Vísir - 12.07.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 12.07.1962, Blaðsíða 2
VISIR S &S BW3 feJ £^ erum svona einn tíma £ sjónum 1 einu. Það hefur verið dálítið erfitt að, vera mikið lengur í eínu, þar sem sjórinn hefur verið óvenju lengi að hitna. I gær var hann 11 gráður, 'og- er það það heitasta sem af er sumrinu, en er þó ekki meira en viðunandi." „Þið ætlið í Ermarsund?" „Við erum mikið að hugsa um það. Það. verður þó aldrei fyrr en í seinni hluta ágústs. Við yrðum að fara út nokkru Fimmtudagurinn 12. júlí 1962 áSur en við f.ærum i sjálft sund- ið. Þáð er nauðsynlegt að æfa eitthvað í sjónum þarna úti, þvf bæði selta og öldulag er nokk- uð annað en hér. Eins höfum við ckki hugsað okkur að fara á hinum árlega keppnisdegi, þvi með því getútn við fengið betri bát og leiðsögumann fyrir jafn- vel minni pening. En sem sagt, við stefnum að því að komast út." Unnu í happdrætfi Wísis: Voruaihugsaum aS fá sér ísskáp Eyjólfur og Axel í fjörunni. Syntu Viðeyjarsund a a crm Þeir sundkapparnir, Ax- ; el Kvaran og Eyjólfur Jóns | son lögregluþjónar syntu j Viðeyjarsund í gærkvöldi, I og voru kapparnir nær ó- I þreyttir að sundinu loknu. Æfa þeir báðir af miklunt krafti, enda vonast þeir til þess að komast í Ermar- sund á þessu sumri. Það fer vart aö vera í frásögur færandi þött þeir félagarnir syndi Viðeyjarsund, því að svo oft hafa þeir farið leiðina. Var þetta nlunda Viðeyjarsund Eyjólfs en þriðja Axels. Við náðum í Axel í morgun og lét hann vel af sundinu, en kvað tímana ekki hafa verið nógu góða. Voru þeir 2 tíma og 8 mín. á sundi, sem er mun lakara en bezti tími sem náðst hefur á vegalengd- inni. „Ekki er ólíklegt að það hafi ver ið um að kenna, hversu seint við fórum af stað. Við töfðumst um hálftíma og misstum þar af leið- andi af hagstæðum föllum. Þó hélt ég að það mundi ekki koma svo mikið að sök, sérstaklega, þar sem við syntum nær alla leiðina á skríðsundi. Hingað til höfum við mest beitt bringusundinu, og satt að segja hámlaði okkur nokkuð, hve illa okkur hefur gengið að ná upp skriðsundi. Nú höfum við þó komizt upp á lagið með það og verður því að telja sundið mjög vel heppnað að þvf leyti. Dálítil mótalda var fyrri hluta leiðarinn- ar en þegar nær dró landi, varð stillilogn og kyrr sjór." ' „Þið hafið æft vel, Axel, er það ekki?" „Við Eyjólfur höfum æft frá því f vor á hverjum degi, alltaf í sjón- um. Við erum í Skerjafirðinum og í fyrradag var dregið í hinu mánaðarlcga áskrifendahapp- drætti blaðsins og kom vinning- urinn upp á greiðslukvittun númer 3865. Dregið var úr nöfnum allra á- skrifcnda blaðsins, bæSi gam- alla og nýrra, er höfðu greitt á- skrifendagjald blaðslns skilvís- lega og giltl mánaðarkvittunin sem happdrættismiði. Vinningur að þessu sinni var glæsilegur Kelvinatorísskápur, að verðmæti þrettán þúsund krónur, frá Heildverzluninni Heklu h.f. Vinnandi reyndist vera Jóhannes J, Björnsson, lög- regluþjónn í Umferðardeildinni, til heimilis að Drafnarstfg 2 hér f borg. Jóhannes er kvæntur Helgu Jónsdóttur og hafa þau verið gift í átta ár, ejga tvö Jjörn, Björn sjö ára og Huldu Aðal- björgu átta ára, sem dvelst á Akureyri um þessar mundir. Um klukkan 3,30 f gærdag mætti Jóhannes ásamt konu sinni og Birni litla, í Verzlunina Heklu, Austurstræti 14, til að veita viðtöku ísskápnum. Af- henti þeim hann Ragnar Hall- dórsson, sölustjóri Vísis. Þegar Ragnar hafði afhent þeim ísskápinn, tókum við þau hjón tali. - Hafið þið keypt Vísi lengi? 'spyrjum við Jóhannes fyrst. — Ég gerðist ekki fastur á- skrifandi fyrr en í vor, en áður hafði ég keypt blaðið oftast á hverjum degi I lausasölu. — Hvernig stóð á því að þið gerðust áskrifendur, Helga? — Ég veit það nú eiginlega ekki. Þegar Jóhannes kom heim einn daginn, sagðist hann ætla að segja upp Morgunblaðinu og gerast fastur áskrifandi Vísis og ég lét það gott og gilt vera, því mér hefur fundizt blaðinu hafa farið mikið fram síðan það breytti um búning. — Það hefur auðvitað komið þér á óvart að fá þennan glæsi- lega ísskáp. — Jú, því er ekki að neita, ég var alveg hætt að láta mig dreyma um að við fengjum nokkurn tíman vinning í happ- drætti. Og það skemmtilega við þetta er að ísskápurinn er af þeirri gerð sem við helzt hefðum kosið okkur. — Voruð þið áð1 hugsa ykkur ' um að kaupa Isskáp, Jóhannes? — Já, það hefur svona verið í bígerð undanfarið, við eigum nú flest algengustu heimilistæk- in, svo röðin var komin að hon- um næst. — Spiiarðu mikið f happ- drættum? — Já, nokkuð, en hef sjald- an haft heppnina með, fyrr en nú. Ég hef lengi átt nokkra miða í happdrætti Háskólans og fengið á þá tvisvar sinnum smá upphæðir. — Ferðu nú ekki að spila miklu meira í happdrættum, þegar þú hefur haft heppnina með þér nú? — Nei, ég held að við getum vel við unað að fá einu sinni Síldarstúlkur Síldarsöltun þegar að byrja hjá Sunnuveri, Seyðis- firði. Getum enn ráðið nokkrar stúlkur. Fyrsta flokks húsnæði, fríar ferðir og kauptrygging. - Upplýsingar í skrifstofu Isbjarnarins h.f., Hafnarhvoli, Reykjavík, sími 11574, og hjá Sunnuveri, Seyðisfiriði. Afgreiðslustúlka Rösk og ábyggileg (helzt ekki yngri en 20 ára), óskast nú þegar í kjörbúð. Uppl. í síma 11260 kl. 4-6. AUSTURVER h.f. Ragnar Halldórsson sölustjóri afhendir frú Helgu fsskápinn, við hlið hennar er maður hennar, Jóhannes, og sonur þeirra, Björn. Ljósm. Stúdíó Gests. \ )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.