bankastjórinn, Guðmundur Ólafs,! fram reikninga og skýrði þá, og voru þeir lagðir fram prentaðir fyr! i; fundarmenn og þeir samþykktir. Einnig voru lagðar fram og sam- þykktar tillögur frá nefnd, en aðal- efni þeirra er sú breyting, er kemur fram f lögum nr. 30 1962, er kveða svo á, að hlutafé bankans aukist að hámarki í 10 milljónir króna í stað 6 y2 millj. kr. áður. Þá var enn samþykkt, að bankaráð skyldi flytja iðnaðarmálaráðherra tilmælil um, að það yrði í framtíðinni, til| samræmis við lög um aðra banka,, sett í vald aðalfundar bankans aðl ákveða hámark hlutafjár. : Síðan fór fram kosning í banka-j ráð Formaður, sem verið hefir Kristján .. Kristjánsson, baðst eindregið undan endurskosningu, Sýningin framlengd Aðsókn að sýningu Jóns Engil- berts í Listamannaskálanum hefir verið mjög góð og verður sýningin framlengd til kl. 10 í kvöld. Alls hafa 16 myndir selst. Listasafn rík- isin keypti í gær myndina Morg- j unn. Þá seldi Jón einnig myndina j Sumarnótt í gær. og var í hans stað Kosinn formaður Sveinn B. Valfélls forstjóri, en aðr- ir í bankaráði voru endurkjörnir, þeir Sveinn Guðmundsson, Guð- mundur H. Guðmundsson, Einar Gíslason og Magnús Ástmarsson. Drukknar— Frh. af 16. síðu: \ hann. Hann var með vatnsfötu og i er talið að hann hafi ætlað að fylla , hana, en þegar hún fylltist hafi i hún orðið svo þung að hún hafi dregið drenginn niður. Björgunartilraunir voru þegar gerðar og Tryggvi Helgason sjúkra flugmaður flaug þégar með Iækni til Grímseyjar, en það varð árang- urslaust. Barnið kom ekki aftur til lífsins. Snillingur — Framh. af bls. 9 inni. Meðan hún var í Sviss, fékk hún að vera viðstödd kennslustundir hjá snillingnum Sandor Vegh, og tvívegis var hún þar á tónleikum hjá Yehudi Menuhin. Hann hafði nefnilega verið einn af prófdómurum hennar. Og á tónleikum í Ost- erley Park í næsta mánuði koma þær báðar fram sem ein- leikarar, systir hans, píanóleik- arinn Hephzibah Menuhin, og Jacqueline. En seint I ágúst rennur upp hennar mesta frægð arstund á listaferli hennar til þessa, þegar hún kemur fram, ásamt mörgum heimsfrægum listamönnum, á listahátíðinni í Edinborg. Kvikmyndaleikkonan Elisabeth Taylor sætir óvægilegri gagnrýni í bandarískúm blöðum um þessar mundir — óvægilegri en nokkru sinni fyrr. Tilefnið eru fréttir um, að húr, sé farin að sjá eftir Eddie Fisher og vilji fara til hans aftur, en blöð- in hafa tekið málstað hans út af ævintýrum Liz og brezka leikarans Burtons, mótleikara hennar í Kleo- pötru, en þau leiddu til að hjóna- band hennar og Eddie fór út um þúfur. Það var þá, sem Liz sagði, að hún héldi, að Burton mundi taka sig fyrir konu, — en hvað sem hæft var eða hæft ekki i fréttun- um um samdrátt þeirra, Liz og Burtons, héldust órofin hjúskapar- bönd Burtons og konu hans. fþréttir — Framhr af 2. síðu. voru ekki á þeim buxunum að fara að gefa sig og smám saman tóku er skátarnir fengu frá foringj- um sínum var að þrífa hið gamla höfðingjasetur, Viðeyjar- stofu og nágrennið í kring. Frétt þessi er ábyggilega mörgum Reykvíkingum gleði- efni, því nýlega var farið að auglýsa ferðir út í eyna, og það má búast við að þeir verði margir er leggi leið sína út í eyna, einhvern góðviðrisdaginn í sumar með kaffibrúsa, til að losna sinástund frá ys og þys borgarinnar. . Jaqueline hefur eignazt fá- gætt hljóðfæri, og það er ævin- týri líkast, hvernig það komst í hennar eigu. Einn góðan veð- urdag fékk hún bréf frá hljóð- færaverzlun William Hill, þar sem hún var beðin að koma í verzlunina, og þegar þangað kom, var hún spurð, hvort hún vildi prófa tvö selló, sem henni var bent á. Hún gerði það þeg- ar og tók annað langt fram yfir hitt. Það kom þá upp úr kafinu, að það var Stradivarius-selló, smíðað árið 1672. Og nú var henni tilkynnt, að sellóið væri henrxar eign — gjöf frá nokkr- um aðdáendum, sem ekki vildu láta getið nafna sinna. liz Viil nú fú j Eddie oftur Lokatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, á þessu starfs- ári, fóru fram í Háskólabíói sl. föstudagskvöld. Stjórnandi var Jindrich Rohan og einleikari á píanó Jórunn Viðar. Þeir hófust á nýju verki eftir Jón Nordal, sem nefnist Brotaspil, en önnur verk voru Píanókonsert í e moll eftir Chopin og Pathetique sim- fóníar. eftir Tsjækovskí. I hvert sinn sem von er á nýju verki frá Jóni Nordal, verður vart tals verðrar eftirvæntingar í hópi músikáhugamanna hér í borg, og það að vonum. Ber þar margt til, en helzt myndi ríða bagga- muninn, að Jón er sá tónhöfund ur íslenzkur, sem vandvirkastur er, með öðrum orðum, maður sem fer ekki með neitt fleipur. Brotaspil er tilbrigði eða mynd- breytingar, þar sem áherzla er lögð á sífelld nýsköpun efni- effir Leif Þórarinsson viðarins. Ákveðnar sjálfstæðar tónaraðir leika saman, Ieggjast hver við aðra og fá nýja útkomu á hverjum áfanga. Óbreytt end- urtekning kemur ekki fyrir í þessu verki, enda væri slíkt ekki í samræmi við þá stefnu sem greinilega er tekin í fyrstu tökt- unum, myndi óhjákvæmilega tálma framvindu þess. í krafti þeirrar reglu, sem þó kemur ekki í veg fyrir mójívíska þró- un, heldur einmitt héfur hana í æðra veldi, stígur verkið og hníg ur, í fagurdregnum boga hnökra Iausum. Beiting hinna margvís- Iegu tónblæbrigða hljóðfæranna á þá ekki sístan þátt í að fctra það uppi, þó hún sé raunar ekki alltaf jafnsannfærandi, og stund um dálítið vandræðaleg, eins og ekki hafi Iegið alveg ljóst fyrir til hvers bragðs skyldi seilast. En hér er einmitt við höfuð vanda yngri tónskálda að ctja, sem sé sníða nýrri hugsun stakk horfins tíma, því auðvitað á venjuleg sinfóníuhljómsveit ræt ur og blóm á öldinni sem leið, og fyrr. Ef menn grípa ekki til þess ráðs, að smíða sín verkfæri sjálfir, er ekki annað en nota þau sem fyrir eru, þó kunni að reynast nokkur fjötur um fót. Það myndi ánægjulegt, ef hægt væri að segja, að flutningur Brotaspils hafi tekizt með þeim ágætum, sem jafngott verk á skilyrðislausa kröfu á. En því er ekki að heilsa. Þó alls ekki vegna einskærs getuleysis hljóm sveitarinnar, sem hefur Ieyst erf iðari hlutverk niargfalt betur af hendi. Að þessu sinni hafði aug- ljóslega verið kastað til hönd- um, og ætla ég að engan sé um að saka, nema stjórnandann. Verkið er það skírlega samið og blessunarlega laust við vafasöm aukaatriði, að ljóst má vera hverjum athugulum leikmanni, hvar ber að leggja á helztar á- herzlur eða draga úr. En all- margt virtist hafa farið gjörsam lega fram hjá stjórnanda svo horfði til stórskemmda, og þar sem um einhver átök var að ræða, leizt sem honum féllust hendur, og léti skeika að sköp- uðu, Þeir eru reyndar ekki svo fáir hljómsveitarstjórarnir, sem við flutning nýrra verka, skáka í skjóiinu, að „þar sem enginn þekkir mann, þar er gott að vera“ o. s. frv., og Jindrich Rohan er greinilega af því tag- inu. En sú Iífsregla dugði hins vegar ekki við flutning píanó- konsertsins né sympfóníunnar. Ég er ekki svo vel kunnugur píanóleik Jórunnar Viðar, að ég geíi dæmt um hvort henni tókst betur eða ver í þetta skipti, en sú aðstoð sem hún naut af hendi hljómsveitarinnar var svo slæ- lega fram borin, að ekki fer hjá að hún hafi verkað þjakandi, að ekki sé talað um hljóðfærið sem henni var fengið undir hend ur. Það er óravegu frá að vera samboðið merkasta hljómleika- sal landsins. Frú Jórunni tókst þó á köflum að koma lengri lag- línum í mjög áheyrilegt form, t. d. hliðarstef 1. þáttar, sem hefði vafalaust hljómað yndislega, ef flygiilinn þama væri ekki ann-' ar eins hjallur og raun ber vitni. Algjör óþarfi er að ræða sym- fóníu Tsjækovskís af neinni ná- kvæmni, annar eins fastagestur og hún er á efnisskrám hljóm- sveitarinnar. En af þeim flutn- ingum hennar sem ég hef heyrt hér á Iandi, var þessi lakastur. Var Iögð feikiáherzla á að ná fram sem mestum hávaða, með því að láta sterkustu blásarana þenja belginn í meiningarlitlum fylgiröddum, sem ef eitthvað, er ætlað að lyfta undir aðalatriðin, en ekki kæfa þau. Og strax í byrjun urðu stjórnanda á þau höfuð mistök, að láta fagott leggja áherzlu á síðasta tón fjögra tóna mótívsins, sem sam- kvæmt nákvæmri forskrift höf- undarins skal koma á þriðja tón, sem er hápunktur. Slík mistök voru einkenni alls flutningsins, og hlutu að særa íslenzkt brag- eyra. Að lokum þetta: Forráða- mönnum hljómsveitarinnar ber skylda til að Iáta flytja Brota- spil aftur, helzt á fyrstu tón- leikum sveitarinnar í haust. Og þá verður að forðast þá regin villu, að hafa það fremst á efn- isskránni, því áheyrendur eiga nógu erfitt að átta sig á nýjum verkum, þó síðbúnir konsertgest ir dragi ekki athygli frá í sífellu. þeir völdin í sínar hendur og Medt- ho skorar þrívegis fyrir land sitt á 19. og 22. mín. og á 28. mínútu skorar Klh.gec 4:3, en jöfnunin kom svo á 33. mín. leiksins. Colum bíumenn hafa verið óheppnir í keppninni og tapað stigum en sýnt góða knattspyrnu og aldrei sýnt uppgjöf. „MILLJÓNMENN“ 1 ERFIÐLEIKUM Alfredo di Stefano varð að vera utan vallar í gær gegn Mexíkó er Spánverjar unnu 1:0 með marki Perio á 38. mínútu síðari hálfleiks. Mexíkanarnir voru mjög erfiðir hin um snjöllu Spánverjum og léku ekki síður vel en Spánverjarnir með nöfn eins og Puskas, del Sol, Suarez og Santamaria. „KNOCK OUT“ í RANCAGUA í hitabeltisborginni Rancagua var sigur Ungverja stór yfir Búlgar íu eða 6:1 og strax eftir 50 sek. mátti markvörðurinn ná í boltánn í marknetið og það endurtók sig með nokkuð jöfnu millibili. Sigur Ungverja var verðskuldaður og hefði getað verið stærri. Hinn uiigi miðherji Albert minnti menn mjög á Puskas þ-gar hann lék enn með ungverska Iandsliðinu og í leiknum í gærkvöldi skoraði hann 3 mah anna og var heili liðsins ef t . mætti segja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.