Vísir


Vísir - 18.06.1962, Qupperneq 3

Vísir - 18.06.1962, Qupperneq 3
Mánudagur 18. júni 1962. VlSIR 3 ■ V-- . sj ' ;;:•:■ >■: * líka Myndsjá í dag er vitaskuld af hátíðahöldunurn i gær. Þau voru að mestu með sama sniði og í fyrra, en það sem skemmti- legast var, og gerir daginn eftir minnilegan var hinn mikli ara- grúi fólks, barna og fullorð- inna, sem lagði leið sina niður í miðbæ og var viðstaddur sjáif hátiðahöldin. Almenn þátttaka er á hverjum tíma Ijósasti vott- ur þess, hvaða hug fólk ber til þjóðhátiðardagsins, og þvi var mannfjöldinn á götum Reykja- víkur i gærdag og gærkvöldi gleðileg þátttaka. Jafnvel veð- urspáin og skúrirnar komu þvi ekki að neinni sök. Kiukkan tvö um eftirmiðdag- inn, skömmu eftir að hátiðin var sett, lagði forseti Islands, herra Ásgeir Ásgelrsson blómsveig frá íslenzku þjóðinni að fót- stalli Jóns Sigurðssonar á Aust- urvelli (sjá mynd). Þá flutti Kristbjörg Kjeld leikkona ávarp fjallkonunnar af svöium Alþingishússins og birt- um við einnig mynd af því. Klukkan þrjú hófst barna- skemmtunin á Arnarhóli, og hafði þú driflð að þúsundir barna, mörg með foreldrum sín- um og var hóiiinn þéttskipaður fólki. Var öllum skemmt, jafn- vel lögregluþjónunum lfka, eins og sjá má á hinum brosandi andlitum hér á fjögurra dálka myndinni. Leið svo dagurinn, en um kvöldið fylltist aftur Arnarhóll, nú til að fylgjast með kvöld- vökunni. Stóð hún til um tíu, og stóð þá á endum. Hennl var nefnilega ekki fyrr Iokið, en úr- hellisrigningu gerði. Flestir voru þó við regninu búnir, og brugðu regnhlífum á loft. Var litskrúð mikið og í rauninni synd og skömni, að ekkl skuli vera hægt að hafa regnhlifar- myndina hérna i litum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.