Vísir - 30.06.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 30.06.1962, Blaðsíða 10
10 VISIR Laugardagur 30. júní 1962 Narssarssuak nefnist nes í Eiríksfirði á Grænlandi. Áður fyrr nefndist nes þetta Stokka- nes og er um marga hluti sér- stæður staður. Ekki er vitað til að þarna hafi verið byggð uin margar aldir, síðan niður féll byggð íslendinga, en Lars Motzfeldt djákni í Brattahlíð, segir að einar húsarústir hafi lent undir flugvellinum þar. 1941 fóru svo Bandaríkja- menn í stríðið. Gerðu þeir þá flugvelli víða um heim og var þetta einn sá fyrsti þeirra. Nefndu þeir hann Blue West I. Risu þarna á stuttum tíma mik- il mannvirki og fullkominn flugvöllur. Nú hafa Bandaríkin yfirgefið staðinn og stóð hann um árabil mannlaus. :ÍiÍÍÍUH«iÍi.i jíiiiiiniiki.iiimijj fsleitin. Svo var það að Grænlands- farið Hans Hedtoft fórst sunn- an við Grænland. Urðu þá uppi mjög háværar raddir um að koma þyrfti upp ísleit við Græn land og var henni valinn staður í Narssprssuak. Upphaflega var gert ráð fyrir að þar störfuðu alls sextíu manns. Eins og oft vill fara með ríkisfyrirtæki er Parkinsonslögmálið að verki og nú munu starfa þar nær tvö hundruð mann-s. Nú er að staðaldri stundað ís- könnunarflug frá vellinum og annast það þrjár flugvélar. Ein Mynd þessi er tekin til norðurs úr hlíðinni fyrir ofan Narssarssuak. Efst til hægri sést jökullinn, fyrir neðan hann spítal- inn,! neðar á myndinni sést hluti af húsunum og eru fæst þeirra í notkun. Yzt til vinstri sést í hótelið. í 5000 manna bæ þeirra er íslenzk, Sólfaxi Flug- félags íslands, en hinar tvær eru Catalínaflugbátar frá danska flughernum. Heldur þykir flugmönnum einmanalegt að vinna þarna, en eins og einn danski flugmaðurinn komst að orði: „Blessuð þokan sér fyrir því að við gerum ekki út af við okkur á erfiði.“ Flugvöllurinn sjálfur stendur á nesi sem gengur út í fjörðinn og er talsverður hialli á honum í áttina að sjónum. Fyrir ofan hann er nokkurt Iáglendi, sem má heita alþakið byggingum. Fyrir ofan koma svo brattar hlíðar vaxnar kjarri, sem liggja upp að jöklinum. Fjörðurinn er þarna þröngur, og er fjallasýnin mjög tignarleg. reisti herinn mikinn spítala^ Hann er byggður úr tré og er samansafn af smáhýsum, sem tengd eru saman með göngum. Eru þarna hinir mestu ranghal- ar. í spítala þessum eru um 4000 rúm, fyrir sjúklinga og starfsfólk, þannig að hægt er að ímynda sér fyrirferðina. Það er heldur ömurlegt að litast um á spítalanum. Hlerar eru fyrir flestum hurðum og gluggum, en þar sem svo er ekki hafa rúður yfirleitt verið brotnar. Stór og mikil geðveiki- deild er þarna með grindum fyr- ir gluggum og hurðum. Þarna er tæki sem fáir hafa séð og ekki getur talizt sérlega skemmtilegt, sem er líkbrennslu ofn. Virðist vera hægt að brenna í honum fjögur til sex lík í einu. Spítali þessi var síðast notað- ur í Kóreustríðinu.. Voru þá fluttir þangað mjög særðir menn og illa farnir, ýmist til að deyja, eða til að hressa þá við áður en þeir fóru heim. 200 manns í 5000 manna bæ. Alls voru á vellinum 471 bygging, þegar Bandaríkjamenn yfirgáfu staðinn. Höfðu þær alls rúm fyrir um 10.000 manns. Hafa nú verið rifnar um 350, en þrátt fyrir það mun helmingur húsrýmisins vera eftir, þar sem minnstu húsin hafa: verið rifin fyrst. Núna búa þarna 200 manns í húsnæði fyrir 5000 manns Stór spítali. Skammt fyrir ofan aðal- byggðina er lítið og fallegt dalverpi með vatni í miðju. Þar mun hvergi vera rýmra um fólk en þarna, þar sem húsrými er fyrir 25 sinn- um fleira fólk, auk þess sem þarna eru geysistórar vöru- skemmur og flugskýli. í Narssarssuak eru engir Grænlendingar búsettir að stað- aldri. Um 30 eru þar í vinnu, þar af 25 stúlkur. Allir þeir sem þarna eru, bæði Grænlend- ingar og aðrir, borða í sameig- inlegu mötuneyti. Jafnvel fjöl- skyldur sem þar búa elda ekki mat sinn sjálfar. Smiður sem reisir ekki hús. Við hittum þarna smið frá Julianehaab, sem er danskur að ætt. Hann hefur þá atvinnu að rífa niður hús og gerir ekkert annað. Úr húsunum fæst mikið timbur, sem selt er Eskimótun- unp. Segir smiðurinn að heita megi að þeir fái það ókeypis. Nota þeir við þennan í bygg- ingar sínar, sér í lagi útihús. Við spurðum hann hvaða laun væru greidd á Grænlandi. Sagði hann að þau færu eftir svoköll- uðum Grænlands-tariff, sem er launaflokkun, ákveðin af Græn- landsstjórn. Hefur hann tæpar fjórar danskar krónur í laun á klukkustund og taldi alls ekki nóg. Laun eru þau sömu, Framh. á bls. 6. Þessi mynd er tekin á sama stað í hlíðinni, til suð-vesturs. Sést á enda flugvallarins til hægri, út með hlíðinni til vinstri er höfnin, á miðri myndinni eru hús sem ísleitarmennirnir búa í og hýsa mötuneyti staðarins. Úti á firðinum sjást ísjakar. (Ljósm. Vísis, Mats Wibe Lund). iliffflll: llfíiijffi 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.