Vísir - 12.07.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 12.07.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagurinn 12. júlí 1962. VISIR Mikil laxagengd í ElliBaánum Vísirhafði í morgun tal af'veiði málastjóra, Þór Guðjónssyni og spurðist fyrir um hvernig laxveið- ar hefðu gengið að undanförnu. Þór taldi að yfirleitt væri veiði að færast í aukana, en allar skýrzl ur hefðu ekki borizt enn þá. I Elliðaánum hefur verið mikil laxagengd að undanförnu og hefur teljarinn við kisturnar talið yfir 1100 laxa, en gengið hefur heldur illa að fá laxinn til að taka. Lax- inn getur nú gengið um allar árn- ar auðveldlega. Veiði hefur gengið mjög vel í Laxá í Kjós, höfðu veiðzt þar um síðustu mánaðarmót 214 laxar, en aðeins 97 á sama tíma í fyrra. í Miðfjarðará hefur veiði gengið heldur illa, þar höfðu veiðzt 8. þessa mána'ðar 304 laxar, en & sama tíma I fyrra 365, en þess má geta í sambandi við Miðfjarðará, að í henni veiða nú nýir Ieigutak- ar. Veiði í Norðurá hefur gengið á- gætlgea, þar höfðu veiðzt um mán- aðarmótin 183 laxar, en á sama tíma í fyrra 176. I Laxá í Aðaldal (neðri hluta) hefur veiðzt vel að undan förnu, um mánaðamótin höfðu verið dregnir þar á land 137 laxar, en á sama tíma í fyrra, aðeins 87. ENN ÓVÍST UM UPP- TÖK TAUGAVEIKIBRÓÐUR Þrátt fyrir miklar og margvís- Iegar tilraunir hefur ekki tekizt að grafast fyrir um það hver séu upptök taugaveikibróður hér, —- margs konar tegundir sýnishorna matvæla og neyzluvöru hafa verið tekin til rannsóknar, en ekkert sannazt er bendi til um upptökin. Vísir spurðist fyrir um þetta hjá Borgarlækni í morgun og kvað hann allar hugsanlegar leiðir hafa verið farnar og yrði tilraunum haldið áfram. Veikin hefur ekki breiðzt neitt út að heitið geti, — aðeins komið upp stöku tilfelli á strjálingi eins og áður hefur verið getið, og eng- inn veikzt hættulega af veikinni. 1 Smálöndum í Sviþjóð, þar sem veikin kom upp snemma sumars, er hún mjög í rénun. 1 NTB frétt- um í gær var sagt, að enginn hefði látizt úr henni. Það er þakkað mjög varúðarráðstöfunum og leið- beiningum, hve fljótt hún gekk yf- óðurgeimfar til tunglsins 197( Bandaríkin ætla að senda geim- far tnannað 3 mönnum á braut kringum tunglið eigi siðar eh 1970. — Frá þessu móðurgeimfari á að senda tvo menn í minna geimfari til tunglsins. í því verða tveir menn og er ráð- gert að þeir hafist þar við í 4 daga og sameinist aftur móður-geimfar- inu, er verði svo stýrt til jarðar. Síldin Framh. af bls. 16. röst 850 mál. Hilmir 900 mál. Bjarni Jóhannesson 600 mál. Sig- urbjörg 550 mál. Sigurður Bjarna- son 1500 mál. Freyja GK 550 mál. Akraborg 1500 mál. Hafbjörg 450 mál. Eldborg ' 7500 mál. Gnýfari 750 mál. Hringsjá 1350 mál. Víðir II 400 mál. Fróðaklettur 900 mál. Keilir 800 mál. Runólfur 900 mál. Fákur 1500 mál. Súlan 1250 mál. Heiðrún 650 mál. Mummi 750 mál. Hólmaver 800 mál. Bragi SU 700 mál. Reykjanes GK 400 mál. Dóra GK 600 mál. Erlingur III VE.400 mál. Svanur RE 1300 tn. Gjafar 850 tn. Þorgrímur 300 tn. Jón á Stapa 350 tn. Húni 700 mál. Blíð- fari 100 tn Helga Helgason 1700 mál. Árni Geir 550 tn. Pétur Sig- urðsson 1250 máli Björn Jónsson 1100 mál. Smári 150 tn. Hafþór RE 1200 tn. Ólafur MagnUsson AK 250 tn. Glófaxi 800 mál. Jón Garðar 800 mál. Garðar 150 tn. Guðmund- ur á Sveinseyri 600 mál. Sigurfari AK 500 mál. Stígandi ÓF 800 tn. Sigurður AK 150 tn. Gisli lóðs 900 mál. Áskell 800 m'ál. Andri 800 mál. 'Einar Hálfdáns 200 tn. Straumnes 600 tn. Jón Jónsson 400 tn. Leó 750 mál. Einir IS 800 mál. Vinur IS 700 mál. Kristbjörg VE 700 mál. Erlingur IV VE 400 mál. Þessi breyttu áform um að senda menn til tunglsins voru tilkynnt í gærvöldi. Öldungadeildin samþykkti í gær hækkaða fjárveitingu til geimvís- indarannsókna og er hún nU 4 milljarðar dollarar. init — Frh. at 16. síðu: dregið Ur höfuðhögginu og jafn- vel forðað frá höfuðkupubroti. Annað umferðaróhapp varð hér 1 borginni í gær og munaði litlu að slys — jafnvel stórslys — hlytist af, en sem betur fór varð það ekki. Atvik þetta gerðist um sama leyti og slysið á Suðurlands- braut, eða um klukkan hálf fjögur e.h. Stór fólksbifreið var á leið nið ur Skólavörðustíg, en þegar öku- maður hugðist hemla skammt fyrir ofan gatnamótin íi Bankastræti sprakk vökvarör í hemlakerfinu, þannig að hemlarnir verkuðu ekki. Við þetta varð ökumaðurinn að gíípá til þess úrræðis, sem fyrst var fyrir hendi til að forða frá stórslysi eða meiriháttar árekstri milli ökutækja, en það var oð sveigja bílinn út af akbrautinni og inn á einhvern mannlausan stað á gangstéttinni. Lenti bifreið- in vinstra megin upp á gangstétt- ina og staðnæmdist við hornhúsið á Bankastræti og Skólavörðustig þar sem Hatta- og skermabUðin er til húsa. RUðan í verzlunargluggan um brotnaði í mél og eins brotn- aði úr veggnum. Bíllinn sjálfur skemmdist mikið og var óökuhæf- ur á eftir. Það sem mestu máli skipti þó í þessu tilfelli var það að ekki varð slys á fólki og má það furðulegt kallast á jafn fjöl- förnum stað sem þetta götuhorn er. Nytt kjördæmisráð Hér sjást nokkrir fundarmanna. Sunnudaginn 8. júlí var hald- inn stofnfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi vestra. Fundur- inn var haldinn að Hótel Blöndu ósi og hófst kl. 2 e.h. Fundinn sóttu 33 fulltrúar kjörnir af flokksfélögum og fulltrúaráðum í kjördæminu. Ennfremur mættu á fundinum formaður Sjálfstæð- isflokksins, Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra og framkv.- stjóri flokksins, Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson, og fluttu þeir erindi. Séra Gunnar Gíslason, alþing- ismaður, setti fundinn. Fundar- stjóri var kjörinn Baldur Ei- ríksson forseti bæjarstjórnar á Sigljjfirði og fundarstjóri Björn Darifelsson, skólastjóri á Sauðárkróki. í stjórn voru kosnir Hermann Þórarinsson, oddviti, Blönduósi, formaður, Stefán Friðbjarnarson bæjarfulltrúi, Siglufirði, Guð- jón Sigurðursson bæjarfulltrúi, Sauðárkróki og Guðjón Jósefs- son, bóndi, Ásbjarnarstöðum, Vestur-Húnavatnssýslu. í vara- stjórn voru kosnir: Knútur Jóns son, fulltrúi, Siglufirði, Pétur Jó hannsson, hreppstjóri, Glæsibæ, Skagafirði, Árni Guðmundsson, vélvirki, Sauðárkróki, Stefán Jónsson, kennari, Kagaðarhóli, Austur-Húnavatnssýslu og Jó- hannes Guðmundsson, bóndi, Auðunnarstöðum, Vestur-Húna- vatnssýslu. Enn fremur fór fram kosn- ing fulltrúa Norðurlandskjör- dæmis vestra í flokksráð Sjálf- stæðisflokksins. Kosnir voru: Jón Stefánsson, forstjóri, Siglu- firði, Jón Sigurðsson, fyrrv. al- þingismaður, Reynistað, Guð- jón Sigurðsson, bæjarfulltrúi, Sauðárkróki, Guðmundur Klem- enzson kennari, Bólstaðarhlið, og Sigurður Tryggvason, verzl- unarstjóri, Hvammstanga. Vara- menn í flokksráð voru kjörnir: Baldur Eiríksson, Siglufirði, séra Bjartmar Kristjánsson Mælifelli, Björn Daníelsson, skólastjóri, Sauðárkróki, Jón ísberg, sýslu- maður, Blönduósi, og Óskar Leví, bóndi, Ósum. Þingmenn og frambjóðendur í aðalsætum á framboðslista við alþingiskosn ingarnar hverju sinni í kjör- dæminu eru sjálfkjörnir í flokks ráð. Warnarliðið — Framh. af bls 1. leiðis og myndi það lið verða kom- ið innan fárra klukkustunda. Benti aðmirállinn á þá staðreynd, að Bandaríkin hefðu sett lið 3. land í Líbanon fyrir nokkrum árum og höfðu Bandaríkjamenn þó ekkert j lið í landinu fyrir. I . 1 Lítil stöð. Þá ræddi aðmírállinn um það hver fásinna það væri að ætla að árásarriki myndu telja það ómaks- ; ins vert að varpa kjarnorkusprengj- : um á Keflavík eða aðra staði á fs- Iandi. Hér væri aðeins lítil varnar- stöð. Ekki væri hér árásarstöð og því bæri enga nauðsyn til þess fyrir árásarríki að eyða kjarnorku- sprengjum í eyðileggingu stöðvar- innar. Aðmirállinn var spurður um það, hvort varnarliðið hefð- orðið vart við rússneska kafbáta að und- anförnu og kvað hann svo vera. Hefðu þeir sést í kringum landið og sumir siglt ofan sjávar. Væri hér greinilega um heræfingar RUssa að ræða. Hann kvað enga beiðni hafa kom ið fram um það frá bandarískum yfirvöldum að kafbátalægi yrði gert I Hvalfirði, en hann var að því spurður vegna skrifa málgagna kommúnista um það mál og áróð- urs. Hávaöinn 'ekki vandamál. Þá gat aðmírállinn þess, að þot- ur af nýrri gerð myndu nú koma í stað flugvélagerða, sem varnar- liðið hefir yfir að ráða. Eru þotur þessar mjög hraðfleygar, fljúga hraðar en hljóðið og athafna sig i yfir 50 þús. feta hæð. Aðmíráll- ínn var spurður að því, hvort há- vaði myndi ekki mikill fylgja þess- um nýju vélum, er þær færu af stað og lentu, tii óþæginda fyrir íbúa Suðurnesja. Hann kvað hávað- ann vera meiri en í núverandi þot- um, en ekki þó svo mikinn að vandkvæði stöfuðu af. Einnig kom það fram á fundin- um, að Moore aðmíráll átti að láta at störfum sem yfirmaður varna íslands innan skamms, en hann hefir beiðzt þess að starftími hans verði lengdur um eitt ár. Bjarni Benediktsson. Frestað — Framh. af bls. 16. aðeins hvort verða ætti við þeirn tilmælum, sem ekki komu frá út gerðarmönnum, að fresta at- kvæðagreiðslunni. Sáttasemjari hefur einnig sam- þykkt fyrir sitt leyti að fresta at- kvæðagreiðslu til næstkomandi miðvikudags. Fulltrúar sjómannasambandsins hafa einnig fallizt á frestun. Hefur kosning farið fram í sjómannafé- lögunum í síðustu viku um land allt, en verið dræm þátttaka. Mun atkvæðagreiðslu I félögum sjómanna halda áfram þessa viku.i Brunakvaðning. Klukkan 6 síðdegis í gær var slökkviliðið l^vatt inn að Tungu við Laugaveg. Þar reyndizt þó ekki um eldsvoða að ræða, heldur reykjar- stybbu sem lagt hafði út fr£ mótor, sem brarm yfir í þvottavél.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.