Vísir - 12.07.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 12.07.1962, Blaðsíða 10
w Fimmtudagurinn 12. júli 1962 "ISIR '.VAVAVAV.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.-.V.VW.V.V.V, ■ ■■■■■■ ■■■■■■■ niaiviiDKi Ll U stefnir Faruk fyrrum Egyptalandskon- ungur hefur stefnt Madame Sherry forstöðukonu pútnahúss í Miami í Florida og krafizt 16 miiljón króna skaðabóta. Mad- ame Sherry gaf nýlega út end- urminningabók, sem hún kallar „Pleasure was my Business". Þar staðhæfir hún að Faruk konungur hafi heimsótt hús hennar og heldur því þannig fram, að hennar hús sé hið eina sinnar tegundar í Ameríku, sem hefur fengið konunglegan gest. sundlaug Joseph Kennedy faðir Banda- ríkjaforseta hefur látið byggja sundlaug hjá sumarbústað sín- um í Hyannis Port. Er hún þak- in plastdúk og í henni vél, sem bærir vatnið svo að líkist sjávar gangi. Sundlaugin með plast- himninum og öðrum útbúnaði kostaði 3 milljónir krópa. taugabilun Vladimir Horowits hinn banda- ríski píanósnillingur, sem er giftur Wanda dóttur hljómsveit- arstjórans Toscanini hefur nú lýst því yfir, að hann haldi ekki fleiri píanókonserta. Ástæðan er þessi: — Lófatak og fagnaðar- læti áheyrendanna fara í taug- arnar á mér. - - í Bandarikjunum hefur það verið sannreynt að stöðugur hár tónn svæfi börn. Hafa félög lækna látið rannsaka tæki sem ætluð eru til fjölda- framleiðslu og eiga aí fram- kalla þennan svæfingartón. í Ástralíu gerðu tveir fall- hlífahermenn þá tilraun að stökkva út úr flugvél í 3000 metra hæð og þræða nál áð- ur en þeir opnuðu fallhlífina. Það tók þá 15 sekúndur og mikinn taugastyrk að þræða nálarnar. geimfari Walther Shirra heitir 39 ára sjó- liðsfoijingi í Bandaríkjunum, sem hefur orðið fyrir valinu sem næsti geimfari. Báðir for- eldrar hans kunnu að fljúga flugvél, Shirra verður skotið upp í september og er áætlað að hann fari sex hringi um- hverfis jörðina. Hann á að koma niður í Kyrrahafi skammt frá Midway-eyju. -v- fjárdráttur Edward Gilberí forstjóri eins kunnasta byggingafirma Banda- ríkjanna Bruce Hardwood flaug nýlega til Brazilíu. Þegar farið var að gæta að fjárreiðum fé- M lagsins kom í ljós, að hann hafði dregið sér um 100 milljón krón- ur úr sjóðum félagsins og flutt með sér úr landi allar eigur sín- ar, þeirra á meðal málverka- safn, sem metið er á 20 milljón krónur. Brazilía mun ekki fram- selja hann, því að enginn fram- salssamningur er milli Iandanna. Getur Gilbert því lifað áfram góðu lífi í Brazilíu. á frímerki Kennedy Bandarikjaforseti skart ar nú á mexíkönsku frímerki, sem gefið var út í tilefni hinnar opinberu heimsóknar hans til Mexíkó. Vonandi verður langt þangað til Kennedy kemst á frímerki í heimalandi sínu. Samkvæmt bandarískum regl- um verður það. ekki fyrr en eftir dauða hans. pnnsessa Astrid Ferner, svo nefnist Ást- ríður prinsessa dóttir Ólafs Nor- egskonungs eftir að hún giftist hinum fráskilda vefnaðarvöru- kaupmanni Johan Martin Fern- er á s.l.' ári. Þau hjónin eiga nú von á fyrsta barninu. prófessor ■AV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.1 i ■ n ■ ■ ■ i Alan Nunn May brezki atóm- njósnarinn hefur nú afplánað 7 ára fangelsisrefsingu. Hann hefur fengið stöðu í svertingja- ríkinu Ghana, verður prófessor í eðlisfræði við háskólann í Accra. vanræksla Margréti prinsessu af Snowdon var gefin eyja við vesturströnd Kanada, þegar hún heimsótti samveldislandið 1958. Henni hefur nú borizt bréf frá gefand- .V.V.V.’.V, sonur Francoise Sagan skáldkonan sem varð heimsfræg af bók- inni Bonjour Tristesse og maður hennar bandaríski leir kerasmiðurinn Robert West- hoff hafa eignazt son, sem þau kalla Denis. Francoise er nú 27 ára. anum, þar sem hann biður hana um að skila aftur gjöfinni. Á- stæðan er þessi: — Þér van- rækið eyjuna. í New York hefur verið 1 stofnuð sálfræðistofnun fyrir dýr í dýragörðunum sem missa maka sinn. Eru þessi ekkju-dýr oft mjög sorgbitin . og tekur langan tíma fyrir þau að venjast ekkjustandinu eða að sætta sig við nýjan maka. I »■■■■' baun Fidel Castro hefur látið setja ný iög, sem banna vöruhamstur. Þar er svo kveðið á að hver sá þegn, sem kaupi 25 pund af matvælum á viku geti fengið 6 mánaða fangelsi. samkvæmi Frú Carmen Franco eiginkona spænska einræðisherrans hefur sent heimboð til eiginkvenna allra forseta Evrópu. Hún býður þeim til vikusamkomu í Madrid. seldust upp Soraya fyrrum Persadrottning er á Bláströndinni í Suður- Frakklandi. Þar keypti hún sér í Saint Tropez bláköflóttar stuttbuxur. Næstu daga seldust upp í nágrenninu allar bláköfl- óttar stuttbuxur. á ferð Chichibu heitir japönsk prins- essa, sem er ekkja bróður Jap- anskeisara. Hún er nú lögð af stað í skemmtiferð um Evrópu. Hún mun dveljast þrjár vikur í Evrópu og heimsækja Eng- land og Svíjrjóð. áðtslf. veiðiféScagcs Landssamband veiðifélaga hélt aðalfund sinn í Borgarnesi 30. Júní sl. Fundinn sóttu fulltrúar veiðifé- laga úr þremur landsfjórðungum. Rædd var nauðsyn á endurskoðun laxveiðilaganna og skipuð nefnd til þess að gera tillögur í málinu Fundurinn fagnaði því, að hafin ér bygging fiskeldisstöðvar í Kolla- firði og skorar á ríkisstjórn og Al- þingi að leggja henni til nauðsyn- legt fé. Þá skoraði fundurinn á sömu aðila að auka mjög fjárfram- lög til Veiðimálastofnunarinnar til þess að auka leiðbeiningarstarfsemi í veiðimálum. Rætt var um mögu- leika á, að veiðifélög styddu fisk- eldisstöðina í Kollafirði með fjár- framlögum, og voru veiðifélögin hvött til þess að leggja nokkuð af mörkum í þessu skyni. Þá flutti veiðimálastjóri, Þór Guðjónsson, er indi á fundinum og sýndi litskugga- myndir. Stjórn Landssambands veiðifé- laga var endurkosin, en í henni eiga sæti Þórir Steinþórsson, skóla- stjóri, Reykholti, formaður, Hinrik Þórðarson, Útverkum, og Óskar Teitsson, Víðidalstungu. Skóútsalan / Aðalstræti Útsölunni lýkur á luugurdug — Notið þettu tækifæri til uð geru góð kuup é skófutnuði Aðeins 3 dagar Allt á að seljast jr r SKOBUÐ REYKJAVIKUR Aðalstrætl B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.