Vísir - 12.07.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 12.07.1962, Blaðsíða 4
; . / ...................-......................'-' - *'-• stjórnmálum VISIR Fimmtudagurinn 12. júlí 1962 í iðnaði í dag er sextugur Þorgeir Jósefsson á Akranesi. Þorgeir hefur um áratuga skeið verið framkvæmdastjöri Vélsmiðjunn ar Þorgeir og Ellert og Dráttar- brautar Akraness. Hann er fæddur 12. júií, 1902, að Eystra Miðfelli á Hvalfjarðarströnd, en fór ungur til Akraness og iærði járnsmíði. Þorgeir hefur verið í hreppsnefnd og bæjarstjórn á Akranesi síðan 1937 og alla tíð haft áhuga á stjómmál- um. Fyrirtæki sín hefur hann byggt upp af miklum dugnaði og verið einn mesti fram- kvæmdamaður á Akranesi. Vís- ir hafði tal af Þorgeiri, skömmu áður en hann fór af landi burt, en hann dvelst nú í Danmörku um tíma. — Hvenær byrjaðir þú að læra járnsmíði? — Ég byrjaði á því 16 ára gamall, árið 1918, hjá Ólafi Ól- afssyni, sem þá hafði nýlega sett upp vélsmiðju á Akranesi. Hjá honum vann ég til 1928, er ég setti á stofn Vélsmiðjuna1 Þorgeir og Ellert, ásamt bróður mínum, sem einnig hafði lært hjá Ólafi. — Var ekki erfitt að byrja í viðskiptum á þeim tíma? — Það er alltaf erfitt að byrja. Það verða ungir menn að horfa fram á ef þá langar til að komast áfram. Þeir verða að treysta á sjáífa sig. Ef mað- ur hefur nóg sjálfstraust, geng- ur það. — Hvers kyns vinnu fengust þið við fyrst? — í fyrstunni var eingöngu um að ræða bátaviðgerðir. Síð- an færðum við út kvíarnar, þeg ar ég keypti Dráttarbraut Akra- ness. Samtök útgerðarmanna höfðu átt hana og hafði gengið fremur illa að reka hana, enda held ég að þeir hafi ekki haft mikla trú á henni. Ég endur- byggði hana árið 1938 og eftir það fórum við að taka stærri viðgerðir skipa og nýsmíði. — Hvenær var fyrsta skipið byggt? — Við byggðum fyrsta skip- ið 1939 og var það sjósett 26. janúar 1940. Þetta var 60 tonna bátur, sem nefndur var Sigur- fari og er enn gerður út frá Akranesj. Verður ekki annað sagt en að hann hafi gefizt vel. — Hafið þið byggt mikið af skipum síðan? Viðtal við Þorgeir Jós- efsson á Akranesi sextugnn — Aðalverkefnið hefur alltaf verið viðgerðir. Til að fylla upp í eyður þær sem verða á vinnu við þær höfum við smíðáð báta. Við höfum byggt rekstur bæði vélsmiðjunnar og dráttarbraut- arinnar á viðgerðarþjónustunni. — Hvernig lítur farmtíð skipasmíða út, hér á landi? — Ég álít að þar gegni sama máli og með annan iðnað í landinu. Við verðum að leggja áherzlu á að byggja upp iðn- aðinn, þar sem hann er sam- keppnishæfur að gæðum og að mestu leyti að verði. Ég segi að mestu leyti, af því að okkur er mjög mikilvægt að spara Og CJ gjaldeyri. Ekki aðeins af þvl að okkur skorti hann, heldur einn- ig af því að enginn útflutning- ur okkar getur staðið að öllu leyti óstuddur. — Við íslendingar erum mjög litlir í þjóðaheildinni. All ar aorar þjóðir leggja mikla á- herzlu á að efla sinn iðnað. Ef okkur heldur áfram að fjölga eins og að undanförnu er nauðsyn fyrir okkur að efla iðnaðinn meira en gert hefur verið og með auknum fólks- fjölda getum við það. Sjávarút- vegurinn er eini atvinnuvegur okk-ir sem á möguleika á að auka gjaldeyristekjurnar. Iðnað urinn og landbúnaðurinn eiga aftur á móti möguleika á að spara gjaldeyri 1 vaxandi mæli. í framkvæmd er það raunveru- lega það sama að spara gjald- eyri og afla hans. — Telur þú möguleika á að íslenzkur iðnaður verði sam- keppnisiær á mörgum sviðum? — Við höfum ekki síðra fólk en aðrar þjóðir. Ef við því ekki getum verið samkeppnisfærir er eithvað að og þá !r að finna hvað það er. Er gengið vitlaust skráð, er kaupið of hátt eða er yfirstjórnin í ólági? Á8 auki er “ svo sú góða spurning: Eru gerð ar meiri kröfur til íslenzks iðn aðar en þess erlenda? Eitt af því mikilvægasta til að viö get- um orðið samkeppnisfærir, er verkaskipting 1 þjóðfélaginu og að hafa tryggingu fyrir því að atvinnuvegirnir geti þróazt án íhlutunar aðvífandi afla. — Þegar menn eru að deila á iðnaðinn ættu þeir að hafa í huga, að við verðum að standa á eigin fótum, því að ekki get- um við staðið á annarra fótum. Við getum fengið marga hluti ódýrari erlendis en hér. Ég ef- ast ekki um að við gætum flutt inn ódýrari bæjarstjóra frá Fær • •• i.WV.í Þorgeir Jósefsson eyjurp, en við höfum hér, en engum dettur í hug að gera það. Ég er samkeppnismaður og á lít að menn eigi að fá frið til að keppa hver við annan án í- hlutunar annarra. — Þú hefur verið mikið í stjórnmálum? —• Ég hef alla tíð verið Sjálf sfcæðismaður. Ég var kosinn í hreppsnefnd fyrst 1937 og svo í bæjarstjórn 1942. Ég var svo í henni þangað til á síðasta kjörtímabili, að ég tók mér frí. Nú er ég svo byrjaður aftur. — Telur þú heppilegt fyrir menn sem eru í viðskiptum að taka þátt í stjórnmálum? — Það er ekki heppilegt fyrir þá, en getur verið heppilegt fyr ir bæinn. Sá sem þarf að hafa viðskipti við fjöldann, þarf einn ig að hafa vinskap alls fjöld- ans og það er ekki víst að hann náist I gegnum stjórnmálin. Hins vegar getur það oft verið heppilegt fyrir bæinn, eins og ég sagði áðan. Bæjarfélagið er oft stærsta fyrirtæki sem til er í bænum. Það er því nauðsyn- legt að nægileg reynzla sé fyrir hendi, meðal þeirra sem stjórna bænum, til að reka svo stórt \ fyrirtæki Telúr þú að menn með slíka reynzlu séu notaðir nóg í á- byrgðarstöður á íslandi? — Það hefur mjög skort skilning á þessu hér. Erlendis er aftur á móti góður skilning- ur á þessu, eins og sjá má á því hve margir áhrifamenn og valdamenn koma úr viðskiptalif inu. Það liggur í augum uppi að maður sem skarar fram úf sem fjármála- og framkvæmdamað- ur missir ekki þá gáfu við að ganga í þjónustu þess opinbera. — Hafið þið smíðað stálskip? — Það höfum við ekki gert. Stálskipin eru tízka, sem geng- ur yfir. Hún stafar fyrst og fremst af þurrafúanum. Nú er búið að sigrast á honum, svo að ekkert mælir mðti því að byggja tréskip. Raunar höf- um við talsverða reynslu í með- ferð á stáli við skipabyggingar, því að einn þriðji af kostnaði við trébát er stálvinna, sem fer í yfirbyggingu og fleira. Ég er persónulega þeirrar skoðunar, að byggja eigi trébáta, innan við 150 tonna, en þau skip, sem eru yfir þá stærð, eigi að vera úr stáli. — Eru nokkrar breytingar fyrjrhugaðar á dráttarbraut- inni? — Við höfum sótt um lóð til að stækka, en það undarlega hefur gerzt að við höfum ekki fengið hana enn. Við viljum geta byggt og tekið fll viðgerð- ar allt að 1000 tonna skipum,. Ef við ekki fáum lóð innan hafnarinnar, verðum við að minnka stærð þeirra skipa, sem við getum tekið. — Þú ert núna að framleiða steinker? — Ég er að gera tvö ker, sem Framh. á bls. 13. Sigrún, nýjasti bátur sem smíðaður er hjá Dráttarbraut Akraness.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.