Vísir - 21.07.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 21.07.1962, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. júlí 1962. VISIR 9 þá kemur hann með þá kenn- ingu um eðli jökla fyrstur allra manna, sem síðan hefur reynzt rétt: „Ég veitti athygli fjallajöklin- um, sem skriðið hefur niður rétt austan við Kvísker. Yfir- borð hans virtist allt vera al- sett bogadregnum rákum, er lágu þvert yfir jökulinn, eink- um uppi yið meginjökulinn og vissu bogakúpurnar fram að lág lendinu, alveg eins og falljök- ull þessi hefði runnið fram hálf bráðinn eða sem þykkt seigfljót andi efni. Skyldi þetta ekki vera nokkur sönnun þess, að ísinn sé í eðli sínu — án þess að bráðna — fljótandi að nokkru Ieyti, líkt og ýmsar tegundir af harpixi." Þetta er kafli frá einni rann- sóknarferð Sveins Pálssonar, hins fyrsta íslenzka náttúru- fræðings en um leið manns sem hafði nær óþrjótandi hæfileika, vit og fróðleik, sem fengu ekki að njóta sín vegna fátæktar hans og vanmats þeirra tíma á náttúrufræðinni, erfiðleikar sem aðrir menn er lögðu stund á sömu fræði fengu og að kynn- ast. Tjess er minnzt nú á þessu ári, að 200 ár eru liðin frá fæð ingu Sveins Pálssonar, m.a. með því að fyrir nokkrum dögum var efnt til alþjóðlegrar ráð- stefnu náttúrufræðinga hér i Reykjavík. Sveinn var fæddur 24. apríl 1762 að Steinsstöðum I Tungu- Sveinn Pálsson kleif fyrstur manna Öræfajökul. Hér sést mynd af hlnum mikla konungi íslenzkra fjalla. hve fátæktin kreppti að honum. Þar segir hann m.a.: „Komedíuhúsið var sá einasti lystisemdarstaður, sem ég gat ekki móti mér látið að sækja, þegar ekki þvertók skildings- leysi.... Það sýnir fyrst fyrir al- vöru hve bágt er að vera fá- tækur, að geta ekki aldurs, tíma og fátæktar vegna rek'ð ofurlitla hlutdeild í neinu af því ótölulega marga indæla og und ir eins veglega, t.d. söng og hljóðfæralist, dans, lifandi Kaupmannahafnar og lokið prófi í læknisfræði eða haldið áfram á vísindabrautinni, en það fór öðruvísi en hann hugði Rannsóknarstyrkinn hafði hann aðeins f fá ár, síðan brast nátt- úrufræðifélagið getu eða vilja til að styrkja hann áfram. Eftir að Sveinn Pálsson sigldi heim frá Kaupmannahöfn með fálká- skipinu Falster 2. júlí 1791 átti hann ekki afturkvæmt til Hafn- ar. Fátækt íslands gróf þennan mann niður, sem var slíkum Sveinn bókstaflega allt, sem við kom náttúru landsins. Hann sendi fjölda náttúrugripa út til náttúrufræðifélagsins f Höfn og skrifaði á dönsku miklar ferða- bækur, þar sem hann gerir grein fyrir öllum hinumi víðtæku rann sóknum sfnum. Hann mun hafa gert ráð fyrir að danska nátt- úrufræðifélagið gæfi þessi rit út og hann hlyti frægð af þeim, en það fór öðru vísi en hann ætlaði, þau voru aldrei gefin út fyrr en árið 1945, þegar þeir "það var loksins í júlímánuði árið 1800, sem hann fékk veitingarbréf sem læknir Suður- landsins, en þó var það ekki fyrr en 1809 sem hann fékk fría bújörð eins og aðrir embætt ismenn, og varð fyrir valinu bærinn Suður-Vík f Mýrdal. Það var síðasti áfanginn á æviferli hans. Læknisembætti sínu gegndi hann til 1838 en andað- ist 24. apríl 1840, 77 ára að aldri. Sveinn Pálsson var talinn góð áður“ sveit í Skagafirði. Var faðir hans Páll Sveinsson, fátækur sveitaprestur í Goðdölum. Sveinn var elzta barn og sá eini af fimm bræðrum sem settur var til mennta, en vart höfðu foreldrar hans efni til þess sem sézt af því að strax og hann hafði lokið burtfararprófi frá Hólaskóla fór hann að stunda sjóróðra suður í Njarðvík til að styrkja foreldra sína. En þá gerðist það næsta sum ar, að Jón Sveinsson sem þá var nýlega orðinn landlæknir að Nesi á Seltjarnarnesi kom 'ð Steinsstöðum og falaði Svein að koma til sín sem aðstoðar- maður og nemandi í læknis fræði. Hafði Jóni verið bent á hann sem efnilegan pilt. Varð það nú úr. Sveinn dvaldist nú í fjögur á; við læknisnám í Nesi og fara litlar sögur af honum, nema vitað er að hann kom sé; vel þar og ávann hann sér titrú og elsku þeirra sjúklinga er hann var látinn umgangast. Jjar á eftir lá leiðin til Kaup- mannahafnar, þar sem Sveinn innritaðist í háskólann og hóf nám í læknisfræði. Til slíks hafði hann eða fólk hans engin auraráð og var það hon um því aðeins mögulegt að hann fékk svokallaðan Kiaust- urstyrk til fjögurra ára. Á þeim styrk gat hann rétt dregið frarn lífið og hefur hann sjálfur lýst því í ævisögu sinni (sem prent- uð er í ársriti Fræðafélagsins), tungumála iðkun, nytsömum reisum til lands og sjávar, teikn aralist o.s.frv. samt fátt eitt séð af þeim ótölulega listaverka fjölda er í þvilíkum stöðum og löndum standa til boða. En í Kaupmannahöfn kynnt- ist Sveinn Pálsson náttúrufræð- inni og hún greip hug hans all- an. Lengi stóð hann hikandi og velti því fyrir sér, hvort hann ætti að hætta við læknisfræ ri- nám og einbeita sér að nátt úrufræðinni, en þá var vakrað- ur í Danmörku mikill áhugi á náttúrufræð. og fyrirlestrar að hefjast í henni við Kaupmanna- hafnarháskóla. Löngun hans va; öll til náttúrufræðinnar, en hann varð einnig að hugsa um það hvað væri gagnlegt til síns lífsuppeldis. Hann gat aldre: fyrirgefið Magnúsi Stephensen að hann dró úr honum að leggja út á braut náttúrufræð- innar. Tíminn leið og að því kom að Sveinn missti Iílausturstyrkinn og varð hann þá að hrökkva eða stökkva og varð það úr ð hann lét löngun sína ráða tök próf i náttúrufræði, en aldrei gekk hann undir próf f læknis- fræði þó að læknisstarfið yrði síðar lífsstarf hans. Að loknu prófi fékk hann styrk hjá hinu nýstofnaða náttúrufræðifélagi Dana til rann sóknarferða á íslandi. Hann hugðist vinna sér fé og frama með slíkr’ ferð, svo að hann gæti síðat snúið aftur út til hæfileikum búinn til hinna mestu vísindaafreka. Hann reyndi það strax og hann kom til Reykjavíkur. Þá var dýrtíð á íslandi og hafði hann ekki efni á því að fá sér hesta né fylgdarmann til lang- ferða, úr því svo var áliðið sum ars, en rannsakaði gróðurlendi í nágrenni Reykjavíkur og uop um Akranes, Borgarfjörð og Mýrar. Um veturinn dvaldist hann í Viðey hjá Skúla fógeta, og urðu þeir miklir vinir, enda sýna rit Skúla að hann nafði líka mikinn áhuga á náttúru- fræði. gumarið 1792 hóf Sveinn Páls- son síðan hinar miklu rann sóknarferðir sínar, sem urðu þar til Þorvaldur Thoroddsen fór að ferðast um landið hinar mestu og árangursríkustu sent farnar höfðu verið. Fyrsta sumarið fór hann um Kaldadal, Arnarvatnsheiði og Skagafjörð. Annað sumarið fór hann víðs vegar um Suðurland bæði um lágsveitir og uppsveit ir, um Eyjafjöli og Fjallabaks- leið og austur eftir öllum Skaftafeljssýslum austur að Hornafirði. Þriðja sumarið fór hann enn austur eftir Skafta- fellssýslum, skoðaði upptök Skaftáreldahrauns og hélt á- fram austur í Lón um Suður Múlasýslu, upp á Snæfell, jni Möðrudalsöræfi, Mývatn og vestur á bóginn um Eyjafjörð og loks suður yfir Kjöl. Á þessum ferðum rannsakaði Jón Eyþórsson, Pálmi Hannes- son og Steindór Steindórsson þýddu þær og gáfu út ásamt hinu merka jöklariti, eldriti og lýsingu Skagafjarðarsýslu, en það er meðal stærri bóka, sem gefnar hafa verið út hér á landi. ar með lauk hinum skipu- lögðu rannsóknarferðum Sveins Pálssonar. Vonir hans brugðust, e. t. v. vegna óvilja Magnúsar Stephenssens um að geta orðið kennari við Latínu- skólann í Reykjavík og nú kom að því að hann kvæntist Þór- unni dóttur Skúla fógeta. Setti hann upp bú fyrst að Skála und ir EyjafjöIIum en síðan bjuggu þau í tólf ár að Kotmúla í Fljóts hlíð. Sveini búnaðist vel, m. a. vegna þess, hve Þórunn var mik il búkona, en nú kom að því, að þrátt fyrir að hann væri próf laus, fóru menn að leita til hans sem læknis og hófust nú sífelld- ar lækningaferðir hans. Tillaga kom fram um að hann yrði skip aður læknir á Suðurlandi, en það dróst í 5 ár að það kæmist í framkvæmd. En Sveinn hefur þá þegar vafalaust verið bezti læknir á landinu. Hingað komu þá ýmsir danskir læknar, en líklega ekki þeir beztu, sem útskrifuðust frá Hafnarháskóla, því að ella hefðu þeir ekki sótt um stöðu á íslandi. Bar Sveinn höfuð og herðar yfir suma þessara manna að læknisfræðiþekkingu, þótt þeir hefðu próf en hann ekki. ur læknir og orðlagður ferða- maður, en í stöðu sinni þurfti hann að vera á sífelldum ferða- lögum. Sérstaklega kom sér þá vel hve hann var góður og á- ræðinn vatnamaður, en leið hans lá stöðugt yfir stórfljót Suðurlands, Jökulsá á Sól- heimasandi, Markarfljót, Þverá og Ölfusá og eru sögur til af þreki hans í þessum ferðum. Þó mun endast honum lengst til frægðar starf hans í þrjú ár sem náttúrurannsóknarmaður. Alla ævi þurfti þessi afburða- maður að berjast við fátæktina. Heimili hans varð barnmargt og eignuðust þau hjón 15 börn, en af þeim komust 7 upp. Tjegar Sveinn Pálsson andaðist kom ekkert blað út á Is- landi og hans var ekki minnzt á prenti af neinum. En Bjarni Thprarensen orti um hann erfl ljÓo. í þeim og í þeir ritum, sem hann skrifaði á fáeinum yngri árum sínum, lifir hinn mikli hæfileikamaður enn. Frjáls þinn og auðugur andi sér átti og nýtti álfaslot hverjum í hamri og hægindi í skýjum búgarð hvers f blómsturs bikari miðjum og hvern til viðtals sér valdi af vitringum liðnum. ☆ fjölhæfa náttúrufræðings SYEINS PÁLSSONAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.