Vísir - 21.07.1962, Side 15

Vísir - 21.07.1962, Side 15
Laugardagur 21. júlí 1962. VISIR SAKAMÁLASAGA EFTIR CHARLES WILLIAMS FJÁRSJÓÐURINN !______________________________ sér á eftir. Svo renndi hún greiðu gegnum hár sitt, sem var móbrúnt. — Hvað segið þér nú um dá- lítinn kaffisopa? Hún stóð upp og hristi dálítið sloppinn og svo gekk ég á eftir henni fram í eldhúsið. Ég dró fram stól handa henni, kveikti í sígarettu og hellti kaffi í bolla handa henni. — Ég bíð eftir skýringu, sagði hún og kenndi óþolinmæði í röddinni. — Skýringu —? — Já, hvað gerðist áður en ég kom hingað, og ég vona, að þér segið mér hver þér eruð. — Ég er John Barton og starfa fyrir blaðið The Globe — það er að segja fyrir skrifstofu Globe vátryggingarfélagsins í Kansas City, en þar sem ég er kunnugur í Sanford var mér falið hlutverkið, og svo raus- aði ég heilmikið og gaf henni í skyn, að ég hefði sýnt henni skilríki mín og hún myndi bara ekki eftir því. En hún trúði mér ekki. — Ég hef engin skilríki séð og efast um að þér segið mér satt. Hvernig get ég vitað, að þér séuð sá, sem þér segist vera? Ég hafði aldrei reynt að blekkja neinn á jafn ósvífinn hátt fyrr. Ég tók vasabókina mína og rýndi í hana og hugs- aði bara um, að fá hana til þess I að hugleiða það, sem ég sagði: — Munið þér ekki, hvernig hann leit út, frú? Ef þér gætið nú lýst honum, þótt ekki væri nema hvernig hann var vaxinn? — Um hvern eruð þér að tala? — Manninn, sem þér sögðuð að hefði reynt að drepa yður. Það var rétt áður en ég kom. Hún gapti og góndi af undr- un og ótti skein úr augum henn- ar. — Reyndi að drepa mig? Ég veit, að það var of dimmt til þess að veita honum athygli, en þér munið kannske rödd hans. — Ég veit ekki hvað þér er- uð að tala um. Ég var uppi í herbergi mínu ... Ég stakk vasabókinni aftur í vasann. — Já, ég veit að þér voruð þar og höfðuð grammófóninn í gangi, því að þegar ég rakst á yður voruð þér með grammó- fónplötu í hendinni. Ég botnaði fyrst í stað ekkert í hvað þér voruð að fara. Hún hristi höfuðið. — Ég man ekkert, kannske þér segið mér hvað gerðist? — Við héldum, að við hefðum fundið spor og þess vegna ætl- aði ég að hafa tal af yður. Ég reyndi fyrst að hringja — svo sá ég yður bregða fyrir. Þér 9. I voruð nýkomnar út úr dyrunum : og virtust vera á leið í bílskúr- inn, en duttuð áður en ég komst til yðar. Þér voruð með grammó fónplötu í annarri hendi og vesk ið yðar í hinni og voruð alveg ruglaðar. Þér sögðust hafa setið og verið a leika á grammófón og þá hefði einhver ráðist á yð- ur að aftanverðu frá með eitt- hvert vopn í hendi. Þegar ég stakk upp á, að við færum inn urðuð þér alveg trylltar, og ég féllst á að hætta við það — menn hefðu líka vaknað í næstu húsum, ef þér hefðuð haldið á- fram áð æpa. Ekki gat ég farið með yður svo klædda sem þér eruð í gistihús smábæjar, þar sem allir þekkjast, og því fór ég með yður hingað, og það gerði ég í þeirri von, að þegar þér hefðuð hvílt yður gætum við talað um hlutina í ró ög næði. Mikilvægast er að þér reynið að rifja eitthvað upp um þennan mann, — ella gæti hann reynzt heppnari næst. — Haldið þér, að ég hafi í raun og veru séð einhvern? spurði hún og var nú eins og húrUva^ 71 ýafa —/ — Annað kemur ekki til greina, — svo óttaslegnar voruð þér. — Og um hvað ætluðuð pér að tala við mig? — Um manninn yðar. — Alltaf sömu spurningarnar — um manninn minn, sama tuggan upp aftur og aftur. — Ég skil, að þér séuð orðn- ar þreytt, en við verðum að gera skyldu okkar. Annars er mitt hlutverk annað en lögregl- unnar. Hún leitar að manni yð- ar? — Eruð þér ekki að því? — Ég get trúað yður fyrir því, að við leitum peninganna. Það erum við, sem fjárhagstjón- ið bitnar á, ef við finnum þá ekki. — Ég vildi geta hjálpað yður, en ég man ekkert, sem ekki hef- ur áður komið fram. Maðurinn minn kom heim á laugardag síð- degis og ætlaði á stangarveiðar og koma aftur á sunnudags- kvöld. Ég sá enga peninga eða neitt, seip slík upphæð gæti ver ið í, en kannske hann hafi geymt þá í bílnum. Ég varð dá- lítið áhyggjufull, þegar hann kom ekki heim á tilsettum tíma, en hann var stundum einum degi lengur á veiðum en hann upp- haflega ætlaði. Svo kom einn af bankaráðsmönnunum á mánu dag... — Og þér vitið ekki hvers vegna maðurinn yðar fann upp á þessu? — Nei. — Þá get ég sagt yður það. Hann hafði tekið ákvörðun um að fara burt með annarri konu. — Ég trúi því ekki. — Það er staðreynd. Stúlkan heitir Diana James. Hún kallar sig því nafni að minnsta kosti. Hún ætlaði að fela hann í íbúð sinni í Sanport. —- Ég trúi þessu ekki. — Það er nú satt samt. — Það er bara tímaeyðsla fyr ir yður að vera að tala við mig — af hverju reynið þér ekki að tala við þessa mellu — hún gæti frekar látið yður einhverjar upp lýsingar í té. — Svo einfalt er málið ekki. T A R Z A FOK IP HE 7\7 FIMP1 A BUPFALO, HOW C0UL7 HE HOFE TO KILL IT WITHOUT WEATOMS? iO-íl-fó9X „Það mundi verða góð lausn, á hár hvað þú átt við“, svaraði i ur en ekki áhyggjulaus, því þótt | var spurningin hvernig hann gæti ef þessi fábjáni kæmi alls ekki j Sorro íbygginn. Tarzan lagði upp hann mundi finna fcuffalódýr, þá; drepið þáð án nokkurra vopna. aftur", sagði Zatar. „Ég veit upp í hina háskalegu för sína, óhrædd-1 Kalli og áhöfnin óttuðust mjög um stýrimanninn ,sem á flótta sfn- um um höllina gat auðveldlega orð- ið einhverri af hinum mörgu gildr- um að bráð. En greifinn róaði þá. „Ég get samstundis séð hvað ger- ist“, sagði hann og sneri málverki til hliðar .þannig að í ljós kom stjórntafla. „Áður var öllum gildr- um stjórnað með handafli, en ég hef gert þetta svolítið nýtízku- legra“. Á samn augnabliki, kom ljós á töfluna. „Hann er 1 næsta herbergi. Komið og ég skal sýna ykkur hann. Þeir flýttu sér allir í næsta herbergi, þaðan sem heyra mátti skelfingaróp. Ruffíano opn- aði dyrnar. Nú sáu þeir stýrimann inn sitja á stafla af brotnum spýt- um. Með furðu horfðu þeir á það að herbergið varð minna og minna. „Við komum á réttum tíma“, sagði Ruffíano brosandi. ,Eins og þið sjá- ið hefur herbergið hreyfanlega veggi sem smátt og smátt leggjast alveg saman“. 15 Ég veit hver er uppáhalds- drykkur þinn. _ Hann er notaður mikið nú á dögum — og til hvers er hann notaður. Hann komst nefnilega aldrei í húsið hennar. Og ráðningin á þessari gátu er ekki upplífgandi. Við höldum nefnilega, að hann hafi verið myrtur s.l. laugardag. Við þessi orð mín féll hún fram á borðplötuna í yfirlið og ég tók hana og bar hana inn á nýjan leik og lagði hana á rúm- ið. Hún opnaði fljótt augun og horfði sljólega fram, eins og hún sæi allt í þoku. Hún grét ekki. Ég sótti glas handa henni, og hún tæmdi það og var aft- ur á svipinn eins og óbragð hefði verið af víninu. — Þér hljótið að hafa haft einhvern grun, sagði ég. Liðnir eru tveir mánuðir og lögreglan hefur leitað hans um land allt. — Þér hafið rétt fyrir yður, en \ég hef ekki viljað viður- kenna það. — Þér skiljið, að þetta breyt- ir öllu. Við leitum ekki leng- ur að manninum yðar, heldur að peningunum, og við vonum, að þér hjálpið okkur. — Hvernig? — Kannske með því að hugsa yður vel um — eitthvað gæti komið fram í huganum, sem væri mikilvægt. Haldið þér að [ nokkur hafi vitað um áform hans? Vissi nokkur um tengsl hans við Diönu James? Við verðum að gera ráð fyrir ein- hverri afbrýðisemi í leiknum. Og hafi hann átt'eina vinkonu hefur hann getað átt tvær. — Ég fullvissa yður um, að mér þykir leitt að hrella yður, frú, en þetta er nú svona: Það er hlutverk lög reglunnar að finna manninn yð- ar eða morðingja hans, og Globe félagsins að finna peningana, — og finnist þeir hættum við öll- um afskiptum. — Ég skil, sagði hún og kink- aði kolli. Þér hafið víst góð laun. —r Ég þarf ekki að kvarta, en

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.