Vísir - 21.07.1962, Side 6
VISIR
Laugardagur 21. júlí 1962.
//
Það er vandlifað í þessu landi"
Oft kvarta vegfarend-
ur undan miklum og
hröðum akstri í nsi-
grenni Reykjavíkur, og
oft hafa borizt fréttir af
alvarlegum umferðar-
slysum í nágrenni borg-
arinnar.
Við erum staddir í
lögreglubifreið á Vest-
urlandsvegi í eftirlits-
ferð með Sigurði
Ágústssyni, varðstjóra.
HM '
Hreiðar Grímsson,
vöruflutningabílstjóri.
Bifreiðin hefur verið
stöðvuð við vegamótin
á Hafravatnsvegi, og
ætlunin er að fylgjast
með umferðinni, sem
er nokkuð mikil.
Flestir ökumannanna
aka mjög vel. Bifreiðir
þeirra eru réttu megin á
veginum og a k s t ur
þeirra öruggur, um sex-
tíu til sjötíu km. hraði.
Glannalegur akstur
ungra manna.
— Er eitthvað hæft í því, Sig
urður, að ungir menn aki
glannalega á vegum úti?
— Já, það er því miður satt.
Vegna anna og of takmarkaðrar
löggæzlu hefur skort möguleika
til að sanna háttalag þeirra og
leiða þá fyrir dómara. Ungir
menn verða að skilja það, að
vegirnir eru ekki leiksvæði þó
að þeir hafi alizt upp við þá
allt frá því að þeir óku þríhjól-
unum sínum. Það eru samt ekki
ungu mennirnir einir, sem aka
hratt. Það eru merkilega „gaml
ir“ unglingar til 1 umferðinni.
— Finnst þér menn aldrei
aka of hægt?
— Jú, svo er aftur það gagn-
stæða um þá menn, sem halda
að þeir séu frjálsir að því að
aka eins hægt og þeim sýnist.
Halda sig á miðjum vegi og
hleypa ekki fram hjá sér, fyrr
en stór skari ökumanna er orð-
in leiður á þessum seinagangi.
Það á ekki að eiga sér stað, að
,Það hlýtur að vera allt í lagi að gefa svolítið í og fara fram úr á 80 km. hraða?“
Margt er þó gert til að bæta ástandið, m. a. er farið að gera
nokkuð að því ?.ð skipta blindhæðum. Ljósmyndir Vísir, B. G.
menn lulli afar hægt í mikilli
umferð . á mjóum þjóðvegum,
patandi og glápandi á eftirtekt-
arverðustu hluti landslagsins.
Þqir eiga að stöðva á næsta út-
skoti og njóta útsýnisins.
Fram úr á 90 km.
hraða
Allt í einu veitum við athygli
Volkswagenhíl.-ífcmoiHBnurtþjðt
andi á ekki ffeingaJÉrT 7p tjl
km. hraða. Þegar hann kemur
að næstu bifreið, er hraðinn
ekki minnkaður, heldur aukinn
og ökumaðurinn liggur á flaut-
unni.
Síðan þýtur bíllinn fram úr á
hæð. Jeppabifreið kemur í þeim
svifum akandi á móti, en öku-
manni hennar tekst með naum-
indum að forða árekstri. Ekki
lætur ökuþórinn þetta neitt á
sig fá, heldur ekur áfram á
sömu ferð.
Nú er lögreglubifreiðin ræst
og haidið á eftir ökuníðingnum
með sfrenuna vælandi og geisl-
ar frá hinu rauða, blikkandi við
vörunarljósi á þaki bílsins falla
á vélarhús hans. Hraðamælirinn
stígur ört og er nú kominn
upp f 90 km. hraða. — Þegar
við höfðum dregið bflinn nokk-
uð uppi, mælir Sigurður hraða
bílsins fram undan, og mælir-
inn sýnir rúma 90 km.
Fljótlega eftir að ökumaður-
inn verður var við lögreglubíl-
inn á eftir sér, hægir hann ferð
ina. Þegar lögreglubíllinn kem-
ur upp að hliðinni á honum,
staðnæmist hann, og lögreglu-
bifreiðin ekur fram fyrir og
staðnæmist. Sigurður fer út til
að tala við ökumanninn og við
fylgjum á eftir til að heyra
hvað þeim fer á milli.
Með bilaðan
hraðamæli
— Hvað ókuð þér hratt?
— Ja, ég veit það ekki, ég
rann léttan. — Hraðamælirinn
er bilaður hjá mér svo að ég
veit ekki með vissu um hrað-
ann.
— Hvað er hámarkshraðinn
hérna á þjóðvegunum? spyr Sig
urður.
— Hámarkshraðinn??? Ég fór
áðan fram hjá skilti, að mig
minnir rétt fyrir austan Grafar-
holt, sem merkir, að hámarks
hraða sé lokið.
— Nú misskiljið þér hlutina
algerlega, segir Sigurður. Skilti
það, sem þér nefnduð, er gult
með svörtu þverstriki og merk-
ir, að sú takmörkun á hámarks-
hraða, sem á því svæði, er þér
ókuð um, sé lokið. Sem sagt, í
Reykjavík er 35 km. hámarks-
hraði. — Eins og er, þá er leyfð
ur 45 km. hámarkshraði á Suð-
urlandsbraut og Reykjanes-
braut á vissum svæðum f nám-
unda við borgina.
— Hafið þér veitt því athygli
hvar hámarkshraðaskiltin eru á
þeim vegum næst borginni?
spyr Sigurður, ökumanninn
næst.
Framh. á bls. 10
Hættulegur leikur úti á fjöl-
förnum þjóðvegi.
Halda mætti, að brú þessi væri á vegi, sem hægt var að
aka fyrir 40 árum. En svo er ekki. — Brúin er á einum
fjölfarnasta vegi landsins. Slík brú og frágangur við hana
á ekki að þekkjast árið 1962.
• t ; i » .• ■ .
i \ > i /
, U ( I H U
l'.Vt i » « 1 ' ' M
1 , t t t ! f I